NBA: Hiti og læti í mönnum þegar Golden State vann OKC | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 09:15 Golden State Warriors endaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder og hélt Russell Westbrook í skefjum þegar liðin mættust í NBA-deildinni í nótt. Það hefur verið mikið rætt og skrifað um samskipti Golden State Warriors og Oklahoma City Thunder eftir að Kevin Durant yfirgaf OKC síðasta sumar og samdi við erkióvinina í Warriors. Kevin Durant er meiddur og sat á bekknum í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir að það voru læti í mönnum, mikið um ruslatal, vel tekist á og fullt af tæknivillum. Niðurstaðan var hin saman og í öllum hinum leikjum tímabilsins á milli þeirra það er Golden State Warriors menn fögnuðu sigri nú 111-95. Warriors-liðið komst mest 27 stigum yfir og sigurinn var aldrei í mikilli hættu. Leikmönnum Golden State Warriors tókst að halda Russell Westbrook niðri sem fór úr því að skora 47 stig í síðasta leik liðanna í því að hitti aðeins úr 4 af 16 stigum og skora bara 15 stig. Westbrook var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Skvettubræðurnir Klay Thompson (34 stig) og Stephen Curry (23 stig) skoruðu báðir sjö þriggja stiga körfur í leiknum en allt Oklahoma City Thunder liðið var einungis með fjóra þrista samanlagt. Thompson og Curry voru langstigahæstu menn leiksins. Stephen Curry var heldur ekki alveg stilltur og prúður og fékk meðal annars tæknivillu í lok fyrri hálfleiksins eftir ósætti við Semaj Christon. Þeir Russell Westbrook og Draymond Green fengu líka báðir tæknivillu fyrir þátttöku sína í látunum sem urðu í framhaldinu.James Harden skoraði sigurkörfuna 2,4 sekúndum fyrir leikslok þegar Houston Rockets vann 125-124 sigur á Denver Nuggets. Harden endaði leikinn með 39 stig, 11 stoðsending og 7 fráköst.Isaiah Thomas kom til baka inn í lið Boston Celtics eftir tveggja leikja fjarveru vegna hnémeiðsla og skoraði 25 stig í 110-102 sigri á Washington Wizards. Avery Bradley bætti við 20 stigum og 9 fráköstum en Bradley Beal skoraði mest fyrir Wizards eða 19 stig.Blake Griffin skoraði 30 stig og Chris Paul var með 13 stig og 13 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 114-105 sigur á New York Knicks.Kristaps Porzingis var með 19 stig og 11 fráköst fyrir New York og Derek Rose skoraði líka 18 stig. Carmelo Anthony var með 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New York Knicks 114-105 Houston Rockets - Denver Nuggets 125-124 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 95-111 Boston Celtics - Washington Wizards 110-102 Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 105-90 Indiana Pacers - Utah Jazz 107-100 Orlando Magic - Philadelphia 76ers 112-109 (framlengt, 98-98) NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Golden State Warriors endaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder og hélt Russell Westbrook í skefjum þegar liðin mættust í NBA-deildinni í nótt. Það hefur verið mikið rætt og skrifað um samskipti Golden State Warriors og Oklahoma City Thunder eftir að Kevin Durant yfirgaf OKC síðasta sumar og samdi við erkióvinina í Warriors. Kevin Durant er meiddur og sat á bekknum í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir að það voru læti í mönnum, mikið um ruslatal, vel tekist á og fullt af tæknivillum. Niðurstaðan var hin saman og í öllum hinum leikjum tímabilsins á milli þeirra það er Golden State Warriors menn fögnuðu sigri nú 111-95. Warriors-liðið komst mest 27 stigum yfir og sigurinn var aldrei í mikilli hættu. Leikmönnum Golden State Warriors tókst að halda Russell Westbrook niðri sem fór úr því að skora 47 stig í síðasta leik liðanna í því að hitti aðeins úr 4 af 16 stigum og skora bara 15 stig. Westbrook var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Skvettubræðurnir Klay Thompson (34 stig) og Stephen Curry (23 stig) skoruðu báðir sjö þriggja stiga körfur í leiknum en allt Oklahoma City Thunder liðið var einungis með fjóra þrista samanlagt. Thompson og Curry voru langstigahæstu menn leiksins. Stephen Curry var heldur ekki alveg stilltur og prúður og fékk meðal annars tæknivillu í lok fyrri hálfleiksins eftir ósætti við Semaj Christon. Þeir Russell Westbrook og Draymond Green fengu líka báðir tæknivillu fyrir þátttöku sína í látunum sem urðu í framhaldinu.James Harden skoraði sigurkörfuna 2,4 sekúndum fyrir leikslok þegar Houston Rockets vann 125-124 sigur á Denver Nuggets. Harden endaði leikinn með 39 stig, 11 stoðsending og 7 fráköst.Isaiah Thomas kom til baka inn í lið Boston Celtics eftir tveggja leikja fjarveru vegna hnémeiðsla og skoraði 25 stig í 110-102 sigri á Washington Wizards. Avery Bradley bætti við 20 stigum og 9 fráköstum en Bradley Beal skoraði mest fyrir Wizards eða 19 stig.Blake Griffin skoraði 30 stig og Chris Paul var með 13 stig og 13 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 114-105 sigur á New York Knicks.Kristaps Porzingis var með 19 stig og 11 fráköst fyrir New York og Derek Rose skoraði líka 18 stig. Carmelo Anthony var með 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New York Knicks 114-105 Houston Rockets - Denver Nuggets 125-124 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 95-111 Boston Celtics - Washington Wizards 110-102 Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 105-90 Indiana Pacers - Utah Jazz 107-100 Orlando Magic - Philadelphia 76ers 112-109 (framlengt, 98-98)
NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira