Karl Malone allt annað en hrifin af „hvíldardögum“ NBA-leikmannanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2017 12:30 Karl Malone er annar stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi. Vísir/Getty Karl Malone spilaði 19 tímabil í NBA-deildinni og er einn af mestu járnmönnum í sögu deildarinnar. Hann gefur ekki mikið fyrir það sem NBA-liðin eru mörg hver byrjuð að stunda til að halda leikmönnum sínum ferskum. Malone spilaði 81 leik eða fleiri á fjórtán af sínum nítján tímabilum og hann var ekki að taka sér „frí“ í vinnunni eins og hann orðar það. Lið í NBA-deildinni eru mörg farin að hvíla stjörnuleikmenn sína í ákveðnum leikjum. San Antonio Spurs hefur stundað þetta undanfarin ár en nú eru fleiri lið farin að gera þetta líka. Golden State Warriors mætti með hálfgert varalið í leik á móti San Antonio Spurs á dögunum og um helgina hvíldi Cleveland Cavaliers sína þrjá bestu menn í leik á móti Los Angeles Clippers. LeBron James, Kyrie Irving og Kevin Love fengu þá allir frí. „Ef þú hefur ekki að minnsta kosti tíu ára reynslu þá drullastu til að spila. Þetta er ekki vinna því þetta er kallað að leika (playing),“ sagði Karl Malone í spjalli við Sage Steele hjá ESPN. „Ennfremur, segðu þjónustufólkinu á lélegu launum, lögreglunni og fyrstu viðbragðsaðilum að taka sér frí. Fjandinn hafi það, þau geta það ekki,“ sagði Malone og hefur vissulega margt til síns máls. Það fylgir líka sögunni að það er mikið álag á skrokkum NBA-leikmannanna sem þurfa að spila 82 leiki áður en kemur að úrslitakeppninni auk þessa að ferðast langar vegalengdir á milli borga í Bandaríkjunum. Það má samt búast við að þetta máli fá meiri umfjöllun og athygli haldi liðin áfram að gefa bestu mönnum sínum frí í leikjum. Það er ekki gott fyrir almenningsálit NBA-deildarinnar ef áhorfendur sem borga fyrir að sjá Steph Curry og LeBron James spila en sjá ekki meira af þeim en þá hlæjandi í sparifötunum á bekknum. NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Karl Malone spilaði 19 tímabil í NBA-deildinni og er einn af mestu járnmönnum í sögu deildarinnar. Hann gefur ekki mikið fyrir það sem NBA-liðin eru mörg hver byrjuð að stunda til að halda leikmönnum sínum ferskum. Malone spilaði 81 leik eða fleiri á fjórtán af sínum nítján tímabilum og hann var ekki að taka sér „frí“ í vinnunni eins og hann orðar það. Lið í NBA-deildinni eru mörg farin að hvíla stjörnuleikmenn sína í ákveðnum leikjum. San Antonio Spurs hefur stundað þetta undanfarin ár en nú eru fleiri lið farin að gera þetta líka. Golden State Warriors mætti með hálfgert varalið í leik á móti San Antonio Spurs á dögunum og um helgina hvíldi Cleveland Cavaliers sína þrjá bestu menn í leik á móti Los Angeles Clippers. LeBron James, Kyrie Irving og Kevin Love fengu þá allir frí. „Ef þú hefur ekki að minnsta kosti tíu ára reynslu þá drullastu til að spila. Þetta er ekki vinna því þetta er kallað að leika (playing),“ sagði Karl Malone í spjalli við Sage Steele hjá ESPN. „Ennfremur, segðu þjónustufólkinu á lélegu launum, lögreglunni og fyrstu viðbragðsaðilum að taka sér frí. Fjandinn hafi það, þau geta það ekki,“ sagði Malone og hefur vissulega margt til síns máls. Það fylgir líka sögunni að það er mikið álag á skrokkum NBA-leikmannanna sem þurfa að spila 82 leiki áður en kemur að úrslitakeppninni auk þessa að ferðast langar vegalengdir á milli borga í Bandaríkjunum. Það má samt búast við að þetta máli fá meiri umfjöllun og athygli haldi liðin áfram að gefa bestu mönnum sínum frí í leikjum. Það er ekki gott fyrir almenningsálit NBA-deildarinnar ef áhorfendur sem borga fyrir að sjá Steph Curry og LeBron James spila en sjá ekki meira af þeim en þá hlæjandi í sparifötunum á bekknum.
NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira