Segir Þýskaland ekkert skulda Bandaríkjunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. mars 2017 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi sínum í Washington fyrir helgi. VÍSIR/EPA Ursula von der Layen, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þýskaland eða önnur Evrópuríki skuldi Bandaríkjunum og NATO stórfé fyrir varnir. „Það er enginn skuldareikningur í NATO,“ sagði hún. „Það er rangt að tengja tveggja prósenta markmiðið í útgjöldum til landvarna, sem við ætlum að ná um miðjan næsta áratug, eingöngu við NATO.“ Hún sagði varnarútgjöld einnig ná til friðargæslustarfs og baráttunnar gegn hryðjuverkum. Þarna var hún að svara Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur ítrekað sagt að evrópsku NATO-ríkin skuldi Bandaríkjunum. Það sé vegna þess að Bandaríkin verji miklu meira fé til varnarmála en þau. Á laugardaginn tók Ivo Daalder, fyrrverandi fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, í sama streng og sagði að Bandaríkjunum væri frjálst að verja eins miklu fé og þau vilja til varnarmála. Hann sagði að önnur NATO-ríki þurfi ekkert að greiða Bandaríkjunum fyrir það sem þau ákveða að verja til varnarmála: „Því miður, herra forseti, þannig virkar NATO ekki,“ sagði Daalder. Trump endurtók fullyrðingar sínar um skuldir Evrópuríkja við Bandaríkin í Twitter-færslum á föstudag, fljótlega eftir að hann hafði hitt Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Washington. „Þýskaland skuldar NATO og Bandaríkjunum stórfé fyrir þær öflugu og afar dýru varnir sem þau veita Þýskalandi,“ skrifaði Trump. Forseti Bandaríkjanna virðist samkvæmt þessu hafa afar takmarkaðan skilning á því hvernig fjármögnun Atlantshafsbandalagsins er háttað. Fundurinn með Merkel virðist ekki hafa bætt þar neitt úr. Í kosningabaráttunni gagnrýndi hann Evrópuríki ítrekað fyrir að veita ekki nægilega mikið fé til varnarmála. Bandaríkin verji mun meira fé og standi í raun að stórum hluta undir kostnaði við varnir Evrópulanda. Að loknum fundinum með Merkel á föstudag sagði hann: „Ég ítrekaði við Merkel kanslara bæði að ég styð NATO sterklega og að bandamenn okkar í NATO þurfi að greiða sanngjarnan hluta af kostnaðinum við varnarmál.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Ursula von der Layen, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þýskaland eða önnur Evrópuríki skuldi Bandaríkjunum og NATO stórfé fyrir varnir. „Það er enginn skuldareikningur í NATO,“ sagði hún. „Það er rangt að tengja tveggja prósenta markmiðið í útgjöldum til landvarna, sem við ætlum að ná um miðjan næsta áratug, eingöngu við NATO.“ Hún sagði varnarútgjöld einnig ná til friðargæslustarfs og baráttunnar gegn hryðjuverkum. Þarna var hún að svara Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur ítrekað sagt að evrópsku NATO-ríkin skuldi Bandaríkjunum. Það sé vegna þess að Bandaríkin verji miklu meira fé til varnarmála en þau. Á laugardaginn tók Ivo Daalder, fyrrverandi fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, í sama streng og sagði að Bandaríkjunum væri frjálst að verja eins miklu fé og þau vilja til varnarmála. Hann sagði að önnur NATO-ríki þurfi ekkert að greiða Bandaríkjunum fyrir það sem þau ákveða að verja til varnarmála: „Því miður, herra forseti, þannig virkar NATO ekki,“ sagði Daalder. Trump endurtók fullyrðingar sínar um skuldir Evrópuríkja við Bandaríkin í Twitter-færslum á föstudag, fljótlega eftir að hann hafði hitt Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Washington. „Þýskaland skuldar NATO og Bandaríkjunum stórfé fyrir þær öflugu og afar dýru varnir sem þau veita Þýskalandi,“ skrifaði Trump. Forseti Bandaríkjanna virðist samkvæmt þessu hafa afar takmarkaðan skilning á því hvernig fjármögnun Atlantshafsbandalagsins er háttað. Fundurinn með Merkel virðist ekki hafa bætt þar neitt úr. Í kosningabaráttunni gagnrýndi hann Evrópuríki ítrekað fyrir að veita ekki nægilega mikið fé til varnarmála. Bandaríkin verji mun meira fé og standi í raun að stórum hluta undir kostnaði við varnir Evrópulanda. Að loknum fundinum með Merkel á föstudag sagði hann: „Ég ítrekaði við Merkel kanslara bæði að ég styð NATO sterklega og að bandamenn okkar í NATO þurfi að greiða sanngjarnan hluta af kostnaðinum við varnarmál.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira