Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Megnið af verkefnunum sem tengjast Ólafi fara í gegnum félagið Festi sem stofnað var af honum árið 2012. Festir varð til þegar Festing, fasteignafélagi Ólafs, var skipt upp og voru helstu eignir Festingar færðar yfir til Festa. Rekja má hluta af þeim lóðum og fasteignum sem uppbygging Festis snýst um aftur til Olíufélagsins. Ólafur var um tíma stjórnarformaður félagsins áður en það var selt til Bílanausts árið 2006, en Festing var upphaflega stofnað utan um fasteignir Olíufélagsins árið 2003. Meðal þeirra verkefna sem félög Ólaf koma að eru uppbygging nýs hverfis við Elliðarárvog, hótel þar sem áður voru höfuðstöðvar Olíufélagsins við Suðurlandsbraut, sem og uppbygging íbúða og hótels á Tryggvagötureitnum en framkvæmdaraðilar þar rifu meðal annars Exeter-húsið svokallaða í leyfisleysi.Hluti Vogabyggðar. Gelgjutanga má sjá efst vinstra megin á myndinni.Mynd/ReykjavíkurborgKemur að uppbyggingu nýs hverfis við Elliðarárvog Festir undirritaði á dögunum samninga við Reykjavíkurborg um uppbyggingu 332 íbúða við Gelgjutanga. Byggingarreiturinn sem um ræðir er hluti af Vogabyggð, svæði sem afmarkast af Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi en í heildina er gert ráð fyrir að þar munu rísa 1.100 til 1.300 íbúðir. Eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári. Vogabyggð er skipt upp í fimm svæði og telst svæðið sem Festir mun hefja uppbyggingu á til Vogabyggðar 1. Samkvæmt þeim samningum sem undirritaðir voru er svæðinu skipt upp í fimm lóðir, Reykjavík fær tvær lóðir til ráðstöfunar en Festir þrjár. Reykjavík framselur aðra lóðina til Festa fyrir tæpar 326 milljónir króna en á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að verðið grundvallist á mati tveggja löggiltra fasteignasala.Sjá einnig:Reykjavík breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Þá mun Festir greiða innviðagjald til borgarinnar vegna uppbyggingar gatna og gangstétta, og leggja til fé til listaverka í opinberu rými á svæðinu. Auk þess skuldbindur félagið sig til þess að að minnsta kosti tuttugu prósent íbúða verði fyrir leigumarkað og að Félagsbústaður fái forkaupsrétt að fimm prósentum íbúða. Nokkur styr hefur staðið um samningana sem Reykjavíkurborg gerði við Festi vegna tengsla félagsins við Ólaf, ekki síst eftir að Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að sjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum árið 2003 og þar hafi Ólafur leikið lykilhlutverk.Frá undirskrift samninganna. Róbert Aron Róbertsson stjórnarmaður í Festi, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Heimir Sigurðsson stjórnarformaður í Festi ehf.Mynd/ReykjavíkurborgHefur borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson, sem undirritaði samningana fyrir hönd borgarstjórnar, staðið í ströngu við að verja ákvörðun borgarinnar um að semja við Festi. Segir hann að samningarnir sem gerðir voru Festi séu sambærilegir þeim sem öllum lóðahöfum á svæðinu sé boðið upp á og ekki sé hægt að meina einstaka lóðahöfum um slíka samninga né mismuna við útfærslu þeirra. Eitt verði yfir alla ganga.Þá segir Dagur að ef borgin geri ekki slíka samninga við uppbyggingaraðila myndu slíkir aðilar hagnast á uppbyggingu svæðisins en borgin sæti uppi með kostnað vegna nauðsynlegrar innviðauppbyggingar á svæðinu. Með samningunum sé einnig verið að tryggja framgang félagslegra markmiða aðalskipulags borgarinnar með því að minnst tuttugu prósent íbúðanna verði fyrir leigumarkað. Fram hefur komið í Fréttatímanum að heildarkostnaður við verkið sé um átta til tíu milljarðar króna en Festir á allar byggingarnar sem fyrir eru á Gelgjutanga. Verða þær rifnar til þess að rýma fyrir íbúðunum sem ráðgert er að reisa á svæðinu en gert er ráð fyrir fimm fjölbýlishúsum. Borgin mun einnig úthluta þeirri lóð sem eftir situr hjá borginni til leigufélags ASÍ og BSRB.Frá Olíufélaginu til Ólafs Gelgjutangi er smánes sem skagar út í Elliðaárvog í Kleppslandi til móts við Grafarvog. Rekja má eignarhald félags Ólafs á svæðinu til Olíufélagsins (ESSO) sem var þar lengi með starfsemi. Árið 2001 seldi Ólafur hlut í Samskipum til Olíufélagsins en eignaðist hlut í félaginu á móti. Nafni Olíufélagsins var breytt í Ker árið 2002 sem stofnað var utan um eignir Olíufélagsins. Ólafur og viðskiptafélagar hans stækkuðu smám saman hlut sinn í Keri sem endaði með að félag, sem meðal annars var í eigu Ólafs, eignaðist meirihluta í Keri sem skráð var af markaði í maí 2003.Síðar á árinu 2003 var ákveðið að færa fasteignir Olíufélagsins úr félaginu og yfir í félagið Festingu sem tók yfir bensínstöðvar, birgðastöðvar og skrifstofuhúsnæði Olíufélagsins. Árið 2006 var Olíufélagið hins vegar selt úr Keri ásamt þjónustustöðvum og flestum öðrum fasteignum í rekstri olíufélagsins. Höfuðstöðvar Olíufélagsins á Suðurlandsbraut 18 fylgdu þó ekki með í kaupunum ásamt „ýmsum fasteignum öðrum en bensínstöðvum og eignum tengdum olíudreifingunni,“ líkt og það var orðað í fréttum af málinu.Fyrirhuguð breyting á Suðurlandsbraut 18.Festir, það félag sem nú stendur að uppbyggingu í Vogabyggð, verður hins vegar ekki til fyrr en árið 2012 við uppskiptingu Festingar. Það félag hélt utan um umtalsvert magn fasteigna sem Ólafur á hér á landi. Festir er nú þinglýstur eigandi fasteignanna sem fyrir eru á svæðinu sem og lóðahafi og því ljóst að frá árinu 2001 hefur eignarhald á svæðinu sem um ræðir á Gelgjutanga færst frá Olíufélaginu til félaga í eigu Ólafs.Hótel þar sem höfuðstöðvar Olíufélagsins voru Festir kemur einnig að fyrirhugaðri byggingu hótels við Suðurlandsbraut 18, þar sem áður voru höfuðstöðvar Olíufélagsins. Á vef Festis segir að byggingin verði um fimm þúsund fermetrar og að herbergjafjöldi geti verið allt að 200. Núverandi byggingu verður breytt og bætt verður við viðbyggingu en skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag lóðarinnar. Skrifstofubyggingin var ein af þeim fasteignum sem færðist yfir til Festingar þegar allar fasteignir Olíufélagsins voru færðar þangað árið 2003. Líkt og áður sagði fylgdi byggingin þó ekki með í kaupunum þegar Olíufélagið var selt Bílanaust árið 2006. Eigandi byggingarinnar nú er Festir og byggingin virðist því í gegnum tíðina, líkt og svæðið við Gelgjutanga, hafa færst frá Olíufélaginu yfir til félaga í eigu Ólafs. Kemur að uppbyggingu á Naustareit Festir stendur einnig að uppbyggingu á reit við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur en reiturinn er stundum nefndur Naustareitur. Vinna stendur þar yfir en framkvæmdirnar vöktu mikla athygli á síðasta ári þegar Mannverk, samstarfsaðili Festis við uppbygginguna, reif Exeter-húsið svokallaða í leyfisleysi. Mannverk hefur sagt að það hafi verið gert í gáleysi. Málið var kært til lögreglu sem rannsakar nú niðurrifið.Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904.Vísir/Anton BrinkMannverk hefur heitið því að endurbyggja húsið nákvæmlega samkvæmt leiðbeiningum og skilmálum frá Minjastofnun. Á vef framkvæmdanna má sjá myndir af fyrirhuguðum byggingum á reitnum. Þar segir að hlutverk nýrra bygginga verði í takt við gamla tíma. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum, skrifstofum og hóteli á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæðum. Eins og áður segir standa framkvæmdir yfir og gert er ráð fyrir að þeim ljúki á næsta ári.Milljarðakaup við Ánanaust Ólafur er einn þeirra sem koma að umfangsmiklum kaupum á lóðum og fasteignum við í vesturbæ Reykjavíkur á reit sem nefnist Héðinsreitur. Morgunblaðið greindi frá málinu fyrir skömmu og var þar hermt að kaupin hafi kostað milljarði króna. 275 íbúðir rúmast á Héðinsreitnum samkvæmt kynningarefni Reykjavíkurborgar frá því í fyrra. Hugmynd fjárfestanna snýr meðal annars að því að reisa hótel, hvort á sínum hluta Héðinsreitsins en bygging hótela í og við miðbæinn hefur verið fyrirferðamikil undanfarin misseri. Tveir aðskildir hópar koma þó að kaupunum og er Ólafur tengdur öðrum hópnum. Ólafur sneri aftur til starfa í apríl í fyrra eftir að hafa setið af sér fyrsta árið af fjórum og hálfum á Kvíabryggju. Síðan hefur afplánun haldið áfram á Vernd. Dómstólar hafa nú til meðferðar kröfu hans um að Al-Thani málið verði tekið aftur upp en endurupptökunefnd hefur þegar hafnað beiðni Ólafs. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Augljóst mynstur í fléttum Ólafs að sögn Björns Jóns Málefni Hauck & Aufhäuser minna um margt á fjárfestingu Bruno Bischoff í Samskipum. 31. mars 2017 06:00 Ólafur Ólafsson: Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. 29. mars 2017 17:22 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf
Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Megnið af verkefnunum sem tengjast Ólafi fara í gegnum félagið Festi sem stofnað var af honum árið 2012. Festir varð til þegar Festing, fasteignafélagi Ólafs, var skipt upp og voru helstu eignir Festingar færðar yfir til Festa. Rekja má hluta af þeim lóðum og fasteignum sem uppbygging Festis snýst um aftur til Olíufélagsins. Ólafur var um tíma stjórnarformaður félagsins áður en það var selt til Bílanausts árið 2006, en Festing var upphaflega stofnað utan um fasteignir Olíufélagsins árið 2003. Meðal þeirra verkefna sem félög Ólaf koma að eru uppbygging nýs hverfis við Elliðarárvog, hótel þar sem áður voru höfuðstöðvar Olíufélagsins við Suðurlandsbraut, sem og uppbygging íbúða og hótels á Tryggvagötureitnum en framkvæmdaraðilar þar rifu meðal annars Exeter-húsið svokallaða í leyfisleysi.Hluti Vogabyggðar. Gelgjutanga má sjá efst vinstra megin á myndinni.Mynd/ReykjavíkurborgKemur að uppbyggingu nýs hverfis við Elliðarárvog Festir undirritaði á dögunum samninga við Reykjavíkurborg um uppbyggingu 332 íbúða við Gelgjutanga. Byggingarreiturinn sem um ræðir er hluti af Vogabyggð, svæði sem afmarkast af Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi en í heildina er gert ráð fyrir að þar munu rísa 1.100 til 1.300 íbúðir. Eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári. Vogabyggð er skipt upp í fimm svæði og telst svæðið sem Festir mun hefja uppbyggingu á til Vogabyggðar 1. Samkvæmt þeim samningum sem undirritaðir voru er svæðinu skipt upp í fimm lóðir, Reykjavík fær tvær lóðir til ráðstöfunar en Festir þrjár. Reykjavík framselur aðra lóðina til Festa fyrir tæpar 326 milljónir króna en á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að verðið grundvallist á mati tveggja löggiltra fasteignasala.Sjá einnig:Reykjavík breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Þá mun Festir greiða innviðagjald til borgarinnar vegna uppbyggingar gatna og gangstétta, og leggja til fé til listaverka í opinberu rými á svæðinu. Auk þess skuldbindur félagið sig til þess að að minnsta kosti tuttugu prósent íbúða verði fyrir leigumarkað og að Félagsbústaður fái forkaupsrétt að fimm prósentum íbúða. Nokkur styr hefur staðið um samningana sem Reykjavíkurborg gerði við Festi vegna tengsla félagsins við Ólaf, ekki síst eftir að Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að sjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum árið 2003 og þar hafi Ólafur leikið lykilhlutverk.Frá undirskrift samninganna. Róbert Aron Róbertsson stjórnarmaður í Festi, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Heimir Sigurðsson stjórnarformaður í Festi ehf.Mynd/ReykjavíkurborgHefur borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson, sem undirritaði samningana fyrir hönd borgarstjórnar, staðið í ströngu við að verja ákvörðun borgarinnar um að semja við Festi. Segir hann að samningarnir sem gerðir voru Festi séu sambærilegir þeim sem öllum lóðahöfum á svæðinu sé boðið upp á og ekki sé hægt að meina einstaka lóðahöfum um slíka samninga né mismuna við útfærslu þeirra. Eitt verði yfir alla ganga.Þá segir Dagur að ef borgin geri ekki slíka samninga við uppbyggingaraðila myndu slíkir aðilar hagnast á uppbyggingu svæðisins en borgin sæti uppi með kostnað vegna nauðsynlegrar innviðauppbyggingar á svæðinu. Með samningunum sé einnig verið að tryggja framgang félagslegra markmiða aðalskipulags borgarinnar með því að minnst tuttugu prósent íbúðanna verði fyrir leigumarkað. Fram hefur komið í Fréttatímanum að heildarkostnaður við verkið sé um átta til tíu milljarðar króna en Festir á allar byggingarnar sem fyrir eru á Gelgjutanga. Verða þær rifnar til þess að rýma fyrir íbúðunum sem ráðgert er að reisa á svæðinu en gert er ráð fyrir fimm fjölbýlishúsum. Borgin mun einnig úthluta þeirri lóð sem eftir situr hjá borginni til leigufélags ASÍ og BSRB.Frá Olíufélaginu til Ólafs Gelgjutangi er smánes sem skagar út í Elliðaárvog í Kleppslandi til móts við Grafarvog. Rekja má eignarhald félags Ólafs á svæðinu til Olíufélagsins (ESSO) sem var þar lengi með starfsemi. Árið 2001 seldi Ólafur hlut í Samskipum til Olíufélagsins en eignaðist hlut í félaginu á móti. Nafni Olíufélagsins var breytt í Ker árið 2002 sem stofnað var utan um eignir Olíufélagsins. Ólafur og viðskiptafélagar hans stækkuðu smám saman hlut sinn í Keri sem endaði með að félag, sem meðal annars var í eigu Ólafs, eignaðist meirihluta í Keri sem skráð var af markaði í maí 2003.Síðar á árinu 2003 var ákveðið að færa fasteignir Olíufélagsins úr félaginu og yfir í félagið Festingu sem tók yfir bensínstöðvar, birgðastöðvar og skrifstofuhúsnæði Olíufélagsins. Árið 2006 var Olíufélagið hins vegar selt úr Keri ásamt þjónustustöðvum og flestum öðrum fasteignum í rekstri olíufélagsins. Höfuðstöðvar Olíufélagsins á Suðurlandsbraut 18 fylgdu þó ekki með í kaupunum ásamt „ýmsum fasteignum öðrum en bensínstöðvum og eignum tengdum olíudreifingunni,“ líkt og það var orðað í fréttum af málinu.Fyrirhuguð breyting á Suðurlandsbraut 18.Festir, það félag sem nú stendur að uppbyggingu í Vogabyggð, verður hins vegar ekki til fyrr en árið 2012 við uppskiptingu Festingar. Það félag hélt utan um umtalsvert magn fasteigna sem Ólafur á hér á landi. Festir er nú þinglýstur eigandi fasteignanna sem fyrir eru á svæðinu sem og lóðahafi og því ljóst að frá árinu 2001 hefur eignarhald á svæðinu sem um ræðir á Gelgjutanga færst frá Olíufélaginu til félaga í eigu Ólafs.Hótel þar sem höfuðstöðvar Olíufélagsins voru Festir kemur einnig að fyrirhugaðri byggingu hótels við Suðurlandsbraut 18, þar sem áður voru höfuðstöðvar Olíufélagsins. Á vef Festis segir að byggingin verði um fimm þúsund fermetrar og að herbergjafjöldi geti verið allt að 200. Núverandi byggingu verður breytt og bætt verður við viðbyggingu en skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag lóðarinnar. Skrifstofubyggingin var ein af þeim fasteignum sem færðist yfir til Festingar þegar allar fasteignir Olíufélagsins voru færðar þangað árið 2003. Líkt og áður sagði fylgdi byggingin þó ekki með í kaupunum þegar Olíufélagið var selt Bílanaust árið 2006. Eigandi byggingarinnar nú er Festir og byggingin virðist því í gegnum tíðina, líkt og svæðið við Gelgjutanga, hafa færst frá Olíufélaginu yfir til félaga í eigu Ólafs. Kemur að uppbyggingu á Naustareit Festir stendur einnig að uppbyggingu á reit við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur en reiturinn er stundum nefndur Naustareitur. Vinna stendur þar yfir en framkvæmdirnar vöktu mikla athygli á síðasta ári þegar Mannverk, samstarfsaðili Festis við uppbygginguna, reif Exeter-húsið svokallaða í leyfisleysi. Mannverk hefur sagt að það hafi verið gert í gáleysi. Málið var kært til lögreglu sem rannsakar nú niðurrifið.Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904.Vísir/Anton BrinkMannverk hefur heitið því að endurbyggja húsið nákvæmlega samkvæmt leiðbeiningum og skilmálum frá Minjastofnun. Á vef framkvæmdanna má sjá myndir af fyrirhuguðum byggingum á reitnum. Þar segir að hlutverk nýrra bygginga verði í takt við gamla tíma. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum, skrifstofum og hóteli á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæðum. Eins og áður segir standa framkvæmdir yfir og gert er ráð fyrir að þeim ljúki á næsta ári.Milljarðakaup við Ánanaust Ólafur er einn þeirra sem koma að umfangsmiklum kaupum á lóðum og fasteignum við í vesturbæ Reykjavíkur á reit sem nefnist Héðinsreitur. Morgunblaðið greindi frá málinu fyrir skömmu og var þar hermt að kaupin hafi kostað milljarði króna. 275 íbúðir rúmast á Héðinsreitnum samkvæmt kynningarefni Reykjavíkurborgar frá því í fyrra. Hugmynd fjárfestanna snýr meðal annars að því að reisa hótel, hvort á sínum hluta Héðinsreitsins en bygging hótela í og við miðbæinn hefur verið fyrirferðamikil undanfarin misseri. Tveir aðskildir hópar koma þó að kaupunum og er Ólafur tengdur öðrum hópnum. Ólafur sneri aftur til starfa í apríl í fyrra eftir að hafa setið af sér fyrsta árið af fjórum og hálfum á Kvíabryggju. Síðan hefur afplánun haldið áfram á Vernd. Dómstólar hafa nú til meðferðar kröfu hans um að Al-Thani málið verði tekið aftur upp en endurupptökunefnd hefur þegar hafnað beiðni Ólafs.
Augljóst mynstur í fléttum Ólafs að sögn Björns Jóns Málefni Hauck & Aufhäuser minna um margt á fjárfestingu Bruno Bischoff í Samskipum. 31. mars 2017 06:00
Ólafur Ólafsson: Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. 29. mars 2017 17:22
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56