Innlent

Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Maður með veipu.
Maður með veipu. Nordicphotos/Getty
Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. Er frumvarpið frábrugðið þeim drögum að frumvarpi um rafrettur, eða veipur, sem heilbrigðisráðuneytið hefur birt.

 „Frumvarp þetta er svar við illa unnu og skaðlegu frumvarpi heilbrigðisráðherra,“ segir í greinargerð með frumvarpinu.

Í frumvarpi Píratanna er ekki kveðið á um hámarksstærð flaskna fyrir vökva sem má selja. Til samanburðar má finna slíkt hámark í væntanlegu frumvarpi heilbrigðisráðherra, tíu millilítra.

Aukinheldur yrði stærð rafrettutanka takmörkuð við 15,2 millilítra í stað tveggja líkt og heilbrigðisráðherra leggur til.

Þá er ákvæði í hinu nýja frumvarpi um að einstaklingar megi flytja inn allt að 1,2 lítra af vökva með nikótíni á mánuði í stað 100 millilítra líkt og núgildandi reglur kveða á um.


Tengdar fréttir

FA gagnrýnir rafrettufrumvarp

"Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“

Í stríð gegn sígarettum

Allar verslanir með veipur, eða rafrettur, á Íslandi hyggjast bjóða reykingafólki upp á afslátt í marsmánuði í því skyni að fá reykingafólk til þess að skipta sígarettum út fyrir veipur. Er þetta liður í átaki sem nefnist Veipum til lífs og heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×