Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. mars 2017 21:26 Grímur Sæmundsson á fundinum í dag. Vísir/Eyþór Ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar, en breytingin á að taka gildi í júlí á næsta ári. Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með þessa tillögu og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. Á fundinum var samþykkt harðorð ályktun þar sem fundarmenn mótmæltu harðlega þessum skattahækkunum ríkisstjórnarinnar. Í henni segir meðal annars að mikil gengisstyrking og kostnaðarhækkanir stefni nú þegar afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu í mikla hættu. „Ferðaþjónustan er grunnstoð í íslensku atvinnulífi og með óyfirveguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er vegið að framtíðarmöguleikum greinarinnar og íslensku efnahagslífi,“ segir í ályktuninni. Um klukkan sex fóru forystumenn samtakanna á fund fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra í fjármálaráðuneytinu. „Þetta er ekki í neinu samráði við greinina, það er ekkert samráð við okkur haft. Þessu er skellt fram í tengslum við ríkisfjármálaáætlun sem á að leggja fram á morgun. Það er ljóst að álögur á greinina munu aukast um 16 til 20 milljarða á ári, 2019 þegar þessar breytingar eru að fullu komnar til framkvæmda. Og ég spyr bara hvaða atvinnugrein á að standa undir slíkum auknum álögum,“ segir Grímur Sæmundsson, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.Þið hafið verið að funda með fjármálaráðherra, hefur hann sýnt þessum kröfum ykkar skilning? „Við vorum hér á fundi með fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra. Þar sem við gagnrýndum þetta samráðsleysi og að það sé opnað á að það sé reynt að vinna í þessum málum í samvinnu við greinina eins og við höfum horft til að gert væri. Þess vegna vorum við að setja á stofn stjórnstöð ferðamála á sínum tíma til að þróa nýja starfshætti milli stjórnvalda og atvinnulífsins og okkur finnst þetta ekki vera í samræmi við þau áform.“Viljið þið fá meiri frest áður en þessi skattur verður lagður á, eða viljið þið bara alls ekki að hann verði hækkaður? „Númer eitt væri að það væri gerð einhver greining á áhrifum þessara áforma á greinina. Það liggur engin greining fyrir að hálfu fjármálaráðherra eða ferðamálaráðherra á því hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtæki í greininni. Það liggur alveg fyrir að við erum að horfa til þess að það verður engin fjárfesting á landsbyggðinni, menn fara ekki í fjárfestingar þar. Gististaðirnir, það eru enn skekktari samkeppnisstaða heldur en nú er vegna leyfislausrar starfsemi og lítil og minni fyrirtæki þau munu fara mjög halloka í þessu.Ályktun samtakanna í heild sinni:Reiðarslag fyrir ferðaþjónustuVerði virðisaukaskattur á ferðaþjónustu tvöfaldaður eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa boðað mun það hafa í för með sér grafalvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtæki og starfsfólk í ferðaþjónustu um land allt.Afleiðingarnar verða alvarlegastar fyrir landsbyggðina sem á nú þegar undir högg að sækja þegar kemur að ferðaþjónustu.Mikil gengisstyrking og kostnaðarhækkanir stefna nú þegar afkomu fyrirtækja í greininni í mikla hættu. Með boðuðum skattahækkunum ríkisstjórnarinnar versnar samkeppnishæfni Íslands til mikilla muna.Ferðaþjónustan er grunnstoð í íslensku atvinnulífi og með óyfirveguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er vegið að framtíðarmöguleikum greinarinnar og íslensku efnahagslífi.Ferðaþjónusta er í eðli sínu alþjóðleg atvinnugrein. Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki starfa því á alþjóðlegum markaði og í samkeppni við erlenda áfangastaði þar sem ferðaþjónustan er almennt í lægri þrepum virðisaukaskattskerfisins. Það hefur sýnt sig að þau lönd sem eru t.a.m. með gististaði í efri skattþrepum hafa lotið í lægra haldi í samkeppni við aðra áfangastaði. Tillögur um hækkun á virðisaukaskatti vega þannig alvarlega að samkeppnishæfni Íslands.Þá lýsa Samtök ferðaþjónustunnar yfir miklum vonbrigðum með samráðsleysi stjórnvalda þegar kemur að eins umfangsmiklum breytingum og fyrirhugaðar hækkanir eru.Fjölmennur félagsfundur Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á ríkisstjórnina að láta af áformum um hækkun virðisaukaskatts á íslenska ferðaþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar, en breytingin á að taka gildi í júlí á næsta ári. Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með þessa tillögu og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. Á fundinum var samþykkt harðorð ályktun þar sem fundarmenn mótmæltu harðlega þessum skattahækkunum ríkisstjórnarinnar. Í henni segir meðal annars að mikil gengisstyrking og kostnaðarhækkanir stefni nú þegar afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu í mikla hættu. „Ferðaþjónustan er grunnstoð í íslensku atvinnulífi og með óyfirveguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er vegið að framtíðarmöguleikum greinarinnar og íslensku efnahagslífi,“ segir í ályktuninni. Um klukkan sex fóru forystumenn samtakanna á fund fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra í fjármálaráðuneytinu. „Þetta er ekki í neinu samráði við greinina, það er ekkert samráð við okkur haft. Þessu er skellt fram í tengslum við ríkisfjármálaáætlun sem á að leggja fram á morgun. Það er ljóst að álögur á greinina munu aukast um 16 til 20 milljarða á ári, 2019 þegar þessar breytingar eru að fullu komnar til framkvæmda. Og ég spyr bara hvaða atvinnugrein á að standa undir slíkum auknum álögum,“ segir Grímur Sæmundsson, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.Þið hafið verið að funda með fjármálaráðherra, hefur hann sýnt þessum kröfum ykkar skilning? „Við vorum hér á fundi með fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra. Þar sem við gagnrýndum þetta samráðsleysi og að það sé opnað á að það sé reynt að vinna í þessum málum í samvinnu við greinina eins og við höfum horft til að gert væri. Þess vegna vorum við að setja á stofn stjórnstöð ferðamála á sínum tíma til að þróa nýja starfshætti milli stjórnvalda og atvinnulífsins og okkur finnst þetta ekki vera í samræmi við þau áform.“Viljið þið fá meiri frest áður en þessi skattur verður lagður á, eða viljið þið bara alls ekki að hann verði hækkaður? „Númer eitt væri að það væri gerð einhver greining á áhrifum þessara áforma á greinina. Það liggur engin greining fyrir að hálfu fjármálaráðherra eða ferðamálaráðherra á því hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtæki í greininni. Það liggur alveg fyrir að við erum að horfa til þess að það verður engin fjárfesting á landsbyggðinni, menn fara ekki í fjárfestingar þar. Gististaðirnir, það eru enn skekktari samkeppnisstaða heldur en nú er vegna leyfislausrar starfsemi og lítil og minni fyrirtæki þau munu fara mjög halloka í þessu.Ályktun samtakanna í heild sinni:Reiðarslag fyrir ferðaþjónustuVerði virðisaukaskattur á ferðaþjónustu tvöfaldaður eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa boðað mun það hafa í för með sér grafalvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtæki og starfsfólk í ferðaþjónustu um land allt.Afleiðingarnar verða alvarlegastar fyrir landsbyggðina sem á nú þegar undir högg að sækja þegar kemur að ferðaþjónustu.Mikil gengisstyrking og kostnaðarhækkanir stefna nú þegar afkomu fyrirtækja í greininni í mikla hættu. Með boðuðum skattahækkunum ríkisstjórnarinnar versnar samkeppnishæfni Íslands til mikilla muna.Ferðaþjónustan er grunnstoð í íslensku atvinnulífi og með óyfirveguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er vegið að framtíðarmöguleikum greinarinnar og íslensku efnahagslífi.Ferðaþjónusta er í eðli sínu alþjóðleg atvinnugrein. Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki starfa því á alþjóðlegum markaði og í samkeppni við erlenda áfangastaði þar sem ferðaþjónustan er almennt í lægri þrepum virðisaukaskattskerfisins. Það hefur sýnt sig að þau lönd sem eru t.a.m. með gististaði í efri skattþrepum hafa lotið í lægra haldi í samkeppni við aðra áfangastaði. Tillögur um hækkun á virðisaukaskatti vega þannig alvarlega að samkeppnishæfni Íslands.Þá lýsa Samtök ferðaþjónustunnar yfir miklum vonbrigðum með samráðsleysi stjórnvalda þegar kemur að eins umfangsmiklum breytingum og fyrirhugaðar hækkanir eru.Fjölmennur félagsfundur Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á ríkisstjórnina að láta af áformum um hækkun virðisaukaskatts á íslenska ferðaþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira