Viðskipti innlent

Þýska FME var ósamvinnuþýtt

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þar sem skýrslan var kynnt í gær.
Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þar sem skýrslan var kynnt í gær. vísir/vilhelm
„Auðvitað starfa stofnanir eftir ákveðnum lagaheimildum og maður hefur fullan skilning á því að þýska fjármálaeftirlitið getur ekki afhent okkur gögn ef það hefur ekki heimild til þess. En það eru engu að síður vonbrigði að það geti ekki liðsinnt okkur,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rann­sóknar­nefndar Alþingis, en þýska fjármálaeftirlitið var ósamvinnuþýtt við rannsóknarnefndina.

„Þeir gáfu þá skýringar að vegna ákvæða um þagnarskyldu gætu þeir einungis greint FME hér á landi frá atriðum sem vörðuðu við fjármálaeftirlit,“ segir Kjartan og bætir við að þetta breytti engu fyrir niðurstöðu nefndarinnar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×