Erlent

Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fjöldi fólks safnaðist saman á Sergelstorgi.
Fjöldi fólks safnaðist saman á Sergelstorgi. Vísir/AFP
Mikill mannfjöldi hittist á samstöðufundi gegn hryðjuverkum í Stokkhólmi fyrr í dag. Dagens Nyheter greinir frá. 

Þúsundir manna söfnuðust saman á Sergelstorgi í miðborg Stokkhólms og minntust fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar sem framin var á föstudag. Fjórir létust í árásinni, tveir Svíar, einn Breti og einn Belgi.

 

Minningarathöfnin hófst klukkan 14 að sænskum tíma.Vísir/AFP
Blóm voru lögð á jörðina fyrir utan Åhlens verslunina til minningar um þá sem létust.

Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×