Segir að fjöldi ferðamanna muni að óbreyttu þrefaldast fram til 2030 Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 13:02 Óskar Jósefsson er framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála. Vísir/anton Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að óbreyttu muni fjöldi ferðamanna hér á landi þrefaldast á næstu þrettán árum og vera kominn upp í fimm til sex milljónir í lok næsta áratugar. Hann segir nauðsynlegt að grípa sem fyrst til ráðstafana til að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki ósjálfbær. Síðasta ár var mettár í komu erlendra ferðamanna hingað til lands og spáð er þrjátíu prósenta vexti á þessu ári. Búist er við því að fjöldinn fari upp fyrir tvær milljónir í ár og verði kominn upp í fjórar milljónir árið 2020. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir að ferðaþjónustan sé komin að mörkum þess að teljast sjálfbær. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. „Vöxturinn hefur náttúrulega verið langt umfram það sem væntingar manna gengu til um og ég held að við séum komin í dag á þann stað að við þurfum að velta fyrir okkur hvort þetta sé sjálfbær vöxtur. Það skiptir atvinnugreinina og þjóðfélagið máli að vöxturinn sé sjálfbær þannig að það verði ekki þannig einn daginn að hér standi ónýtar fjárfestingar og fólk sem ekki hefur vinnu við að veita þjónustu til ferðamanna.“Þarf að meta getu samfélagsins Óskar segir nauðsynlegt að meta getu samfélagsins til taka á þessum vexti. Bæði til að tryggja öryggi ferðamanna sem og þjónustu við þá. „Ég lék mér nú að þessum tölum og tók meðaltalsvöxt greinarinnar, keyrði vöxtinn niður á næstu þremur, fjórum árum í meðaltal greinarinnar á alþjóðavísu. Ef þú framreiknar það til 2030 þá erum við með milli fimm og sex milljónir ferðamanna,“ segir Óskar. Hann segir að þessi vöxtur kalli á gríðarlega aukningu á vinnuafli og það geti haft áhrif á meðal annars húsnæðismarkaðinn. „Við erum að byggja mikið á innfluttu vinnuafli og þá kemur þrýstingur á húsnæðismarkaðinn til viðbótar við þann þrýsti sem er á honum í dag. Því til viðbótar fer alltaf hluti af húsnæði í þessa AirBnb-leigu. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta er ekki fær leið. Við stöndum svolítið frammi fyrir því núna að þurfa að leggja mat á það hvað við treystum okkur til að taka á móti mörgum ferðamönnum þannig að við getum tryggt að þeir séu hér í öruggu umhverfi og fari hamingjusamir heim,“ segir Óskar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að óbreyttu muni fjöldi ferðamanna hér á landi þrefaldast á næstu þrettán árum og vera kominn upp í fimm til sex milljónir í lok næsta áratugar. Hann segir nauðsynlegt að grípa sem fyrst til ráðstafana til að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki ósjálfbær. Síðasta ár var mettár í komu erlendra ferðamanna hingað til lands og spáð er þrjátíu prósenta vexti á þessu ári. Búist er við því að fjöldinn fari upp fyrir tvær milljónir í ár og verði kominn upp í fjórar milljónir árið 2020. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir að ferðaþjónustan sé komin að mörkum þess að teljast sjálfbær. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. „Vöxturinn hefur náttúrulega verið langt umfram það sem væntingar manna gengu til um og ég held að við séum komin í dag á þann stað að við þurfum að velta fyrir okkur hvort þetta sé sjálfbær vöxtur. Það skiptir atvinnugreinina og þjóðfélagið máli að vöxturinn sé sjálfbær þannig að það verði ekki þannig einn daginn að hér standi ónýtar fjárfestingar og fólk sem ekki hefur vinnu við að veita þjónustu til ferðamanna.“Þarf að meta getu samfélagsins Óskar segir nauðsynlegt að meta getu samfélagsins til taka á þessum vexti. Bæði til að tryggja öryggi ferðamanna sem og þjónustu við þá. „Ég lék mér nú að þessum tölum og tók meðaltalsvöxt greinarinnar, keyrði vöxtinn niður á næstu þremur, fjórum árum í meðaltal greinarinnar á alþjóðavísu. Ef þú framreiknar það til 2030 þá erum við með milli fimm og sex milljónir ferðamanna,“ segir Óskar. Hann segir að þessi vöxtur kalli á gríðarlega aukningu á vinnuafli og það geti haft áhrif á meðal annars húsnæðismarkaðinn. „Við erum að byggja mikið á innfluttu vinnuafli og þá kemur þrýstingur á húsnæðismarkaðinn til viðbótar við þann þrýsti sem er á honum í dag. Því til viðbótar fer alltaf hluti af húsnæði í þessa AirBnb-leigu. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta er ekki fær leið. Við stöndum svolítið frammi fyrir því núna að þurfa að leggja mat á það hvað við treystum okkur til að taka á móti mörgum ferðamönnum þannig að við getum tryggt að þeir séu hér í öruggu umhverfi og fari hamingjusamir heim,“ segir Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira