Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2017 09:00 Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfællinga í Grundarfirði hafi leitt til þess að ungt fólk snúi aftur heim að loknu háskólanámi. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Í sjávarbyggðunum á utanverðu Snæfellsnesi eru meðaltekjur á íbúa með þeim hæstu á landinu. Samt hefur gengið illa að halda í unga fólkið. Þannig hafa foreldrar séð vandann: „Eins og við, - eigum þrjú börn, - og þegar þau fara í skóla í burtu þá koma þau ekki aftur. Það er vandinn í samfélaginu,“ segir Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf. En nú sjást merki þess að þetta sé að breytast. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, segir að stofnun framhaldsskóla í Grundarfirði árið 2004 hafi valdið straumhvörfum. Snæfellingar sameinuðust um fjölbrautaskóla í Grundarfirði.vísir/vilhelm„Fram að þeim tíma var svona 40 prósent af okkar fólki sem kláraði stúdentspróf. Annars staðar á landinu var þetta í kringum 85 prósent. Í dag erum við búin að ná þessari tölu, 85 prósent. Síðan fer þetta fólk í háskólanám og kemur síðan heim. Það er stærsta byltingin núna. Við erum að fá vel menntað fólk, sem náði því að vera aðeins lengur heima og er með ennþá sterkari rætur við samfélagið. Það er núna að koma heim, er að kaupa sér hús, og er að fá atvinnu,“ segir bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Ásókn í íbúðarhúsnæði hefur aukist. „Það er vöntun á húsnæði hér í Ólafsvík. Það vantar hús. Það vantar minni íbúðir fyrir unga fólkið. Það hefur verið óhemju sala að undanförnu,“ segir Kristín í Valafelli.Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„En svo vantar fjölbreyttari vinnu, sérstaklega fyrir konur sem vilja vinna eitthvað annað og eru að mennta sig í einhverju öðru,“ segir Kristín en sjálf rekur hún fiskverkun og útgerð. Hún segir muna verulega um störf hjá ríkisstofnunum. „Við myndum alveg gjarnan vilja fá meira af ríkisstofnunum til okkar. Það er frekar verið að draga úr því en hitt. Það var til dæmis verið að loka skrifstofunni hjá sýslumanninum, - færa hana út á bæjarskrifstofuna,“ segir Kristín og segir hvert einasta starf skipta máli. Bæjarstjórinn sér samt jákvæða þróun. „Ég er alveg rosalega ánægður með að sjá allt þetta unga fólk sem er að koma heim til baka. Og ég þakka það okkar ágæta framhaldsskóla sem við stofnuðum 2004,“ segir Kristinn Jónasson. Fjallað verður um Snæfellsbæ í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum. Grundarfjörður Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfællinga í Grundarfirði hafi leitt til þess að ungt fólk snúi aftur heim að loknu háskólanámi. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Í sjávarbyggðunum á utanverðu Snæfellsnesi eru meðaltekjur á íbúa með þeim hæstu á landinu. Samt hefur gengið illa að halda í unga fólkið. Þannig hafa foreldrar séð vandann: „Eins og við, - eigum þrjú börn, - og þegar þau fara í skóla í burtu þá koma þau ekki aftur. Það er vandinn í samfélaginu,“ segir Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf. En nú sjást merki þess að þetta sé að breytast. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, segir að stofnun framhaldsskóla í Grundarfirði árið 2004 hafi valdið straumhvörfum. Snæfellingar sameinuðust um fjölbrautaskóla í Grundarfirði.vísir/vilhelm„Fram að þeim tíma var svona 40 prósent af okkar fólki sem kláraði stúdentspróf. Annars staðar á landinu var þetta í kringum 85 prósent. Í dag erum við búin að ná þessari tölu, 85 prósent. Síðan fer þetta fólk í háskólanám og kemur síðan heim. Það er stærsta byltingin núna. Við erum að fá vel menntað fólk, sem náði því að vera aðeins lengur heima og er með ennþá sterkari rætur við samfélagið. Það er núna að koma heim, er að kaupa sér hús, og er að fá atvinnu,“ segir bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Ásókn í íbúðarhúsnæði hefur aukist. „Það er vöntun á húsnæði hér í Ólafsvík. Það vantar hús. Það vantar minni íbúðir fyrir unga fólkið. Það hefur verið óhemju sala að undanförnu,“ segir Kristín í Valafelli.Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„En svo vantar fjölbreyttari vinnu, sérstaklega fyrir konur sem vilja vinna eitthvað annað og eru að mennta sig í einhverju öðru,“ segir Kristín en sjálf rekur hún fiskverkun og útgerð. Hún segir muna verulega um störf hjá ríkisstofnunum. „Við myndum alveg gjarnan vilja fá meira af ríkisstofnunum til okkar. Það er frekar verið að draga úr því en hitt. Það var til dæmis verið að loka skrifstofunni hjá sýslumanninum, - færa hana út á bæjarskrifstofuna,“ segir Kristín og segir hvert einasta starf skipta máli. Bæjarstjórinn sér samt jákvæða þróun. „Ég er alveg rosalega ánægður með að sjá allt þetta unga fólk sem er að koma heim til baka. Og ég þakka það okkar ágæta framhaldsskóla sem við stofnuðum 2004,“ segir Kristinn Jónasson. Fjallað verður um Snæfellsbæ í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum.
Grundarfjörður Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30
Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30