Óttuðust um líf sitt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. apríl 2017 19:30 Þrjár íslenskar konur sem urðu vitni að árásinni í Stokkhólmi segja mikla skelfingu og ringlulreið hafa gripið um sig eftir hana. Þær segjast sjálfar hafa óttast um líf sitt. Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks rétt fyrir klukkan þrjú að sænskum tíma. „Það tók sig upp mikil skelfing. Fólk byrjaði að hlaupa frá miðbænum og í allar áttir. Ég þekki ekki vel til Stokkhólms og var bara búin að vera þar í nokkrar klukkustundir. Ég hleyp bara af stað með barnið, gríp bara í hana og hleyp en vissi í rauninni ekki hvert ég var að fara,“ segir Helga. Hún segir óraunverulegt að upplifa árás af þessu tagi. „Það var engin leið til að bregðast rétt við þarna. Þetta er eitthvað sem manni finnst nógu skelfilegt að fylgjast með í fréttum, það kemur nógu mikið við mann þannig, en hvað þá að hafa verið svona nálægt þessu. Það er bara skelfilegt.“Héldu að þeirra stund væri kominHelena Reynisdóttir var ásamt vinkonu sinni Birnu Hrönn Gunnlaugsdóttur stödd í verslun á Drottningargötu þegar árásin átti sér stað. „Við erum bara að skoða föt og erum að fara að labba út þegar vindurinn kemur á móti okkur, og öskur og læti. Við sjáum bara bílinn keyra framhjá okkur, fyrir framan nefið á okkur, bláan risastóran trukk,“ útskýra þær. „Það hlaupa allir inn í búðina sem við erum í. Allir eru bara stjarfir og vita ekkert hvernig þeir eiga að höndla þetta. Það voru þarna konur að setja börnin sín inn í skápa, þetta var bara sturlun. En í brjálæðinu þá hlupum við tvær út til að reyna að komast frá bænum. Við bara hlupum og hlupum. Ég hef bara aldrei hlaupið svona á ævinni,“ segir Helena. Þær segjast hafa orðið mjög óttaslegnar í þessum aðstæðum. „Ég hélt bara að mín stund væri komin. Ég hef aldrei óttast jafn mikið um líf mitt og þarna,“ segir Birna. Hryðjuverk í Stokkhólmi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Þrjár íslenskar konur sem urðu vitni að árásinni í Stokkhólmi segja mikla skelfingu og ringlulreið hafa gripið um sig eftir hana. Þær segjast sjálfar hafa óttast um líf sitt. Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks rétt fyrir klukkan þrjú að sænskum tíma. „Það tók sig upp mikil skelfing. Fólk byrjaði að hlaupa frá miðbænum og í allar áttir. Ég þekki ekki vel til Stokkhólms og var bara búin að vera þar í nokkrar klukkustundir. Ég hleyp bara af stað með barnið, gríp bara í hana og hleyp en vissi í rauninni ekki hvert ég var að fara,“ segir Helga. Hún segir óraunverulegt að upplifa árás af þessu tagi. „Það var engin leið til að bregðast rétt við þarna. Þetta er eitthvað sem manni finnst nógu skelfilegt að fylgjast með í fréttum, það kemur nógu mikið við mann þannig, en hvað þá að hafa verið svona nálægt þessu. Það er bara skelfilegt.“Héldu að þeirra stund væri kominHelena Reynisdóttir var ásamt vinkonu sinni Birnu Hrönn Gunnlaugsdóttur stödd í verslun á Drottningargötu þegar árásin átti sér stað. „Við erum bara að skoða föt og erum að fara að labba út þegar vindurinn kemur á móti okkur, og öskur og læti. Við sjáum bara bílinn keyra framhjá okkur, fyrir framan nefið á okkur, bláan risastóran trukk,“ útskýra þær. „Það hlaupa allir inn í búðina sem við erum í. Allir eru bara stjarfir og vita ekkert hvernig þeir eiga að höndla þetta. Það voru þarna konur að setja börnin sín inn í skápa, þetta var bara sturlun. En í brjálæðinu þá hlupum við tvær út til að reyna að komast frá bænum. Við bara hlupum og hlupum. Ég hef bara aldrei hlaupið svona á ævinni,“ segir Helena. Þær segjast hafa orðið mjög óttaslegnar í þessum aðstæðum. „Ég hélt bara að mín stund væri komin. Ég hef aldrei óttast jafn mikið um líf mitt og þarna,“ segir Birna.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira