Takast á við Ragnarök Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2017 08:00 Linda Ýr, Guðný Lára og Aníta Björk ætla sér alla leið í dag – á mynd með dómaranum Agli Kaktuz. Vísir/Ernir Í dag, laugardag, verður fyrsta roller derby mótið haldið á Íslandi í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tvö bresk lið sækja stelpurnar í Ragnarökum heim. Guðný Lára Guðmundsdóttir, forritari, er leikmaður Ragnaraka og vonast eftir góðri mætingu í dag. „Þetta er fáránlega skemmtilegt – stelpuíþrótt á hjólaskautum!,“ útskýrir hún, en roller derby útleggst á íslensku sem hjólaskautaat. „Þetta er líka svo skemmtilegt því þarna kemur saman ótrúlegasta fólk, ólíkt og úr öllum stéttum. Þetta hentar öllum – fólki sem fann sig ekki annars staðar eða vill aðeins finna sig upp á nýtt,“ segir Guðný Lára. Ragnarök er eina íslenska lið sinnar tegundar. Um er að ræða tuttugu stelpur sem stunda eins konar ruðning á hjólaskautum. Hver leikmaður hefur sitt nafn, sem hann notar í keppni og spilar með stríðsmálningu í andliti. Þá er metnaður lagður í búningana – ekki síst hlífarnar, sem eru algjört aðalatriði í þessari íþrótt þar sem hart er tekist á. Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu og spila á sporöskjulaga braut. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að „hringa“ andstæðingana, það er, að komast heilan hring á brautinni, fram úr andstæðingi sínum á hjólaskautunum. Íþróttin hefur undanfarið verið að ryðja sér til rúms hér á landi og víðar – ekki síst með tilkomu kvikmyndarinnar Whip it, sem er þó orðin nokkurra ára gömul. Í myndinni fylgjumst við með sorgum og sigrum stúlkna í hjólaskautaati og með aðalhlutverkin fara Drew Barrymore og Ellen Paige.Búist er við æsispennandi baráttu um titilinn á Seltjarnarnesi í dag, en það lið ber sigur úr býtum sem vinnur báða sína leiki eða, ef tvísýnt er um úrslit, sem skorar flest stig í heildina. Guðný Lára hefur stundað hjólaskautaat í rúm fimm ár. „Þetta fór hægt af stað, eiginlega rosalega hægt, en núna fer þetta bara stækkandi. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri – og meira um að vera, eins og núna; þetta er í fyrsta sinn sem haldið er Roller derby mót á Íslandi og við erum strax byrjuð að huga að því að bjóða fleiri liðum til landsins fyrir næsta mót. Þetta er bara upphafið,“ segir Guðný að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Í dag, laugardag, verður fyrsta roller derby mótið haldið á Íslandi í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tvö bresk lið sækja stelpurnar í Ragnarökum heim. Guðný Lára Guðmundsdóttir, forritari, er leikmaður Ragnaraka og vonast eftir góðri mætingu í dag. „Þetta er fáránlega skemmtilegt – stelpuíþrótt á hjólaskautum!,“ útskýrir hún, en roller derby útleggst á íslensku sem hjólaskautaat. „Þetta er líka svo skemmtilegt því þarna kemur saman ótrúlegasta fólk, ólíkt og úr öllum stéttum. Þetta hentar öllum – fólki sem fann sig ekki annars staðar eða vill aðeins finna sig upp á nýtt,“ segir Guðný Lára. Ragnarök er eina íslenska lið sinnar tegundar. Um er að ræða tuttugu stelpur sem stunda eins konar ruðning á hjólaskautum. Hver leikmaður hefur sitt nafn, sem hann notar í keppni og spilar með stríðsmálningu í andliti. Þá er metnaður lagður í búningana – ekki síst hlífarnar, sem eru algjört aðalatriði í þessari íþrótt þar sem hart er tekist á. Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu og spila á sporöskjulaga braut. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að „hringa“ andstæðingana, það er, að komast heilan hring á brautinni, fram úr andstæðingi sínum á hjólaskautunum. Íþróttin hefur undanfarið verið að ryðja sér til rúms hér á landi og víðar – ekki síst með tilkomu kvikmyndarinnar Whip it, sem er þó orðin nokkurra ára gömul. Í myndinni fylgjumst við með sorgum og sigrum stúlkna í hjólaskautaati og með aðalhlutverkin fara Drew Barrymore og Ellen Paige.Búist er við æsispennandi baráttu um titilinn á Seltjarnarnesi í dag, en það lið ber sigur úr býtum sem vinnur báða sína leiki eða, ef tvísýnt er um úrslit, sem skorar flest stig í heildina. Guðný Lára hefur stundað hjólaskautaat í rúm fimm ár. „Þetta fór hægt af stað, eiginlega rosalega hægt, en núna fer þetta bara stækkandi. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri – og meira um að vera, eins og núna; þetta er í fyrsta sinn sem haldið er Roller derby mót á Íslandi og við erum strax byrjuð að huga að því að bjóða fleiri liðum til landsins fyrir næsta mót. Þetta er bara upphafið,“ segir Guðný að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira