Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2017 11:45 Ummælin í umfjöllun Hringbrautar um Guðmund Spartakus voru býsna afdráttarlaus en Sigmundur Ernir telst saklaus meðal annars vegna þess að um tilvitnanir í aðra miðla var að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarsson í meiðyrðamáli sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðaði gegn fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ólafssonar. RÚV greindi frá niðurstöðunni, ræddi við Sigmund Erni sem fagnaði niðurstöðunni, hún sé blaða- og fréttafólki í vil og þar af leiðandi ábyrgu málfrelsi og tjáningarfrelsi. Sigmundur Ernir segir jafnframt umhugsunarefni að málarekstur af þessu tagi hafi heldur færst í vöxt, sem ekki megi leiða til ótta meðal fjölmiðlafólks. Vilhjálmur lögmaður tilkynnti við sama tækifæri að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Fjölskrúðug ummæliMálið sem um ræðir vakti verulega athygli á sínum tíma, það er í upphafi síðasta árs og dómurinn liggur nú fyrir þar sem málið er tíundað. Ummælin sem Guðmundur Spartakus krefst að dæmd verði dauð og ómerk, og birtust á Hringbraut hvar Sigmundur Ernir er dagskrárstjóri, eru fjölskrúðug: „A: Guðmundur Spartakus Ómarsson sagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring: B: Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku? C: Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku. D: Samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. E: Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskur fasteignasali. F: Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur. G: Heldur fjölmiðillinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku. H: Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur. Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur …“ Erfitt að dæma menn fyrir tilvitnanir Farið er fram á miskabætur sem nema 2 milljónum króna. Í dómsorði kemur fram að umfjöllun Hringbrautar byggi einkum á því að vitnað er í það sem fram kom í öðrum miðlum. Með öðrum orðum er ekki um frumheimild að ræða. Og ekki er tekin sérstök afstaða til sannleiksgildis hinna umdeildu staðhæfinga. Ekki sé hægt að leggja þá skyldu á Hringbraut að kanna sannleiksgildið né hægt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væri ósönn og því opinberlega borin út gegn betri vitund. Sigmundur Rúnar telst því ekki sekur en Guðmundur Spartakus situr uppi með reikning upp á 650 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri mál, auk áfrýjunarinnar, sem þessu tengjast í farvatninu. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarsson í meiðyrðamáli sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðaði gegn fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ólafssonar. RÚV greindi frá niðurstöðunni, ræddi við Sigmund Erni sem fagnaði niðurstöðunni, hún sé blaða- og fréttafólki í vil og þar af leiðandi ábyrgu málfrelsi og tjáningarfrelsi. Sigmundur Ernir segir jafnframt umhugsunarefni að málarekstur af þessu tagi hafi heldur færst í vöxt, sem ekki megi leiða til ótta meðal fjölmiðlafólks. Vilhjálmur lögmaður tilkynnti við sama tækifæri að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Fjölskrúðug ummæliMálið sem um ræðir vakti verulega athygli á sínum tíma, það er í upphafi síðasta árs og dómurinn liggur nú fyrir þar sem málið er tíundað. Ummælin sem Guðmundur Spartakus krefst að dæmd verði dauð og ómerk, og birtust á Hringbraut hvar Sigmundur Ernir er dagskrárstjóri, eru fjölskrúðug: „A: Guðmundur Spartakus Ómarsson sagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring: B: Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku? C: Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku. D: Samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. E: Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskur fasteignasali. F: Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur. G: Heldur fjölmiðillinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku. H: Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur. Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur …“ Erfitt að dæma menn fyrir tilvitnanir Farið er fram á miskabætur sem nema 2 milljónum króna. Í dómsorði kemur fram að umfjöllun Hringbrautar byggi einkum á því að vitnað er í það sem fram kom í öðrum miðlum. Með öðrum orðum er ekki um frumheimild að ræða. Og ekki er tekin sérstök afstaða til sannleiksgildis hinna umdeildu staðhæfinga. Ekki sé hægt að leggja þá skyldu á Hringbraut að kanna sannleiksgildið né hægt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væri ósönn og því opinberlega borin út gegn betri vitund. Sigmundur Rúnar telst því ekki sekur en Guðmundur Spartakus situr uppi með reikning upp á 650 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri mál, auk áfrýjunarinnar, sem þessu tengjast í farvatninu.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira