Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa 7. apríl 2017 06:00 Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ vísir/eyþór Áhyggjur af nálægð verksmiðju United Silicon í Helguvík við byggðina í Reykjanesbæ komu fram strax þegar skipulagsvinna fyrir verksmiðjuna stóð yfir. Afar lítil mengun var talin myndu stafa frá United Silicon og því ekki nein þörf á þynningarsvæði. Þetta kom meðal annars fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á miðvikudag, en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir opnum fundi nefndarinnar vegna þeirrar umræðu sem hefur verið síðustu misseri um mengun frá fyrirtækinu, ekki síst vegna kröfu íbúa Reykjanesbæjar um aðgerðir. Komu fyrir nefndina umhverfisráðherra, fulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og íbúa, forstjóri United Silicon og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, brást við spurningum Bryndísar Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sem vildi fræðast um álitaefni vegna nálægðar iðnaðarsvæðis við íbúabyggð, eins og í tilfelli Helguvíkur og Reykjanesbæjar. Spurði Bryndís hvort eitthvað í skipulagslögum tæki á fjarlægðarmörkum og ef það væri óljóst hvort ekki væri ástæða til að skoða það sérstaklega. Þá hvort væri ekki ástæða til að banna að mengandi iðnaður væri svo nálægt íbúabyggð. Sigrún sagði að þær reglur sem um þetta gilda sé að finna í hollustuháttareglugerð, en þar segir að íbúðarhúsnæði „skal ekki vera á þynningarsvæði samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun“.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun„Þarna var ekki talin þörf á þynningarsvæði; þynningarsvæði þýðir að það megi losa mengunarefni umfram mörk. Þarna var ekki talin þörf á því og þau eru ekki til staðar og umhverfismörk gilda. Það er rétt að þetta er umhugsunarefni, hvort það ættu að vera einhverjar fjarlægðarreglur. Þetta var áhyggjuefni í ferlinu og það var bent á það að það væri ansi mikil nálægð. Það er eitthvað fyrir okkur að hugsa um, held ég,“ sagði Sigrún. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tók undir orð Sigrúnar um návígi íbúabyggðar við iðnaðarsvæðið. „Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni,“ sagði Björt en fram hafði komið á fundinum að aðeins rúmur kílómetri er í beinni loftlínu frá iðnaðarsvæðinu að íbúabyggð í Reykjanesbæ, og þar á meðal til leik- og grunnskóla. Þegar álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat verksmiðju United Silicon er skoðað kemur þetta skýrt fram, og fjallað var um þetta í Fréttablaðinu í apríl 2014. Þar segir að „hafa beri í huga að tiltölulega skammt er í nyrsta hluta þéttbýlisins í Reykjanesbæ og því brýnt að fylgjast vel með styrk helstu mengunarefna á svæðinu sem og mögulegum afleiddum áhrifum þeirra. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að áætlanir um vöktun verði í starfsleyfi frá upphafi.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur Reykjanesbær breytt aðalskipulagi sínu sem útilokar frekari uppbyggingu mengandi iðnaðarstarfsemi en þegar hefur verið samið um í Helguvík. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Áhyggjur af nálægð verksmiðju United Silicon í Helguvík við byggðina í Reykjanesbæ komu fram strax þegar skipulagsvinna fyrir verksmiðjuna stóð yfir. Afar lítil mengun var talin myndu stafa frá United Silicon og því ekki nein þörf á þynningarsvæði. Þetta kom meðal annars fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á miðvikudag, en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir opnum fundi nefndarinnar vegna þeirrar umræðu sem hefur verið síðustu misseri um mengun frá fyrirtækinu, ekki síst vegna kröfu íbúa Reykjanesbæjar um aðgerðir. Komu fyrir nefndina umhverfisráðherra, fulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og íbúa, forstjóri United Silicon og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, brást við spurningum Bryndísar Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sem vildi fræðast um álitaefni vegna nálægðar iðnaðarsvæðis við íbúabyggð, eins og í tilfelli Helguvíkur og Reykjanesbæjar. Spurði Bryndís hvort eitthvað í skipulagslögum tæki á fjarlægðarmörkum og ef það væri óljóst hvort ekki væri ástæða til að skoða það sérstaklega. Þá hvort væri ekki ástæða til að banna að mengandi iðnaður væri svo nálægt íbúabyggð. Sigrún sagði að þær reglur sem um þetta gilda sé að finna í hollustuháttareglugerð, en þar segir að íbúðarhúsnæði „skal ekki vera á þynningarsvæði samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun“.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun„Þarna var ekki talin þörf á þynningarsvæði; þynningarsvæði þýðir að það megi losa mengunarefni umfram mörk. Þarna var ekki talin þörf á því og þau eru ekki til staðar og umhverfismörk gilda. Það er rétt að þetta er umhugsunarefni, hvort það ættu að vera einhverjar fjarlægðarreglur. Þetta var áhyggjuefni í ferlinu og það var bent á það að það væri ansi mikil nálægð. Það er eitthvað fyrir okkur að hugsa um, held ég,“ sagði Sigrún. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tók undir orð Sigrúnar um návígi íbúabyggðar við iðnaðarsvæðið. „Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni,“ sagði Björt en fram hafði komið á fundinum að aðeins rúmur kílómetri er í beinni loftlínu frá iðnaðarsvæðinu að íbúabyggð í Reykjanesbæ, og þar á meðal til leik- og grunnskóla. Þegar álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat verksmiðju United Silicon er skoðað kemur þetta skýrt fram, og fjallað var um þetta í Fréttablaðinu í apríl 2014. Þar segir að „hafa beri í huga að tiltölulega skammt er í nyrsta hluta þéttbýlisins í Reykjanesbæ og því brýnt að fylgjast vel með styrk helstu mengunarefna á svæðinu sem og mögulegum afleiddum áhrifum þeirra. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að áætlanir um vöktun verði í starfsleyfi frá upphafi.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur Reykjanesbær breytt aðalskipulagi sínu sem útilokar frekari uppbyggingu mengandi iðnaðarstarfsemi en þegar hefur verið samið um í Helguvík.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira