Rifist um efnavopnaárásina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. apríl 2017 06:00 Fórnarlömb árásarinnar voru mörg hver jörðuð í gær. Nordicphotos/AFP Varafulltrúi Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kljáðist við fulltrúa annarra ríkja á fundi ráðsins í gær. Umræðuefnið var efnavopnaárás þriðjudagsins á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með borgarastyrjöldinni í Sýrlandi á jörðu niðri, greindu frá því á þriðjudag að íbúar bæjarins hefðu séð sprengjur falla úr lofti. Í kjölfarið hafi fórnarlömb árásarinnar meðal annars froðufellt og kafnað. Líklegt þykir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að saríngas væri banvænt efnavopn, um tuttugu sinnum banvænna en blásýra, og ylli einna helst köfnun þar sem gasið réðist á miðtaugakerfi líkamans og lamaði öndunarfæri.Nikki Haley hafði með sér myndir af fórnarlömbunum á fund öryggisráðs SÞ.Nordicphotos/AFPAfstaða Rússa óverjandi Tilgátu Igors Konoshenkov, varnarmálaráðherra Rússlands, um að sýrlenskar þotur hefðu hæft efnavopnaframleiðslu uppreisnarmanna og þannig eitrað fyrir fórnarlömbum, var hafnað á fundi öryggisráðsins. Sjálfir hafa Sýrlendingar sagst aldrei hafa beitt efnavopnum. Matthew Rycroft, fulltrúi Bretlands, sagði að með árásinni hefði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, niðurlægt Rússa og hæðst að friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Þá sagði Rycroft Rússa verja hið óverjanlega með stuðningi sínum við stjórn al-Assads. Vladimir Safronkov, varafulltrúi Rússa, svaraði fyrir sig og sagði Breta heltekna af markmiði sínu um að steypa al-Assad af stóli í stað þess að reyna að koma á friði. Þá sagði hann ríki sitt ekki sjá þörf á því að öryggisráðið samþykkti nýjar ályktanir eða aðgerðir. Þess í stað ætti ráðið að fara fram á hlutlausa, ítarlega og alþjóðlega rannsókn á árinu. Ekki væri hægt að reiða sig á upptökur af vettvangi þar sem megnið af þeim væri „sviðsett“. Þess ber að geta að Rússar hafa neitunarvald í öryggisráðinu. Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði að efnavopnaárásir Sýrlendinga myndu halda áfram þar til eitthvað yrði gert. „Rússar styðjast endurtekið við sömu skálduðu frásagnirnar til þess að beina athyglinni frá bandamönnum þeirra í Damaskus,“ sagði Haley. Tala látinna er enn á reiki. Syrian Observatory heldur því fram að alls hafi 72 látist í árásinni, þar af tuttugu börn. Hins vegar héldu þeir François Delattre, fulltrúi Frakklands í öryggisráðinu, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því fram í gær að yfir hundrað hefðu farist. Ekki fyrsta efnavopnaárásinÞann 21. ágúst árið 2013 vöknuðu íbúar í úthverfum Damaskus við mannskæðustu efnavopnaárás síðustu fjögurra áratuga. Sprengjur sem innihéldu saríngas skullu á hverfunum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna. Rannsóknarlið frá Sameinuðu þjóðunum fann í kjölfarið sönnunargögn sem sýndu fram á að saríngasi hefði verið skotið á svæðið. Sýrlenski herinn var sagður hafa staðið að árásinni. Ekki er ljóst hversu margir fórust í árásinni. Bretar telja 350 hafa farist, Syrian Observatory for Human Rights telja þá vera 502, Bandaríkin segja 1.429 hafa farist og uppreisnarmenn sjálfir segja að 1.729 hafi farist. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Varafulltrúi Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kljáðist við fulltrúa annarra ríkja á fundi ráðsins í gær. Umræðuefnið var efnavopnaárás þriðjudagsins á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með borgarastyrjöldinni í Sýrlandi á jörðu niðri, greindu frá því á þriðjudag að íbúar bæjarins hefðu séð sprengjur falla úr lofti. Í kjölfarið hafi fórnarlömb árásarinnar meðal annars froðufellt og kafnað. Líklegt þykir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að saríngas væri banvænt efnavopn, um tuttugu sinnum banvænna en blásýra, og ylli einna helst köfnun þar sem gasið réðist á miðtaugakerfi líkamans og lamaði öndunarfæri.Nikki Haley hafði með sér myndir af fórnarlömbunum á fund öryggisráðs SÞ.Nordicphotos/AFPAfstaða Rússa óverjandi Tilgátu Igors Konoshenkov, varnarmálaráðherra Rússlands, um að sýrlenskar þotur hefðu hæft efnavopnaframleiðslu uppreisnarmanna og þannig eitrað fyrir fórnarlömbum, var hafnað á fundi öryggisráðsins. Sjálfir hafa Sýrlendingar sagst aldrei hafa beitt efnavopnum. Matthew Rycroft, fulltrúi Bretlands, sagði að með árásinni hefði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, niðurlægt Rússa og hæðst að friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Þá sagði Rycroft Rússa verja hið óverjanlega með stuðningi sínum við stjórn al-Assads. Vladimir Safronkov, varafulltrúi Rússa, svaraði fyrir sig og sagði Breta heltekna af markmiði sínu um að steypa al-Assad af stóli í stað þess að reyna að koma á friði. Þá sagði hann ríki sitt ekki sjá þörf á því að öryggisráðið samþykkti nýjar ályktanir eða aðgerðir. Þess í stað ætti ráðið að fara fram á hlutlausa, ítarlega og alþjóðlega rannsókn á árinu. Ekki væri hægt að reiða sig á upptökur af vettvangi þar sem megnið af þeim væri „sviðsett“. Þess ber að geta að Rússar hafa neitunarvald í öryggisráðinu. Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði að efnavopnaárásir Sýrlendinga myndu halda áfram þar til eitthvað yrði gert. „Rússar styðjast endurtekið við sömu skálduðu frásagnirnar til þess að beina athyglinni frá bandamönnum þeirra í Damaskus,“ sagði Haley. Tala látinna er enn á reiki. Syrian Observatory heldur því fram að alls hafi 72 látist í árásinni, þar af tuttugu börn. Hins vegar héldu þeir François Delattre, fulltrúi Frakklands í öryggisráðinu, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því fram í gær að yfir hundrað hefðu farist. Ekki fyrsta efnavopnaárásinÞann 21. ágúst árið 2013 vöknuðu íbúar í úthverfum Damaskus við mannskæðustu efnavopnaárás síðustu fjögurra áratuga. Sprengjur sem innihéldu saríngas skullu á hverfunum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna. Rannsóknarlið frá Sameinuðu þjóðunum fann í kjölfarið sönnunargögn sem sýndu fram á að saríngasi hefði verið skotið á svæðið. Sýrlenski herinn var sagður hafa staðið að árásinni. Ekki er ljóst hversu margir fórust í árásinni. Bretar telja 350 hafa farist, Syrian Observatory for Human Rights telja þá vera 502, Bandaríkin segja 1.429 hafa farist og uppreisnarmenn sjálfir segja að 1.729 hafi farist.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent