„Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2017 18:43 Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. mynd/utanríkisráðuneytið „Við getum ekki vakið þá til lífs sem fórust í Idlib í gær. En við getum og eigum að rannsaka þessa skelfilegu árás, leita réttlætis fyrir fórnarlömbin og refsa þeim sem bera ábyrgð á henni,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í ávarpi sínu á alþjóðlegri ráðstefnu um Sýrland sem haldin var í Brussel í dag. Á ráðstefnunni ítrekaði Guðlaugur stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi og lagði áherslu á þá afstöðu Íslands að þeir sem bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir hafa verið í Sýrlandi verði dregnir til ábyrgðar. Þá tilkynnti hann um að íslensk stjórnvöld myndu leggja 200 milljónir króna á ári til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi og nágrannaríkjum til ársins 2020, til viðbótar við framlög til móttöku flóttamanna. „Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af og að gera það sem hægt er til að fórnarlömbunum fjölgi ekki,“ sagði Guðlaugur Þór. Enn fremur áréttaði hann í ávarpi sínu að tryggja yrði aðgengi hjálparstarfsmanna og hjálpargagna til bágstaddra í Sýrlandi, og að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og aðrir hlutaðeigandi aðilar þrýstu á um að stríðandi fylkingar settust að samningaborðinu, því öðruvísi linnti hryllingnum í Sýrlandi ekki. Sýrland Tengdar fréttir Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Við getum ekki vakið þá til lífs sem fórust í Idlib í gær. En við getum og eigum að rannsaka þessa skelfilegu árás, leita réttlætis fyrir fórnarlömbin og refsa þeim sem bera ábyrgð á henni,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í ávarpi sínu á alþjóðlegri ráðstefnu um Sýrland sem haldin var í Brussel í dag. Á ráðstefnunni ítrekaði Guðlaugur stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi og lagði áherslu á þá afstöðu Íslands að þeir sem bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir hafa verið í Sýrlandi verði dregnir til ábyrgðar. Þá tilkynnti hann um að íslensk stjórnvöld myndu leggja 200 milljónir króna á ári til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi og nágrannaríkjum til ársins 2020, til viðbótar við framlög til móttöku flóttamanna. „Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af og að gera það sem hægt er til að fórnarlömbunum fjölgi ekki,“ sagði Guðlaugur Þór. Enn fremur áréttaði hann í ávarpi sínu að tryggja yrði aðgengi hjálparstarfsmanna og hjálpargagna til bágstaddra í Sýrlandi, og að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og aðrir hlutaðeigandi aðilar þrýstu á um að stríðandi fylkingar settust að samningaborðinu, því öðruvísi linnti hryllingnum í Sýrlandi ekki.
Sýrland Tengdar fréttir Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00