IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 14:35 Svona mun blokkin koma til með að líta út. Mynd/Íbúðalánasjóður IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum og hagkvæmum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. Einnig kemur til greina að leigja stúdentum og jafnvel starfsfólki Costco íbúðir í húsinu. Áætlað er að blokkin verði tilbúin á næsta ári. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, sagði frá verkefninu á nýafstöðnu málþingi Íbúðalánasjóðs um byggingu hagkvæmra íbúða. Tilgangurinn með byggingunni er að halda í starfsfólk og mæta vanda þess fyrir húsnæði.Dæmi um teikningu af íbúðum í blokkinni.Mynd/ÍbúðalánasjóðurÞórarinn segir húsnæðismál starfsfólks einnig vera mál atvinnurekenda. „Framtíðarvígvöllur fyrirtækja í framlínurekstri, t.a.m smásölufyrirtækja, verður um hæft starfsfólk. Sá sem nær til sín og heldur hæfasta starfsfólkinu stendur uppi sem sigurvegari. Við höfum ítrekað orðið fyrir því að hæft starfsfólk hefur látið af störfum hjá okkur vegna vandamála sem tengjast húsnæði á einn eða annan hátt,“ sagði Þórarinn meðal annars í erindi sínu. „Fólk hefur hætt hjá okkur af því að það hefur þurft að flytja og endað á stað þar sem það nær ekki lengur strætó í vinnuna. Ef manni er annt um starfsfólkið sitt þá vill maður aðstoða það á þessum erfiða húsnæðismarkaði.“Minnstu íbúðirnar á 100 þúsund á mánuði Hjá IKEA starfa 350 manns og hyggst fyrirtækið fjölga starfsfólki í 450 á næstu árum. Þórarinn sagði hátt hlutfall starfsfólksins vera ungt fólk eða innflytjendur og væru margir á hrakhólum varðandi húsnæði. Fjölbýlishúsið sem IKEA hyggst láta reisa mun standa við Urriðaholtsstræti 10-12. Fasteignafélag tengt fyrirtækinu á og rekur húsið og gert er ráð fyrir að það verði tilbúið á síðari hluta næsta árs. Um er að ræða fimm hæða hús þar sem fjórar efstu hæðirnar eru með smáíbúðum en sú neðsta er atvinnuhúsnæði í bland við geymslur fyrir íbúðirnar á efri hæð. Leiguverð minnstu íbúðanna verður undir 100 þúsund krónum. „Það er minna en fólk er að greiða fyrir greni hér og þar í bænum,“ segir Þórarinn.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á ÍslandiMynd/ÍbúðalánasjóðurFrá málþingi Íbúðalánasjóðs.Mynd/Íbúðalánasjóður Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu Sjá meira
IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum og hagkvæmum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. Einnig kemur til greina að leigja stúdentum og jafnvel starfsfólki Costco íbúðir í húsinu. Áætlað er að blokkin verði tilbúin á næsta ári. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, sagði frá verkefninu á nýafstöðnu málþingi Íbúðalánasjóðs um byggingu hagkvæmra íbúða. Tilgangurinn með byggingunni er að halda í starfsfólk og mæta vanda þess fyrir húsnæði.Dæmi um teikningu af íbúðum í blokkinni.Mynd/ÍbúðalánasjóðurÞórarinn segir húsnæðismál starfsfólks einnig vera mál atvinnurekenda. „Framtíðarvígvöllur fyrirtækja í framlínurekstri, t.a.m smásölufyrirtækja, verður um hæft starfsfólk. Sá sem nær til sín og heldur hæfasta starfsfólkinu stendur uppi sem sigurvegari. Við höfum ítrekað orðið fyrir því að hæft starfsfólk hefur látið af störfum hjá okkur vegna vandamála sem tengjast húsnæði á einn eða annan hátt,“ sagði Þórarinn meðal annars í erindi sínu. „Fólk hefur hætt hjá okkur af því að það hefur þurft að flytja og endað á stað þar sem það nær ekki lengur strætó í vinnuna. Ef manni er annt um starfsfólkið sitt þá vill maður aðstoða það á þessum erfiða húsnæðismarkaði.“Minnstu íbúðirnar á 100 þúsund á mánuði Hjá IKEA starfa 350 manns og hyggst fyrirtækið fjölga starfsfólki í 450 á næstu árum. Þórarinn sagði hátt hlutfall starfsfólksins vera ungt fólk eða innflytjendur og væru margir á hrakhólum varðandi húsnæði. Fjölbýlishúsið sem IKEA hyggst láta reisa mun standa við Urriðaholtsstræti 10-12. Fasteignafélag tengt fyrirtækinu á og rekur húsið og gert er ráð fyrir að það verði tilbúið á síðari hluta næsta árs. Um er að ræða fimm hæða hús þar sem fjórar efstu hæðirnar eru með smáíbúðum en sú neðsta er atvinnuhúsnæði í bland við geymslur fyrir íbúðirnar á efri hæð. Leiguverð minnstu íbúðanna verður undir 100 þúsund krónum. „Það er minna en fólk er að greiða fyrir greni hér og þar í bænum,“ segir Þórarinn.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á ÍslandiMynd/ÍbúðalánasjóðurFrá málþingi Íbúðalánasjóðs.Mynd/Íbúðalánasjóður
Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu Sjá meira