Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 10:56 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/GVA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. Þetta sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, opnum fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon í morgun. „Í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón. Hann sagði að þegar bæjaryfirvöld hafi útdeilt lóð sé þau eftirlitsstofnanna að fylgjast með starfseminni og hafi yfirvöld því litið svo á að það væri á ábyrgði þeirra að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Bæjaryfirvöld, við seljum lóð, eða útdeilum lóð og þar með erum við komin til hliðar í málinu. Þá taka við eftirlitsstofnanir. Þar liggur eftirlitið með verksmiðjunni númer eitt tvö og þrjú. Þannig að þvingunaraðgerðir af okkar hálfu eru ekki til staðar. Við höfum engar lagalegar heimildir til þess ef allt er í lagi sem snýr að okkur. Þannig að við höfum haft mjög gott samband við alla umhverfisaðila.“ Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra var einnig til svara á fundinum. Hún segir „Þegar hefur verið gripið til ráðstafana og ég hef stutt Umhverfisstofnun í því. Enda er það stofnunin sem fer með allt eftirlit sem og lokunarheimildir ef til þess kemur, samkvæmt lögum um hollustuþætti og mengunarvarnir. Ég hef sagt það áður og segi það aftur hér að ég styð stofnunina í því að beita sínum ítrustu varúðarkröfum hvað þetta fyrirtæki varðar og hvað mengun yfir höfuð varðar,“ sagði Björt. United Silicon Tengdar fréttir Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14 Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35 Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. 5. apríl 2017 09:00 Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. Þetta sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, opnum fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon í morgun. „Í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón. Hann sagði að þegar bæjaryfirvöld hafi útdeilt lóð sé þau eftirlitsstofnanna að fylgjast með starfseminni og hafi yfirvöld því litið svo á að það væri á ábyrgði þeirra að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Bæjaryfirvöld, við seljum lóð, eða útdeilum lóð og þar með erum við komin til hliðar í málinu. Þá taka við eftirlitsstofnanir. Þar liggur eftirlitið með verksmiðjunni númer eitt tvö og þrjú. Þannig að þvingunaraðgerðir af okkar hálfu eru ekki til staðar. Við höfum engar lagalegar heimildir til þess ef allt er í lagi sem snýr að okkur. Þannig að við höfum haft mjög gott samband við alla umhverfisaðila.“ Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra var einnig til svara á fundinum. Hún segir „Þegar hefur verið gripið til ráðstafana og ég hef stutt Umhverfisstofnun í því. Enda er það stofnunin sem fer með allt eftirlit sem og lokunarheimildir ef til þess kemur, samkvæmt lögum um hollustuþætti og mengunarvarnir. Ég hef sagt það áður og segi það aftur hér að ég styð stofnunina í því að beita sínum ítrustu varúðarkröfum hvað þetta fyrirtæki varðar og hvað mengun yfir höfuð varðar,“ sagði Björt.
United Silicon Tengdar fréttir Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14 Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35 Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. 5. apríl 2017 09:00 Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14
Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35
Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. 5. apríl 2017 09:00
Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55