Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2017 07:00 Varnarlið Khan Sheikhun hlúir að fórnarlambi árásarinnar. vísir/afp Að minnsta kosti 58 fórust í árás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær, þar af ellefu börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Miðað við áverka fórnarlamba telja samtökin að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Þannig hafa samtökin eftir læknum á svæðinu að liðið hafi yfir fórnarlömb, þau hafi kastað upp og froðufellt. Blaðamaður AFP sagði sömu sögu og sá lík ungar stelpu, fullorðinnar konu og tveggja eldri borgara á spítala í bænum. Sjá mátti froðu í munni þeirra allra. Sami blaðamaður greindi frá því að sprengja hefði skollið á spítalanum stuttu síðar. Hafi þá brak hrunið yfir lækna sem voru að vinna við að aðstoða fórnarlömb fyrri árása. Mohammed Rasoul, sem rekur flota sjúkrabíla í góðgerðarskyni í borginni Idlib, skammt frá Khan Sheikhoun, sagði í viðtali við BBC að fjöldi hinna látnu væri 67 en ekki 58. Fréttastofa uppreisnarmanna, Step, sagði hins vegar að hundrað hefðu látið lífið.Sýrlenskt barn fær meðferð eftir árásina. Nordicphotos/AFPSyrian Observatory sagði óvíst hvaða efni hefði verið varpað á bæinn. Fréttastofan EMC, sem er á bandi uppreisnarmanna, sagði allt líta út fyrir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn en það er talið tuttugu sinnum banvænna en blásýra. Heimildarmaður fréttaveitunnar Reuters innan sýrlenska hersins sagði í gær að sýrlenski herinn „hefði ekki beitt og beitti ekki“ efnavopnum. Sýrlenska stjórnarandstaðan var harðorð í gær. Fór hún fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hæfi rannsókn á árásinni þegar í stað. Vesturlönd hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur hins vegar alla tíð neitað þeim ásökunum. Samtökin Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons hafa þó endurtekið greint notkun eiturefna í árásum í Sýrlandi. Í janúar í fyrra greindist til að mynda saríngas í blóði fórnarlambs slíkrar árásar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Að minnsta kosti 58 fórust í árás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær, þar af ellefu börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Miðað við áverka fórnarlamba telja samtökin að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Þannig hafa samtökin eftir læknum á svæðinu að liðið hafi yfir fórnarlömb, þau hafi kastað upp og froðufellt. Blaðamaður AFP sagði sömu sögu og sá lík ungar stelpu, fullorðinnar konu og tveggja eldri borgara á spítala í bænum. Sjá mátti froðu í munni þeirra allra. Sami blaðamaður greindi frá því að sprengja hefði skollið á spítalanum stuttu síðar. Hafi þá brak hrunið yfir lækna sem voru að vinna við að aðstoða fórnarlömb fyrri árása. Mohammed Rasoul, sem rekur flota sjúkrabíla í góðgerðarskyni í borginni Idlib, skammt frá Khan Sheikhoun, sagði í viðtali við BBC að fjöldi hinna látnu væri 67 en ekki 58. Fréttastofa uppreisnarmanna, Step, sagði hins vegar að hundrað hefðu látið lífið.Sýrlenskt barn fær meðferð eftir árásina. Nordicphotos/AFPSyrian Observatory sagði óvíst hvaða efni hefði verið varpað á bæinn. Fréttastofan EMC, sem er á bandi uppreisnarmanna, sagði allt líta út fyrir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn en það er talið tuttugu sinnum banvænna en blásýra. Heimildarmaður fréttaveitunnar Reuters innan sýrlenska hersins sagði í gær að sýrlenski herinn „hefði ekki beitt og beitti ekki“ efnavopnum. Sýrlenska stjórnarandstaðan var harðorð í gær. Fór hún fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hæfi rannsókn á árásinni þegar í stað. Vesturlönd hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur hins vegar alla tíð neitað þeim ásökunum. Samtökin Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons hafa þó endurtekið greint notkun eiturefna í árásum í Sýrlandi. Í janúar í fyrra greindist til að mynda saríngas í blóði fórnarlambs slíkrar árásar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira