Þingmaður Pírata „brjálaður“ yfir skertum framlögum Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2017 19:45 Gunnar Hrafn Jónsson. visir/Eyþór Þingmaður Pírata segir stórfelldan niðurskurð heilbrigðisráðherra á framlögum til samtakanna Hugarafls vera blauta tusku í andlit þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Hópur fólks mótmælti þessum niðurskurði í velferðarráðuneytinu í dag. Tugir aðstandenda og stuðningsmanna Hugarafls, samtaka fólks sem veitir fólki með geðraskanir ýmis konar þjónustu, mættu í velferðarráðuneytið í dag til að mótmæla lækkun framlaga til samtakanna á þessu ári. Bæði heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra eru í útlöndum en aðstoðarmenn þeirra sögðu ráðuneytið vilja taka upp samtal við samtökin. Á þingi situr að minnsta kosti einn þingmaður sem þegið hefur stuðning frá Hugarafli en það er Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata.Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur mætti á mótmælin í dag.vísir/vilhelm„Frú forseti, ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið. Það eru mótmæli vegna þess að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði Gunnar Hrafn á Alþingi í dag. Hann þekkti það af eigin raun að það væri margbúið að lofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum sem ættu að nýtast sem flestum. „Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé. ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli sem hafa unnið áralngt og gott starf; meðal annars aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við. Það á að skaffa þeim rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega tvö hundruð skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu,“ sagði Gunnar Hrafn.„Ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið."vísir/vilhelmSamtökin hafi rétt skrimt í gegnum síðasta ár með átta milljóna framlagi en nú eigi þau að fá eina og hálfa milljón sem þýði að starfsemin leggist af. „Og ég krefst þess að menn geri sér grein fyrir að þeir eru að leika sér með mannslíf hérna. Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk. Það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum. Þetta fólk endar annars inni í heilbrigðiskerfinu sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns. Þrettán milljónir til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er alger svívirða frú forseti,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson. Tengdar fréttir Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01 Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Þingmaður Pírata segir stórfelldan niðurskurð heilbrigðisráðherra á framlögum til samtakanna Hugarafls vera blauta tusku í andlit þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Hópur fólks mótmælti þessum niðurskurði í velferðarráðuneytinu í dag. Tugir aðstandenda og stuðningsmanna Hugarafls, samtaka fólks sem veitir fólki með geðraskanir ýmis konar þjónustu, mættu í velferðarráðuneytið í dag til að mótmæla lækkun framlaga til samtakanna á þessu ári. Bæði heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra eru í útlöndum en aðstoðarmenn þeirra sögðu ráðuneytið vilja taka upp samtal við samtökin. Á þingi situr að minnsta kosti einn þingmaður sem þegið hefur stuðning frá Hugarafli en það er Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata.Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur mætti á mótmælin í dag.vísir/vilhelm„Frú forseti, ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið. Það eru mótmæli vegna þess að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði Gunnar Hrafn á Alþingi í dag. Hann þekkti það af eigin raun að það væri margbúið að lofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum sem ættu að nýtast sem flestum. „Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé. ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli sem hafa unnið áralngt og gott starf; meðal annars aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við. Það á að skaffa þeim rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega tvö hundruð skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu,“ sagði Gunnar Hrafn.„Ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið."vísir/vilhelmSamtökin hafi rétt skrimt í gegnum síðasta ár með átta milljóna framlagi en nú eigi þau að fá eina og hálfa milljón sem þýði að starfsemin leggist af. „Og ég krefst þess að menn geri sér grein fyrir að þeir eru að leika sér með mannslíf hérna. Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk. Það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum. Þetta fólk endar annars inni í heilbrigðiskerfinu sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns. Þrettán milljónir til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er alger svívirða frú forseti,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson.
Tengdar fréttir Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01 Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01
Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58