Borgarfulltrúi Pírata skorar á Ólaf Ólafsson að sýna iðrun Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2017 10:18 Mál Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns reyna mjög á þanþol meirihlutasamstarfsins í borginni. Halldór skorar á Ólaf að sýna iðrun. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, skrifar einlægan pistil sem birtist á Stundinni þar sem hann biðlar til Ólafs Ólafssonar fjárfestis um að láta af hroka sínum, stíga fram úr skugganum og tjá sig. „Prófaðu að vera einlægur svona einu sinni. Ég trúi því að fólk geti breyst og kannski hefur þú alveg breyst. Sýndu það þá. Ef ekki - þá mun ekkert breytast hér á landi í raun og veru,“ skrifar Halldór Auðar Svansson. Tilefnið er vitaskuld skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um söluna á Búnaðarbankanum, en þar kemur fram svo ekki verður um villst, að maðurinn að baki þeim samningum öllum, sem einkenndust af blekkingum fyrst og síðast, var Ólafur. Málið hefur óvænt komið meirihlutanum í Reykjavík í verulegan bobba.Ólga meðal Pírata Víst er að samningar Reykjavíkurborgar við félag Ólafs Ólafssonar fjárfestis um uppbyggingu í borginni, og byggingarframkvæmdir athafnamannsins almennt, hafa reynt verulega á meirihlutasamstarfið. Sara Óskarsson, varaþingmaður Pírata, hefur ásamt fleirum, sett fram eindregna kröfu þess efnis að Píratar slíti samstarfinu verði samningum við Ólaf ekki rift. Halldór lítur á þá kröfu sem vantraustsyfirlýsingu á sig. Í pistli sínum, sem birtist nú í morgun, ávarpar hann Ólaf beint.Nokkuð óvænt situr Dagur og meirihlutinn í borginni uppi með Svarta-Péturinn í líki Ólafs Ólafssonar.visir/vilhelm„Nú sit ég í borgarstjórn þar sem við erum að sýsla með skipulagningu á húsnæðisuppbyggingu og samningsgerð þar sem reynt er að gæta hagsmuna borgarinnar þannig að þeir fari einhvern veginn saman við hagsmuni fjármagnsins. Töldum okkur hafa náð bara nokkuð langt þar en þegar fréttir berast af þínum hluta í málinu er stór hluti almennings bara ekki alveg sammála. Það skil ég reyndar ágætlega, ekki síst þegar svo vill til að þetta gerist um svipað leyti og skýrsla kemur út sem flettir ofan af ótrúlega ósvífinni fléttu þinni við kaupin á Búnaðarbankanum - og þú sýnir hefðbundin viðbrögð afneitunar. Það hefur töluvert gengið á og ég hef persónulega staðið í ströngu á ýmsum vettvangi við að fara yfir málin, svara fyrir og takast á við fólk.“ Halldór Auðar Svansson greinir jafnframt frá því að hann hafi verið starfsmaður netdeildar Kaupþings meðan allt lék í lyndi, fyrir hrun.Ólafur stærsta vofan og sú hrikalegasta Halldór segir vofur fortíðar, frá fjármálahruninu, voma enn yfir og Ólafur sé ein þeirra. „Sennilega sú stærsta og hrikalegasta. Þannig er það bara.“ Borgarfulltrúinn spyr Ólaf samviskuspurninga: „Hvað ætlar þú að gera til að sýna fram á að þér gangi gott til í þínum fjárfestingum? Hvernig ætlar þú að sýna að þú hefur eitthvað lært og ætlir að laga og breyta? Hvernig ætlar þú að bæta fyrir það vonda sem þú hefur gert um ævina?“Guðfinna segir málið með lóðir Ólafs tvíþætt. Félag hans átti lóðir en því var einnig úthlutað tveimur lóðum sem borgin átti í Vogabyggð.visir/Anton BrinkLjóst er að minnihlutinn í borginni ætlar ekki að gefa Degi B. Eggertssyni borgarstjóra nein grið vegna málsins sem hefur reynst meirihlutanum ákaflega erfitt.Málið með lóðir Ólafs tvíþætt Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að í dag standi til að ræða, á fundi borgarstjórnar, drög að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. „Sem virkar mjög áferðarfalleg ef maður þekkir ekki málið, ég hins vegar gafst upp á því að lesa hana í gærkvöldi því þar er aðallega verið að telja upp hvað aðrir eru að gera í borginni og látið líta út eins og Dagur sé búinn að vera með smíðabeltið á sér allt kjörtímabilið að byggja 2500-3000 leiguíbúðir, við ætlum að ræða tillögu minnihlutans um uppbyggingu í Geldinganesi, söluna á lóðinni í Vogabyggð til félagsins hans Ólafs Ólafssonar og ástandið í Seljahlíð.“ Guðfinna segir að málið með lóðirnar hans Ólafs sé tvíþætt: „Annars vegar átti félag Ólafs nokkrar lóðir sem var verið að gera samning við að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og uppbyggingu eins og gert var við aðra eigendur í Vogabyggð og hins vegar var félagi hans úthlutað einni af tveimur lóðum sem borgin á á þessu svæði.“ Guðfinna segir að þeim lóðum hafi verið úthlutað fyrir um þremur vikum. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, skrifar einlægan pistil sem birtist á Stundinni þar sem hann biðlar til Ólafs Ólafssonar fjárfestis um að láta af hroka sínum, stíga fram úr skugganum og tjá sig. „Prófaðu að vera einlægur svona einu sinni. Ég trúi því að fólk geti breyst og kannski hefur þú alveg breyst. Sýndu það þá. Ef ekki - þá mun ekkert breytast hér á landi í raun og veru,“ skrifar Halldór Auðar Svansson. Tilefnið er vitaskuld skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um söluna á Búnaðarbankanum, en þar kemur fram svo ekki verður um villst, að maðurinn að baki þeim samningum öllum, sem einkenndust af blekkingum fyrst og síðast, var Ólafur. Málið hefur óvænt komið meirihlutanum í Reykjavík í verulegan bobba.Ólga meðal Pírata Víst er að samningar Reykjavíkurborgar við félag Ólafs Ólafssonar fjárfestis um uppbyggingu í borginni, og byggingarframkvæmdir athafnamannsins almennt, hafa reynt verulega á meirihlutasamstarfið. Sara Óskarsson, varaþingmaður Pírata, hefur ásamt fleirum, sett fram eindregna kröfu þess efnis að Píratar slíti samstarfinu verði samningum við Ólaf ekki rift. Halldór lítur á þá kröfu sem vantraustsyfirlýsingu á sig. Í pistli sínum, sem birtist nú í morgun, ávarpar hann Ólaf beint.Nokkuð óvænt situr Dagur og meirihlutinn í borginni uppi með Svarta-Péturinn í líki Ólafs Ólafssonar.visir/vilhelm„Nú sit ég í borgarstjórn þar sem við erum að sýsla með skipulagningu á húsnæðisuppbyggingu og samningsgerð þar sem reynt er að gæta hagsmuna borgarinnar þannig að þeir fari einhvern veginn saman við hagsmuni fjármagnsins. Töldum okkur hafa náð bara nokkuð langt þar en þegar fréttir berast af þínum hluta í málinu er stór hluti almennings bara ekki alveg sammála. Það skil ég reyndar ágætlega, ekki síst þegar svo vill til að þetta gerist um svipað leyti og skýrsla kemur út sem flettir ofan af ótrúlega ósvífinni fléttu þinni við kaupin á Búnaðarbankanum - og þú sýnir hefðbundin viðbrögð afneitunar. Það hefur töluvert gengið á og ég hef persónulega staðið í ströngu á ýmsum vettvangi við að fara yfir málin, svara fyrir og takast á við fólk.“ Halldór Auðar Svansson greinir jafnframt frá því að hann hafi verið starfsmaður netdeildar Kaupþings meðan allt lék í lyndi, fyrir hrun.Ólafur stærsta vofan og sú hrikalegasta Halldór segir vofur fortíðar, frá fjármálahruninu, voma enn yfir og Ólafur sé ein þeirra. „Sennilega sú stærsta og hrikalegasta. Þannig er það bara.“ Borgarfulltrúinn spyr Ólaf samviskuspurninga: „Hvað ætlar þú að gera til að sýna fram á að þér gangi gott til í þínum fjárfestingum? Hvernig ætlar þú að sýna að þú hefur eitthvað lært og ætlir að laga og breyta? Hvernig ætlar þú að bæta fyrir það vonda sem þú hefur gert um ævina?“Guðfinna segir málið með lóðir Ólafs tvíþætt. Félag hans átti lóðir en því var einnig úthlutað tveimur lóðum sem borgin átti í Vogabyggð.visir/Anton BrinkLjóst er að minnihlutinn í borginni ætlar ekki að gefa Degi B. Eggertssyni borgarstjóra nein grið vegna málsins sem hefur reynst meirihlutanum ákaflega erfitt.Málið með lóðir Ólafs tvíþætt Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að í dag standi til að ræða, á fundi borgarstjórnar, drög að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. „Sem virkar mjög áferðarfalleg ef maður þekkir ekki málið, ég hins vegar gafst upp á því að lesa hana í gærkvöldi því þar er aðallega verið að telja upp hvað aðrir eru að gera í borginni og látið líta út eins og Dagur sé búinn að vera með smíðabeltið á sér allt kjörtímabilið að byggja 2500-3000 leiguíbúðir, við ætlum að ræða tillögu minnihlutans um uppbyggingu í Geldinganesi, söluna á lóðinni í Vogabyggð til félagsins hans Ólafs Ólafssonar og ástandið í Seljahlíð.“ Guðfinna segir að málið með lóðirnar hans Ólafs sé tvíþætt: „Annars vegar átti félag Ólafs nokkrar lóðir sem var verið að gera samning við að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og uppbyggingu eins og gert var við aðra eigendur í Vogabyggð og hins vegar var félagi hans úthlutað einni af tveimur lóðum sem borgin á á þessu svæði.“ Guðfinna segir að þeim lóðum hafi verið úthlutað fyrir um þremur vikum.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30
Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03
Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37