Íhuga alvarlega úrsögn úr BSRB Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. apríl 2017 23:31 Tvö fagfélög til viðbótar við Landssamband lögreglumanna skoða nú stöðu sína með tilliti til úrsagnar úr BSRB eftir að Alþingi samþykkti lög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Félögin eru afar ósátt við breytingarnar sem taka gildi í sumar. Fjögur fagfélög mótmæltu síðastliðið haust að formaður BSRB myndi skrifa undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Samkomulagið fór þó í gegn og var að lögum á alþingi skömmu fyrir síðustu jól og taka gildi nú í sumar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna, að sambandið vinni nú að því að hefja úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. Sjá: Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsögn úr BSRBMikið hitamálStefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að málið hafi verið rætt innan stjórnar og í lok apríl verður málið tekið fyrir á ársfundi sambandsins. Í framhaldi af því verður hugur félagsmanna kortlagður. „Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur barist fyrir því í 20 ár að lækka lífeyristökualdur sinna félagsmanna,“ segir Stefán. Hann segir það íþyngjandi fyrir atvinnurekendur á þessu sviði að vera með starfsmenn sem nálgast eftirlaunaaldur með tilliti til starfsgetu. „Þetta er mikið hitamál innan okkar raða og sérstaklega þessi hækkun á lífeyristökualdri. Mér finnst því ekki ólíklegt að niðurstaðan yrði eitthvað á þá leið sem að lögreglan er að fara í núna.“Tollverðir reiðir yfir stöðunniTollvarðafélag Íslands hefur einnig verið mótfallið breytingunum og í mars síðastliðnum mótmælti félagið á aðalfundi sínum stefnuleysi og linkind BSRB í garð samningsaðila, ekki síst í málum er tengjast breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Jafnframt lýsti félagið yfir vantrausti á stjórn BSRB og sérstaklega á formann bandalagsins. „Félagsmenn eru mjög ósáttir með þá stöðu sem að tollverðir eru í í dag vegna breytinga á lífeyrisréttindum okkar,“ segir Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands. Segir hann að félagsmenn hafi óskað eftir líkt og hjá hinum félögunum að staða þeirra innan BSRB yrði könnuð. Tollverðir séu mjög reiðir yfir stöðu sinni og ekki sé ólíklegt að þeir myndu fylgja Landsambandi lögreglumanna fari þeir úr BRSB.Engar breytingar á lífeyrisréttindumBSRB sendu inn breytingartillögu á frumvarpi fjármálaráðherra áður en það varð að lögum en Alþingi hefur ekki fallist á tillögu bandalagsins. „Við höldum áfram í því að láta uppfylla það samkomulag sem gert var en það er ekki komið í höfn ennþá,“segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Þá segir hún formann Landssambands lögreglumanna ekki hafa farið með rétt mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um að við gildistöku laganna í sumar komi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna til með að skerðast. „Það er byggt á einhverjum misskilningi vegna þess að það verða engar breytingar á lífeyrisréttindum." Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Tvö fagfélög til viðbótar við Landssamband lögreglumanna skoða nú stöðu sína með tilliti til úrsagnar úr BSRB eftir að Alþingi samþykkti lög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Félögin eru afar ósátt við breytingarnar sem taka gildi í sumar. Fjögur fagfélög mótmæltu síðastliðið haust að formaður BSRB myndi skrifa undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Samkomulagið fór þó í gegn og var að lögum á alþingi skömmu fyrir síðustu jól og taka gildi nú í sumar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna, að sambandið vinni nú að því að hefja úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. Sjá: Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsögn úr BSRBMikið hitamálStefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að málið hafi verið rætt innan stjórnar og í lok apríl verður málið tekið fyrir á ársfundi sambandsins. Í framhaldi af því verður hugur félagsmanna kortlagður. „Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur barist fyrir því í 20 ár að lækka lífeyristökualdur sinna félagsmanna,“ segir Stefán. Hann segir það íþyngjandi fyrir atvinnurekendur á þessu sviði að vera með starfsmenn sem nálgast eftirlaunaaldur með tilliti til starfsgetu. „Þetta er mikið hitamál innan okkar raða og sérstaklega þessi hækkun á lífeyristökualdri. Mér finnst því ekki ólíklegt að niðurstaðan yrði eitthvað á þá leið sem að lögreglan er að fara í núna.“Tollverðir reiðir yfir stöðunniTollvarðafélag Íslands hefur einnig verið mótfallið breytingunum og í mars síðastliðnum mótmælti félagið á aðalfundi sínum stefnuleysi og linkind BSRB í garð samningsaðila, ekki síst í málum er tengjast breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Jafnframt lýsti félagið yfir vantrausti á stjórn BSRB og sérstaklega á formann bandalagsins. „Félagsmenn eru mjög ósáttir með þá stöðu sem að tollverðir eru í í dag vegna breytinga á lífeyrisréttindum okkar,“ segir Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands. Segir hann að félagsmenn hafi óskað eftir líkt og hjá hinum félögunum að staða þeirra innan BSRB yrði könnuð. Tollverðir séu mjög reiðir yfir stöðu sinni og ekki sé ólíklegt að þeir myndu fylgja Landsambandi lögreglumanna fari þeir úr BRSB.Engar breytingar á lífeyrisréttindumBSRB sendu inn breytingartillögu á frumvarpi fjármálaráðherra áður en það varð að lögum en Alþingi hefur ekki fallist á tillögu bandalagsins. „Við höldum áfram í því að láta uppfylla það samkomulag sem gert var en það er ekki komið í höfn ennþá,“segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Þá segir hún formann Landssambands lögreglumanna ekki hafa farið með rétt mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um að við gildistöku laganna í sumar komi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna til með að skerðast. „Það er byggt á einhverjum misskilningi vegna þess að það verða engar breytingar á lífeyrisréttindum."
Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Formaður landssambandsins segir ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. 2. apríl 2017 18:45