Segir Brynjar vanhæfan eftir störf sín fyrir Bjarka Diego Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2017 07:00 Svandís Svavarsdóttir vísir/daníel Það er óheppilegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis leiði vinnu við úrvinnslu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Þetta er mat Svandísar Svavarsdóttur, fulltrúa VG í nefndinni. „Ég tel að það færi betur á því að einhver annar leiddi nákvæmlega þessa vinnu,“ segir Svandís. Ástæðan er sú að Brynjar Níelsson var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Það var áður en Brynjar var kjörinn þingmaður árið 2013. Bjarki var lögfræðingur hjá Kaupþingi og samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom hann að gerð baksamninga þess efnis að Kaupþing keypti aftur hluti í Búnaðarbankanum af þýska bankanum Hauck & Aufhäuser. „Mér finnst það skipta mjög miklu máli að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé þannig að ekki falli skuggi á hennar störf. Það er afar mikilvægt og það hljótum við öll að vera sammála um,“ segir Svandís og bætir við að um þetta mál verði væntanlega fjallaði í nefndinni. Brynjar Níelsson segist ekkert hafa íhugað framtíð málsins. „Ef nefndin er almennt á því að það sé ómögulegt að ég sé þarna þá fer ég úr nefndinni. Ég ætla ekkert að vera að djöflast ef aðrir nefndarmenn vilja það ekki,“ segir Brynjar. Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir Alþingis á stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fjalla um skýrsluna og draga af henni ályktanir, sem geta verið leiðbeiningar til þingsins eða framkvæmdarvaldsins um breytta löggjöf eða breytta framkvæmd. „Við förum yfir skýrsluna, metum hvort einhvern lærdóm sé hægt að draga af henni og svo framvegis,“ segir Svandís um það hlutverk nefndarinnar sem fram undan er. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka fyrirvara á að slík rannsókn fari fram. 31. mars 2017 12:53 Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu. 31. mars 2017 06:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Það er óheppilegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis leiði vinnu við úrvinnslu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Þetta er mat Svandísar Svavarsdóttur, fulltrúa VG í nefndinni. „Ég tel að það færi betur á því að einhver annar leiddi nákvæmlega þessa vinnu,“ segir Svandís. Ástæðan er sú að Brynjar Níelsson var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Það var áður en Brynjar var kjörinn þingmaður árið 2013. Bjarki var lögfræðingur hjá Kaupþingi og samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom hann að gerð baksamninga þess efnis að Kaupþing keypti aftur hluti í Búnaðarbankanum af þýska bankanum Hauck & Aufhäuser. „Mér finnst það skipta mjög miklu máli að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé þannig að ekki falli skuggi á hennar störf. Það er afar mikilvægt og það hljótum við öll að vera sammála um,“ segir Svandís og bætir við að um þetta mál verði væntanlega fjallaði í nefndinni. Brynjar Níelsson segist ekkert hafa íhugað framtíð málsins. „Ef nefndin er almennt á því að það sé ómögulegt að ég sé þarna þá fer ég úr nefndinni. Ég ætla ekkert að vera að djöflast ef aðrir nefndarmenn vilja það ekki,“ segir Brynjar. Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir Alþingis á stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fjalla um skýrsluna og draga af henni ályktanir, sem geta verið leiðbeiningar til þingsins eða framkvæmdarvaldsins um breytta löggjöf eða breytta framkvæmd. „Við förum yfir skýrsluna, metum hvort einhvern lærdóm sé hægt að draga af henni og svo framvegis,“ segir Svandís um það hlutverk nefndarinnar sem fram undan er.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka fyrirvara á að slík rannsókn fari fram. 31. mars 2017 12:53 Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu. 31. mars 2017 06:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka fyrirvara á að slík rannsókn fari fram. 31. mars 2017 12:53
Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu. 31. mars 2017 06:00