Kröfðust þess að sérstök umræða um fátækt yrði sett á dagskrá þingsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2017 15:49 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir/Ernir Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að sérstök umræða um fátækt sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir við félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, fer ekki fram í þessari viku eins og búist hafði verið við. Ekki varð annað ráðið af orðum þingmanna en að staðið hefði til að umræðan færi fram í dag en að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, hefði hætt við umræðuna og tilkynnt að engar sérstakar umræður myndu fara fram á þingi í þessari viku. „Ég var beðin um að senda hér inn spurningar af því að til stæði að setja þessa umræðu á dagskrá í þessari viku en en nú fæ ég að heyra það að það standi ekki til að setja þessa sérstöku umræðu á dagskrá né nokkra aðra sérstaka umræðu og ég hlýt að furða mig á því að loksins þegar hæstvirt ríkisstjórn skilar af sér málum, að sjálfsögðu á síðasta framlagningardegi eins og alltaf hefur verið þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, þá eigi að ryðja burt öllum öðrum málum. Eða vill forysta þingsins ekki ræða málefni fátæktar?“ spurði Katrín á þingi í dag og krafðist þess að umræðan færi fram í vikunni enda væri um stórt pólitískt mál að ræða. Á meðal þingmanna sem tóku undir orð Katrínar voru þau Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er alveg fráleitt að engar sérstakar umræður muni eiga sér stað í þessari viku. Við erum að tala um það að þetta er málstofa Alþingis þar sem við ræðum formlega um ýmis mál ekki bara frumvörp ríkisstjórnarinnar þegar henni hentar heldur er mjög mikilvægt að við eigum í umræðum um önnur mikilvæg mál,“ sagði Ásta Guðrún. Logi sagði ólíðandi að ekki væri gefið pláss fyrir sérstakar umræður stjórnarandstöðunnar, ekki síst um fátækt sem verið hefði mikið til umræðu í samfélaginu undanfarnar vikur. „Mér finnst það vanvirðing við þann stóra hóp sem er að glíma við fátækt að menn skuli ekki gefa sér örlítinn tíma. Við getum auðvitað komið þessari umræðu að þegar við tölum um fjármálaáætlunina [...] og ég krefst þess að umræðan verði sett á dagskrá í vikunni,“ sagði Logi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom forseta þingsins til varnar og sagði að þingmenn yrðu að sýna forseta sanngirni. Hann taldi að aldrei á neinu tveggja mánaða tímabili í störfum þingsins hefðu sérstakar umræður að beiðni stjórnarandstöðunnar verið jafn tíðar. Þá væri leitun að því að þingmenn hefðu átt jafn greiða leið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim farvegi sem sérstakar umræður eru. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að sérstök umræða um fátækt sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir við félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, fer ekki fram í þessari viku eins og búist hafði verið við. Ekki varð annað ráðið af orðum þingmanna en að staðið hefði til að umræðan færi fram í dag en að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, hefði hætt við umræðuna og tilkynnt að engar sérstakar umræður myndu fara fram á þingi í þessari viku. „Ég var beðin um að senda hér inn spurningar af því að til stæði að setja þessa umræðu á dagskrá í þessari viku en en nú fæ ég að heyra það að það standi ekki til að setja þessa sérstöku umræðu á dagskrá né nokkra aðra sérstaka umræðu og ég hlýt að furða mig á því að loksins þegar hæstvirt ríkisstjórn skilar af sér málum, að sjálfsögðu á síðasta framlagningardegi eins og alltaf hefur verið þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, þá eigi að ryðja burt öllum öðrum málum. Eða vill forysta þingsins ekki ræða málefni fátæktar?“ spurði Katrín á þingi í dag og krafðist þess að umræðan færi fram í vikunni enda væri um stórt pólitískt mál að ræða. Á meðal þingmanna sem tóku undir orð Katrínar voru þau Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er alveg fráleitt að engar sérstakar umræður muni eiga sér stað í þessari viku. Við erum að tala um það að þetta er málstofa Alþingis þar sem við ræðum formlega um ýmis mál ekki bara frumvörp ríkisstjórnarinnar þegar henni hentar heldur er mjög mikilvægt að við eigum í umræðum um önnur mikilvæg mál,“ sagði Ásta Guðrún. Logi sagði ólíðandi að ekki væri gefið pláss fyrir sérstakar umræður stjórnarandstöðunnar, ekki síst um fátækt sem verið hefði mikið til umræðu í samfélaginu undanfarnar vikur. „Mér finnst það vanvirðing við þann stóra hóp sem er að glíma við fátækt að menn skuli ekki gefa sér örlítinn tíma. Við getum auðvitað komið þessari umræðu að þegar við tölum um fjármálaáætlunina [...] og ég krefst þess að umræðan verði sett á dagskrá í vikunni,“ sagði Logi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom forseta þingsins til varnar og sagði að þingmenn yrðu að sýna forseta sanngirni. Hann taldi að aldrei á neinu tveggja mánaða tímabili í störfum þingsins hefðu sérstakar umræður að beiðni stjórnarandstöðunnar verið jafn tíðar. Þá væri leitun að því að þingmenn hefðu átt jafn greiða leið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim farvegi sem sérstakar umræður eru.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira