Lífið

Erjurnar milli Ágústu Evu og Manúelu, grátur í mátunarklefanum og fyndinn McIntyre

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum og ber þar helst að nefna erjur Ágústu Evu Erlendsdóttur og Manúelu Ósk Harðardóttur í netheimum.

Hafþór Júlíus Björnsson vann keppnina um sterkasta mann Evrópu, þrátt fyrir að vera lamaður í andliti og Ingó Veðurguð hafði enga stjórn á veðrinu í heimsreisu sinni.

Fréttir um mænudeyfingarmet á Íslandi fóru eins og eldur í sinu um vefsíður um allan heim og Julian Assange og Pamela Anderson eru byrjuð saman.

Poppkastið heyrði hljóðið í uppistandaranum Michael McIntyre sem kemur til landsins í næsta mánuði og heldur uppistand í Laugardalshöllinni.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á 20. þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.


Tengdar fréttir

Nauðsynlegt að vera cunt í heimi dragdrottninga

Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum og ber þar helst að nefna plötusamningurinn sem Glowie gerði við útgáfurisann Columbia og mun hún gefa út plötu undir merkum fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.