Sakar Nunes um að reyna að dreifa athygli frá tengslum Trump við Rússa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 23:30 Devin Nunes, hlýtur æ meiri gagnrýni vegna framgöngu sinnar í rannsókn á tengslum Trump við Rússa. Vísir/EPA Demókratar saka Devin Nunes, Repúblikana og formann þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál, sem nú fer með rannsókn á tengslum ríkisstjórnar Trump við Rússa, um að þvælast vísvitandi fyrir rannsókninni. Guardian greinir frá.Nunes er sakaður um að vinna að því að vernda hagsmuni forsetans í stað þess að vinna að sjálfstæðri rannsókn á háttalagi ríkisstjórnarinnar. Fremstur í að gagnrýna Nunes er demókratinn Adam Schiff, þingmaður Flórídaríkis í fulltrúadeildinni, en hann á sæti í nefndinni sem Nunes leiðir. Hann sakar Nunes um að reyna að „afvegaleiða almenning“ frá því sem raunverulega skiptir máli. Ásakanirnar má rekja til þess að Nunes gaf nýlega út tilkynningu, án samráðs við aðra nefndarmeðlimi, þar sem hann hélt því fram að hann hefði undir höndum gögn sem bentu til þess að meðlimir í kosningateymi Trump hefðu verið hleraðir af ríkisstjórn Barack Obama. Forsetinn greip fullyrðingar Nunes fegins hendi, enda höfðu engin gögn komið fram sem stutt hafa fullyrðingar hans um hleranir Obama. Nunes hefur neitað að sýna fjölmiðlum umrædd gögn og neitaði lengi vel að segja hvaðan þau komu en lét síðan hafa eftir sér að heimildarmenn hans hefðu verið tveir starfsmenn Hvíta hússins. Þá var hann jafnframt gagnrýndur fyrir að hlaupa til Trump með þær upplýsingar. Sjá einnig: Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Síðastliðinn laugardag greip forsetinn aftur til Twitter, þar sem hann réðist á fjölmiðla fyrir að fjalla um tengsl hans við Rússa, í stað hlerana Obama, eins og má sjá hér að neðan. Vegna ásakanna Schiff er ljóst að rannsókn nefndarinnar hefur verið sett á ís, en nefnd öldungadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, sem og bandaríska alríkislögreglan rannsaka enn tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa. Demókratar, sem og nokkrir aðilar innan Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Nunes segi af sér sem formaður nefndarinnar, en Nunes hefur neitað að verða við þeirri beiðni. Þá hefur einnig verið kallað eftir því að sett verði á fót sjálfstæð nefnd sem fari með rannsókn málsins, málið sé talið það alvarlegt. Hefur meðal annars fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, frá árinu 2008, John McCain kallað eftir því. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að ekki sé þörf á „enn einni rannsókninni“ á málinu, einungis til þess að tryggja að „niðurstaðan muni örugglega verða sanngjörn.“When will Sleepy Eyes Chuck Todd and @NBCNews start talking about the Obama SURVEILLANCE SCANDAL and stop with the Fake Trump/Russia story?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 1, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Demókratar saka Devin Nunes, Repúblikana og formann þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál, sem nú fer með rannsókn á tengslum ríkisstjórnar Trump við Rússa, um að þvælast vísvitandi fyrir rannsókninni. Guardian greinir frá.Nunes er sakaður um að vinna að því að vernda hagsmuni forsetans í stað þess að vinna að sjálfstæðri rannsókn á háttalagi ríkisstjórnarinnar. Fremstur í að gagnrýna Nunes er demókratinn Adam Schiff, þingmaður Flórídaríkis í fulltrúadeildinni, en hann á sæti í nefndinni sem Nunes leiðir. Hann sakar Nunes um að reyna að „afvegaleiða almenning“ frá því sem raunverulega skiptir máli. Ásakanirnar má rekja til þess að Nunes gaf nýlega út tilkynningu, án samráðs við aðra nefndarmeðlimi, þar sem hann hélt því fram að hann hefði undir höndum gögn sem bentu til þess að meðlimir í kosningateymi Trump hefðu verið hleraðir af ríkisstjórn Barack Obama. Forsetinn greip fullyrðingar Nunes fegins hendi, enda höfðu engin gögn komið fram sem stutt hafa fullyrðingar hans um hleranir Obama. Nunes hefur neitað að sýna fjölmiðlum umrædd gögn og neitaði lengi vel að segja hvaðan þau komu en lét síðan hafa eftir sér að heimildarmenn hans hefðu verið tveir starfsmenn Hvíta hússins. Þá var hann jafnframt gagnrýndur fyrir að hlaupa til Trump með þær upplýsingar. Sjá einnig: Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Síðastliðinn laugardag greip forsetinn aftur til Twitter, þar sem hann réðist á fjölmiðla fyrir að fjalla um tengsl hans við Rússa, í stað hlerana Obama, eins og má sjá hér að neðan. Vegna ásakanna Schiff er ljóst að rannsókn nefndarinnar hefur verið sett á ís, en nefnd öldungadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, sem og bandaríska alríkislögreglan rannsaka enn tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa. Demókratar, sem og nokkrir aðilar innan Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Nunes segi af sér sem formaður nefndarinnar, en Nunes hefur neitað að verða við þeirri beiðni. Þá hefur einnig verið kallað eftir því að sett verði á fót sjálfstæð nefnd sem fari með rannsókn málsins, málið sé talið það alvarlegt. Hefur meðal annars fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, frá árinu 2008, John McCain kallað eftir því. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að ekki sé þörf á „enn einni rannsókninni“ á málinu, einungis til þess að tryggja að „niðurstaðan muni örugglega verða sanngjörn.“When will Sleepy Eyes Chuck Todd and @NBCNews start talking about the Obama SURVEILLANCE SCANDAL and stop with the Fake Trump/Russia story?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 1, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40