Stokkað upp í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar og stefnt á framboð til borgarstjórnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2017 19:35 Nokkur átök hafa verið innan flokksins, en tveir lykilmenn; Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, sögðu sig úr flokknum rétt fyrir síðustu alþingiskosningar. vísir/stefán Uppstokkun varð í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði í dag. Flokkurinn stefnir á framboð í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Alls voru fjórir í framboði til formanns en Guðmundur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari. Guðmundur tekur við formennsku af Helga Helgasyni, stofnanda flokksins. Jens G. Garðarsson fékk næstflest atkvæði í formannskjörinu og þar á eftir komu Hjördís Diljá Bech og Jón Valur Jensson. Nýr varaformaður er Reynir Heiðarsson og tekur hann við af Birgi Eiríkssyni. Þá tekur Sverrir J. Sverrisson við starfi ritara, sem Sigurlaug Oddný Björnsdóttir gegndi áður. Þá voru tólf kjörnir í flokksstjórn og þrír varamenn, en flokksstjórnin mun skipa gjaldkera á aðalfundi flokksins.Helgi Helgason víkur fyrir nýjum formanni, Guðmundi Þorleifssyni. Hann segist hafa viljað leyfa öðrum að spreyta sig.Helgi Helgason, fyrrverandi formaður flokksins og stofnandi hans, segist afar ánægður með breytingarnar. „Það var góður andi á fundinum og þetta var allt í bróðerni. Það var tekist á og það voru kosningar og það var heilmikið líf í okkur en það voru líka 35 manns á fundinum. Þetta lofar mjög góðu, nú er nýtt fólk tekið við keflinu. Ég er núna bara í fótgönguliðinu eins og sagt er en mun halda áfram að vinna að framgangi mála, þó ég komi ekki að yfirstjórninni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt verði að framboði til borgarstjórnarkosninga, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um sveitarstjórnarkosningar. Helstu áherslumál flokksins verði að vinna gegn uppbyggingu mosku og að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Deilur innan flokksins urðu til þess að hann bauð ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir síðustu alþingiskosningar, líkt og fyrirhugað var. Oddvitar þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, drógu framboð sín til baka og sögðust ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga. Helgi segir þessar deilur ekki ástæðu þess að hann bauð sig ekki fram, heldur hafi hann margt á sínum snærum þessa dagana. „Mig langar að leyfa öðrum að spreyta sig og svo er ég bara í svo mörgu öðru. Ég tók þessa ákvörðun alls ekki út af þessu, heldur fyrst og fremst til að geta sinnt öðrum hlutum betur. Það er engin krafa um að ég víki.“ Tengdar fréttir Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Uppstokkun varð í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði í dag. Flokkurinn stefnir á framboð í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Alls voru fjórir í framboði til formanns en Guðmundur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari. Guðmundur tekur við formennsku af Helga Helgasyni, stofnanda flokksins. Jens G. Garðarsson fékk næstflest atkvæði í formannskjörinu og þar á eftir komu Hjördís Diljá Bech og Jón Valur Jensson. Nýr varaformaður er Reynir Heiðarsson og tekur hann við af Birgi Eiríkssyni. Þá tekur Sverrir J. Sverrisson við starfi ritara, sem Sigurlaug Oddný Björnsdóttir gegndi áður. Þá voru tólf kjörnir í flokksstjórn og þrír varamenn, en flokksstjórnin mun skipa gjaldkera á aðalfundi flokksins.Helgi Helgason víkur fyrir nýjum formanni, Guðmundi Þorleifssyni. Hann segist hafa viljað leyfa öðrum að spreyta sig.Helgi Helgason, fyrrverandi formaður flokksins og stofnandi hans, segist afar ánægður með breytingarnar. „Það var góður andi á fundinum og þetta var allt í bróðerni. Það var tekist á og það voru kosningar og það var heilmikið líf í okkur en það voru líka 35 manns á fundinum. Þetta lofar mjög góðu, nú er nýtt fólk tekið við keflinu. Ég er núna bara í fótgönguliðinu eins og sagt er en mun halda áfram að vinna að framgangi mála, þó ég komi ekki að yfirstjórninni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt verði að framboði til borgarstjórnarkosninga, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um sveitarstjórnarkosningar. Helstu áherslumál flokksins verði að vinna gegn uppbyggingu mosku og að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Deilur innan flokksins urðu til þess að hann bauð ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir síðustu alþingiskosningar, líkt og fyrirhugað var. Oddvitar þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, drógu framboð sín til baka og sögðust ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga. Helgi segir þessar deilur ekki ástæðu þess að hann bauð sig ekki fram, heldur hafi hann margt á sínum snærum þessa dagana. „Mig langar að leyfa öðrum að spreyta sig og svo er ég bara í svo mörgu öðru. Ég tók þessa ákvörðun alls ekki út af þessu, heldur fyrst og fremst til að geta sinnt öðrum hlutum betur. Það er engin krafa um að ég víki.“
Tengdar fréttir Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00
Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27