Þetta voru aprílgöbbin í ár: Karnival í Helguvík og Subway-ís Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 23:35 Aprílgöbbin voru fjölbreytt í ár. Vísir/Skjáskot Frá því elstu menn muna hefur ríkt hefð fyrir því víðast hvar að menn séu gabbaðir á fyrsta degi aprílmánaðar og jafnvel látnir hlaupa apríl. Dagurinn í dag var engin undantekning þar á og litu mörg misgóð göbb dagsins ljós, bæði erlendis og hér á landi. Vísir tók að sjálfsögðu þátt í deginum og sagði frá því að Tryggvi Gunnar Hansen hefði fundið ávísun, stílaða á handhafa, upp á 46,5 milljónir bandaríkjadala, í gömlu skrifborði í Góða hiðinum. Þar sagði frá því að trúlega væri um að ræða hagnað af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Vísir var ekki eini fréttavefur landsins sem tók þátt í deginum en mbl.is greindi frá því að Ikea hefði sett á fót meðlimaklúbb til höfuðs Costco. Var gabbið reyndar svo trúverðugt að Viðskiptablaðið lét gabbast og birti frétt af málinu. Þá greindu Víkurfréttir frá svokölluðum „fjölskyldudegi United Silicon í Helguvík,“ þar sem bæjarbúum Reykjanesbæjar var boðið í karnivalstemningu við kísilverið, þar sem börnum gæfist meðal annars kostur á að grilla sykurpúða yfir kolum. Norðlenski fréttavefurinn Kaffið.is sagði svo frá því að kynnirinn úr Survivor þáttunum, Jeff Probst væri á Akureyri um þessar mundir. Fréttamiðlarnir voru þó ekki einir um hituna hérlendis í gabbmálum en frá því var greint á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, að í dag myndi hefjast gjaldtaka fyrir öll farartæki sem koma til Húsavíkur að sunnanverðu, allt til loka september, til þess að standa undir innviðauppbyggingu á Húsavík.Vísir/SkjáskotErlendis voru göbbin svo misgóð eins og gengur og gerist. Klámsíðan Pornhub tók til að mynda þátt í deginum og hrellti notendur sína með vægast sagt óþægilegum skilaboðum. Þannig greindi skyndibitakeðjan Burger King frá því að hún hyggðist gefa út tannkrem, sem bragðaðist nákvæmlega eins og vinsælasta hamborgaramáltíð fyrirtækisins, Whopper.Jafnframt greindi lestarfyrirtækið Virgin Trains frá því að fyrirtækið ætlaði sér nú að koma til móts við viðskiptavini sem væru stöðugt að týna lestarmiðum sínum, með því að bjóða þeim upp á að láta húðflúra miða á sig. Þá var greint frá því að Google ætlaði sér að gefa út nýja útgáfu af snjallheimili, undir nafninu Google Gnome, sem væri sérstaklega hannað fyrir garðyrkjustörf.Einnig gaf Subway út tilkynningu, þar sem sagði að fyrirtækið ætli sér að kynna til leiks ístegundir, þar sem hægt væri að fá það sama og á bátum, nema bara í ís.Vísir/Skjáskot Aprílgabb Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Frá því elstu menn muna hefur ríkt hefð fyrir því víðast hvar að menn séu gabbaðir á fyrsta degi aprílmánaðar og jafnvel látnir hlaupa apríl. Dagurinn í dag var engin undantekning þar á og litu mörg misgóð göbb dagsins ljós, bæði erlendis og hér á landi. Vísir tók að sjálfsögðu þátt í deginum og sagði frá því að Tryggvi Gunnar Hansen hefði fundið ávísun, stílaða á handhafa, upp á 46,5 milljónir bandaríkjadala, í gömlu skrifborði í Góða hiðinum. Þar sagði frá því að trúlega væri um að ræða hagnað af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Vísir var ekki eini fréttavefur landsins sem tók þátt í deginum en mbl.is greindi frá því að Ikea hefði sett á fót meðlimaklúbb til höfuðs Costco. Var gabbið reyndar svo trúverðugt að Viðskiptablaðið lét gabbast og birti frétt af málinu. Þá greindu Víkurfréttir frá svokölluðum „fjölskyldudegi United Silicon í Helguvík,“ þar sem bæjarbúum Reykjanesbæjar var boðið í karnivalstemningu við kísilverið, þar sem börnum gæfist meðal annars kostur á að grilla sykurpúða yfir kolum. Norðlenski fréttavefurinn Kaffið.is sagði svo frá því að kynnirinn úr Survivor þáttunum, Jeff Probst væri á Akureyri um þessar mundir. Fréttamiðlarnir voru þó ekki einir um hituna hérlendis í gabbmálum en frá því var greint á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, að í dag myndi hefjast gjaldtaka fyrir öll farartæki sem koma til Húsavíkur að sunnanverðu, allt til loka september, til þess að standa undir innviðauppbyggingu á Húsavík.Vísir/SkjáskotErlendis voru göbbin svo misgóð eins og gengur og gerist. Klámsíðan Pornhub tók til að mynda þátt í deginum og hrellti notendur sína með vægast sagt óþægilegum skilaboðum. Þannig greindi skyndibitakeðjan Burger King frá því að hún hyggðist gefa út tannkrem, sem bragðaðist nákvæmlega eins og vinsælasta hamborgaramáltíð fyrirtækisins, Whopper.Jafnframt greindi lestarfyrirtækið Virgin Trains frá því að fyrirtækið ætlaði sér nú að koma til móts við viðskiptavini sem væru stöðugt að týna lestarmiðum sínum, með því að bjóða þeim upp á að láta húðflúra miða á sig. Þá var greint frá því að Google ætlaði sér að gefa út nýja útgáfu af snjallheimili, undir nafninu Google Gnome, sem væri sérstaklega hannað fyrir garðyrkjustörf.Einnig gaf Subway út tilkynningu, þar sem sagði að fyrirtækið ætli sér að kynna til leiks ístegundir, þar sem hægt væri að fá það sama og á bátum, nema bara í ís.Vísir/Skjáskot
Aprílgabb Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira