Viðskiptablaðið lét Moggann gabba sig Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2017 12:44 Ikea í Garðabæ. Vísir/VIlhelm Sum aprílgöbb heppnast einfaldlega betur en önnur - svo vel að jafnvel hinir skynsömustu viðskiptablaðamenn láta plata sig. Eitt þeirra verður að teljast aprílgabb Morgunblaðsins þar sem segir frá meintum viðbrögðum IKEA við komu Costco til landsins. Í fréttinni er rætt við Þórarinn Ævarsson, forstjóra IKEA á Íslandi, sem segir að nauðsynlegt sé fyrir fyrirtækið að mæta harðnandi samkeppni og því hafi IKEA ákveðið að byrja sjálft að bjóða upp á einstaklings- og fyrirtækjaaðild eins og þekkist hjá Costco. Neðar í fréttinni gefst fólki svo kostur á að fara inn á skráningarsíðu, sem einhverra hluta vegna er skráð hjá mbl.is en ekki IKEA, þar sem það getur sótt um aðild að IKEA-klúbbnum svokallaða. Fréttin hefur vakið mikla athygli í morgun og hafa rúmlega 800 áhugasamir skráð sig í hinn nýja klúbb - sem þó, sem fyrr segir, er ekki til og ekki stendur til að stofna. Hvort blaðamaður Viðskiptablaðsins, sem skrifaði frétt upp úr aprílgabbi Morgunblaðsins, hafi skráð sig líka skal ósagt látið en eitt er víst; hann féll fyrir gabbinu og „hljóp apríl“ eins og fjöldamargir aðrir. Hér að neðan má sjá frétt Viðskiptablaðsins sem skrifuð var upp úr gabbi Moggans. Fréttin á vef VB hefur nú verið fjarlægð. Fréttin sem birtist á vef Viðskiptablaðsins en hefur nú verið fjarlægð.Skjáskot Aprílgabb Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Sum aprílgöbb heppnast einfaldlega betur en önnur - svo vel að jafnvel hinir skynsömustu viðskiptablaðamenn láta plata sig. Eitt þeirra verður að teljast aprílgabb Morgunblaðsins þar sem segir frá meintum viðbrögðum IKEA við komu Costco til landsins. Í fréttinni er rætt við Þórarinn Ævarsson, forstjóra IKEA á Íslandi, sem segir að nauðsynlegt sé fyrir fyrirtækið að mæta harðnandi samkeppni og því hafi IKEA ákveðið að byrja sjálft að bjóða upp á einstaklings- og fyrirtækjaaðild eins og þekkist hjá Costco. Neðar í fréttinni gefst fólki svo kostur á að fara inn á skráningarsíðu, sem einhverra hluta vegna er skráð hjá mbl.is en ekki IKEA, þar sem það getur sótt um aðild að IKEA-klúbbnum svokallaða. Fréttin hefur vakið mikla athygli í morgun og hafa rúmlega 800 áhugasamir skráð sig í hinn nýja klúbb - sem þó, sem fyrr segir, er ekki til og ekki stendur til að stofna. Hvort blaðamaður Viðskiptablaðsins, sem skrifaði frétt upp úr aprílgabbi Morgunblaðsins, hafi skráð sig líka skal ósagt látið en eitt er víst; hann féll fyrir gabbinu og „hljóp apríl“ eins og fjöldamargir aðrir. Hér að neðan má sjá frétt Viðskiptablaðsins sem skrifuð var upp úr gabbi Moggans. Fréttin á vef VB hefur nú verið fjarlægð. Fréttin sem birtist á vef Viðskiptablaðsins en hefur nú verið fjarlægð.Skjáskot
Aprílgabb Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira