Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Ásgeir Erlendsson skrifar 19. apríl 2017 21:35 Lektor í refsirétti segir að ef miðað er við dómaframkvæmd í manndrápsmálum hér á landi á undanförnum árum skipti engu hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. Sextán ára fangelsi sé nær alltaf niðurstaðan, óháð því hvort viðkomandi veiti aðstoð við að upplýsa málið eða ekki. Játning hefur legið fyrir í meirihluta manndrápsmála sem sakfellt hefur verið fyrir hér á landi á undanförnum áratugum. Þó eru nokkur mál sem komið hafa til kasta dómstóla á síðustu árum þar sem sakborningur neitar sök líkt og Thomas Möller Olsen sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur hefur gert . Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef horft er til dómaframkvæmdar manndrápsmála skipti engu hvort viðkomandi sé samvinnufús og játar brot sitt eða neitar sakargiftum, þegar kemur að ákvörðun refsingar. „Meginreglan er sú að ef það eru ekki einhver sérstök refsilækkunarsjónarmið sem koma til álita þá er dæmt sextán ára fangelsi og játning og einhver aðstoð myndu teljast til málsbóta.“ Engin umbun sé veitt fyrir að greiða fyrir rannsókn slíkra mála.Væri æskilegra að það væri möguleiki á að menn myndu fá einhvers konar umbun fyrir það að vera samvinnuþýðir við rannsókn slíkra mála eða ætti það alls ekkert við? „Það á náttúrulega að taka það sérstaklega til í niðurstöðu dómsins. En það er yfirleitt svo að þá eru aðrar refsiákvörðunarástæður sem koma einnig til skoðunar, og þá yfirleitt til þyngingar. Þær vegast því út. Þetta er því bara eðlileg framkvæmd,“ segir Jón Þór. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Lektor í refsirétti segir að ef miðað er við dómaframkvæmd í manndrápsmálum hér á landi á undanförnum árum skipti engu hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. Sextán ára fangelsi sé nær alltaf niðurstaðan, óháð því hvort viðkomandi veiti aðstoð við að upplýsa málið eða ekki. Játning hefur legið fyrir í meirihluta manndrápsmála sem sakfellt hefur verið fyrir hér á landi á undanförnum áratugum. Þó eru nokkur mál sem komið hafa til kasta dómstóla á síðustu árum þar sem sakborningur neitar sök líkt og Thomas Möller Olsen sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur hefur gert . Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef horft er til dómaframkvæmdar manndrápsmála skipti engu hvort viðkomandi sé samvinnufús og játar brot sitt eða neitar sakargiftum, þegar kemur að ákvörðun refsingar. „Meginreglan er sú að ef það eru ekki einhver sérstök refsilækkunarsjónarmið sem koma til álita þá er dæmt sextán ára fangelsi og játning og einhver aðstoð myndu teljast til málsbóta.“ Engin umbun sé veitt fyrir að greiða fyrir rannsókn slíkra mála.Væri æskilegra að það væri möguleiki á að menn myndu fá einhvers konar umbun fyrir það að vera samvinnuþýðir við rannsókn slíkra mála eða ætti það alls ekkert við? „Það á náttúrulega að taka það sérstaklega til í niðurstöðu dómsins. En það er yfirleitt svo að þá eru aðrar refsiákvörðunarástæður sem koma einnig til skoðunar, og þá yfirleitt til þyngingar. Þær vegast því út. Þetta er því bara eðlileg framkvæmd,“ segir Jón Þór.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira