Kvarta undan ertingu í lungum og kláða í andliti vegna kísilvers í Helguvík Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2017 18:45 Kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður lokað um óákveðinn tíma frá og með næsta föstudegi samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar. Íbúar í nágrenni við verksmiðjuna hafa fundið fyrir sviða í augum og hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Talið er að frá verksmiðjunni hafi streymt efni sem geti haft varanleg áhrif á heilsu manna. Kísilmálmverksmiðja United Silicon var gangsett 13. nóvember. Í mars höfðu 300 kvartanir borist Umhverfisstofnun frá íbúum í nágrenni við verksmiðjuna vegna lyktar og ýmissa óþæginda. Hinn 11. apríl síðastliðinn barst Umhverfissstofnun ábending um afgerandi ólykt frá verksmiðjunni. Í bréfi Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar frá 12. apríl kemur fram að á einum sólarhring hafi áttatíu kvartanir borist til viðbótar. Í bréfinu segir: „Fram kemur að fólk finni fyrir samskonar einkennum og áður hefur verið lýst: sviða í augum, hálsi, ertingi í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti." Umhverfisstofnun hafði samband við sóttvarnalækni áður en stofnunin sendi bréfið. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að sóttvarnarlæknir hafi nefnt fimm efni sem gætu haft þau ertandi áhrif sem íbúar nálægt verksmiðjunni lýsa. Þau eru nefnd í bréfi Umhverfisstofnunar en hér er um að ræða edikssýru, maurasýru, chromethane/methyl chloride, methyl mercaptan og ýmis aldehýð. Sum efnanna eru skaðleg og geta haft langtímaáhrif á heilsu fólks en í bréfi Umhverfisstofnunar segir: „Eins og fram hefur komið er mögulegt að út í andrúmsloftið streymi nú ofangreind efni eða sambærileg efni sem kunna að mati Sóttvarnalæknis að hafa langtímaáhrif á heilsufar ef mjög mikil mengun verður þótt það sé í tiltölulega stuttan tíma.“ Verksmiðjan lokaði tímabundið eftir eldsvoða sem kom upp aðfaranótt þriðjudags. Óvíst hvenær hún opnar á ný enda hefur Umhverfisstofnun sent nýtt bréf um stöðvun starfseminnar í ótímabundinn tíma. „Við höfum sent fyrirtækinu bréf á ný þar sem fyrirtækinu er veittur kostur á að koma með athugasemdir fyrir föstudag. Við teljum nauðsynlegt að verksmiðjan fari ekki í gang á nema að höfðu samráði við Umhverfisstofnun. Það kann að vera að það þurfi að keyra verksmiðjuna eitthvað til greiningar á vandanum en þá þyrfti að kynna það að okkar mati fyrirfram,“ segir Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Ef að United Silicon kemur ekki með andmæli sem Umhverfisstofnun metur gild stöðvast starfsemi verksmiðjunnar ótímabundið frá og með næsta föstudegi. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar. 19. apríl 2017 13:30 Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. 19. apríl 2017 08:30 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. 19. apríl 2017 05:00 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður lokað um óákveðinn tíma frá og með næsta föstudegi samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar. Íbúar í nágrenni við verksmiðjuna hafa fundið fyrir sviða í augum og hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Talið er að frá verksmiðjunni hafi streymt efni sem geti haft varanleg áhrif á heilsu manna. Kísilmálmverksmiðja United Silicon var gangsett 13. nóvember. Í mars höfðu 300 kvartanir borist Umhverfisstofnun frá íbúum í nágrenni við verksmiðjuna vegna lyktar og ýmissa óþæginda. Hinn 11. apríl síðastliðinn barst Umhverfissstofnun ábending um afgerandi ólykt frá verksmiðjunni. Í bréfi Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar frá 12. apríl kemur fram að á einum sólarhring hafi áttatíu kvartanir borist til viðbótar. Í bréfinu segir: „Fram kemur að fólk finni fyrir samskonar einkennum og áður hefur verið lýst: sviða í augum, hálsi, ertingi í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti." Umhverfisstofnun hafði samband við sóttvarnalækni áður en stofnunin sendi bréfið. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að sóttvarnarlæknir hafi nefnt fimm efni sem gætu haft þau ertandi áhrif sem íbúar nálægt verksmiðjunni lýsa. Þau eru nefnd í bréfi Umhverfisstofnunar en hér er um að ræða edikssýru, maurasýru, chromethane/methyl chloride, methyl mercaptan og ýmis aldehýð. Sum efnanna eru skaðleg og geta haft langtímaáhrif á heilsu fólks en í bréfi Umhverfisstofnunar segir: „Eins og fram hefur komið er mögulegt að út í andrúmsloftið streymi nú ofangreind efni eða sambærileg efni sem kunna að mati Sóttvarnalæknis að hafa langtímaáhrif á heilsufar ef mjög mikil mengun verður þótt það sé í tiltölulega stuttan tíma.“ Verksmiðjan lokaði tímabundið eftir eldsvoða sem kom upp aðfaranótt þriðjudags. Óvíst hvenær hún opnar á ný enda hefur Umhverfisstofnun sent nýtt bréf um stöðvun starfseminnar í ótímabundinn tíma. „Við höfum sent fyrirtækinu bréf á ný þar sem fyrirtækinu er veittur kostur á að koma með athugasemdir fyrir föstudag. Við teljum nauðsynlegt að verksmiðjan fari ekki í gang á nema að höfðu samráði við Umhverfisstofnun. Það kann að vera að það þurfi að keyra verksmiðjuna eitthvað til greiningar á vandanum en þá þyrfti að kynna það að okkar mati fyrirfram,“ segir Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Ef að United Silicon kemur ekki með andmæli sem Umhverfisstofnun metur gild stöðvast starfsemi verksmiðjunnar ótímabundið frá og með næsta föstudegi.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar. 19. apríl 2017 13:30 Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. 19. apríl 2017 08:30 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. 19. apríl 2017 05:00 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54
Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47
Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar. 19. apríl 2017 13:30
Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. 19. apríl 2017 08:30
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47
Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. 19. apríl 2017 05:00
Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00