Ætlaði að endurheimta bíl en fékk 20 sentimetra skurð á háls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2017 16:03 Hinn kærði neitar sök en þrjú vitni til viðbótar við brotaþola og vinkonu hans staðfesta árásina. Vísir/getty Karlmanni hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 10. maí á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu þann 8. mars síðastliðinn. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi fyrstu vikuna eftir árásina á grundvelli rannsóknarhagsmuna en hefur síðan verið í fangelsi á grundvelli almannahagsmuna.Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning hafi borist lögreglu frá manni sem hafði flúið inn á veitingastað í borginni og óskað eftir aðstoð. Lýsti hann því hvernig kærði hefði skömmu áður ráðist á hann að tilefnislausu, vopnaður hnífi. Langur skurður var sjáanlegur á hálsi mannsins. Við komu á slysadeild hafi brotaþoli reynst með 20 cm skurð sem teygði sig frá vinstri kjálka niður hálsinn vinstra megin aftanvert og hafi skurðurinn verið gapandi á 5-6 cm svæði fyrir neðan eyra.Ætlaði að endurheimta bíl Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa ætlað að sækja bílinn sinn til kærða sem hafði tekið hann af honum. Fór hann að hitta kærða sem var sofandi þegar hann mætti. Stúlka sem var í íbúðinni hafi hleypt manninum inn, hann sest í sófa og beðið eftir kærða. Kærði hafi svo ráðist á manninn án fyrirvara, skorið á háls með hnífi og ógnað annarri stúlku sem var í för með manninum. Þau flýðu undan árásarmanninum og á veitingahúsið þar sem óskað var eftir lögreglu. Þrír aðilar voru vitni að atvikinu og hefur lögregla rætt við þá. Þeim ber öllum saman um að kærði hafi komið fram og án nokkurrar ástæðu ráðist á manninn, skorið á háls og í framhaldi hótað því að ráðast á stúlkuna. Hún hafi því flúið með brotaþola út úr húsnæðinu. Í framburði annars vitnis komi fram að kærði hafi, áður en hann fór inn í stofuna þar sem brotaþoli hafi verið, talað um að hann hygðist drepa brotaþola og stúlkuna sem með honum hafi verið.Neitar að hafa ráðist á manninn Kærði kannast við að hafa hitt brotaþola umrætt sinn og að hafa rekið hann út úr húsinu. Hann neitar því þó að hafa ráðist á manninn og valdið áverkunum á hálsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu er lokið og verður það sent Héraðssaksóknara á næstu dögum. Er það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að hann gangi ekki laus meðan málið er til meðferðar. Brot hans geti varðað fangelsi allt að sextán árum. Féllust bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur á að sterkur grunur væri á því að kærði hefði ráðist á manninn með fyrrnefndum afleiðingum. Var fallist á kröfu lögreglustjóra. Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Karlmanni hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 10. maí á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu þann 8. mars síðastliðinn. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi fyrstu vikuna eftir árásina á grundvelli rannsóknarhagsmuna en hefur síðan verið í fangelsi á grundvelli almannahagsmuna.Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning hafi borist lögreglu frá manni sem hafði flúið inn á veitingastað í borginni og óskað eftir aðstoð. Lýsti hann því hvernig kærði hefði skömmu áður ráðist á hann að tilefnislausu, vopnaður hnífi. Langur skurður var sjáanlegur á hálsi mannsins. Við komu á slysadeild hafi brotaþoli reynst með 20 cm skurð sem teygði sig frá vinstri kjálka niður hálsinn vinstra megin aftanvert og hafi skurðurinn verið gapandi á 5-6 cm svæði fyrir neðan eyra.Ætlaði að endurheimta bíl Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa ætlað að sækja bílinn sinn til kærða sem hafði tekið hann af honum. Fór hann að hitta kærða sem var sofandi þegar hann mætti. Stúlka sem var í íbúðinni hafi hleypt manninum inn, hann sest í sófa og beðið eftir kærða. Kærði hafi svo ráðist á manninn án fyrirvara, skorið á háls með hnífi og ógnað annarri stúlku sem var í för með manninum. Þau flýðu undan árásarmanninum og á veitingahúsið þar sem óskað var eftir lögreglu. Þrír aðilar voru vitni að atvikinu og hefur lögregla rætt við þá. Þeim ber öllum saman um að kærði hafi komið fram og án nokkurrar ástæðu ráðist á manninn, skorið á háls og í framhaldi hótað því að ráðast á stúlkuna. Hún hafi því flúið með brotaþola út úr húsnæðinu. Í framburði annars vitnis komi fram að kærði hafi, áður en hann fór inn í stofuna þar sem brotaþoli hafi verið, talað um að hann hygðist drepa brotaþola og stúlkuna sem með honum hafi verið.Neitar að hafa ráðist á manninn Kærði kannast við að hafa hitt brotaþola umrætt sinn og að hafa rekið hann út úr húsinu. Hann neitar því þó að hafa ráðist á manninn og valdið áverkunum á hálsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu er lokið og verður það sent Héraðssaksóknara á næstu dögum. Er það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að hann gangi ekki laus meðan málið er til meðferðar. Brot hans geti varðað fangelsi allt að sextán árum. Féllust bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur á að sterkur grunur væri á því að kærði hefði ráðist á manninn með fyrrnefndum afleiðingum. Var fallist á kröfu lögreglustjóra.
Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira