Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. apríl 2017 18:47 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Eldur kom upp í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt. Þetta er annar bruninn á svæðinu á tveimur vikum. Tjónið í brunanum var umtalsvert og stöðva þarf framleiðslu í einhverja daga. Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn um klukkan fjögur í nótt frá starfsmönnum fyrirtækisins sem voru við vinnu í verksmiðjunni. Slökkvistarf þótti nokkuð sérstakt þar sem ekki var hægt að ráðast á eldinn með vatni í fyrstu þar sem mjög há rafmagnsspenna er á kísilofninum. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í timbri í veggjum og gólfklæðningu á milli hæða í byggingunni sem telur átta hæðir. Eldurinn logaði í einangrunarrými þar sem rafskaut fara niður. Mikil hætta er í kringum svona ofna en álið sem kemur út er um átján hundruð gráðu heitt og óráðlegt að nota vatn fyrr en slökkt hefur verið á ofninum. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum. „Við erum ekkert allt of ánægðir að fá eld í svona stóra byggingu en við erum búnir að vera hérna í vettvangsferð. Allt liðið okkar er búið að koma og skoða aðstæður þannig að mannskapurinn vissi að hverju þeir voru að ganga,“ sagði Ólafur Ingi Jónsson, stjórnandi á bakvakt Brunavarna Suðurnesja. Sléttar tvær vikur eru síðan eldur kom upp í rusli utan við verksmiðju United Silicon og þá lagði þykkan svartan reyk frá svæðinu. Aðstæður voru aðrar í morgun en lítill reykur kom frá byggingunni þar sem eldurinn var en loftræstikerfi verksmiðjunnar var notað til þess að losa reykinn út. Eldurinn var ekki í þeim hluta þar sem ítrekuð mengun hefur stigið upp frá verksmiðjunni og hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að mikill hiti hafi orsakað reyksprengingu efst í byggingunni, þannig að eldur varð laus í nótt. Um klukkustund tók að ná tökum á eldinum í nótt en slökkvistarfi lauk korter yfir sjö í morgun og fengu þá lögreglan og vinnueftirlitið vettvanginn til rannsóknar. Ekki var búið að leggja mat á tjónið í dag en ljóst er að það er umtalsvert en vegna brunans stöðvast framleiðsla í einhverja daga. Framleidd eru um 65 tonn af áli á hverjum sólarhring. „Við vitum ekki hvað langan tíma það tekur að koma þessu í gang aftur en það er augljóst mál að verksmiðjan stöðvast við þetta,“ sagði Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri United Silicon. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Eldur kom upp í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt. Þetta er annar bruninn á svæðinu á tveimur vikum. Tjónið í brunanum var umtalsvert og stöðva þarf framleiðslu í einhverja daga. Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn um klukkan fjögur í nótt frá starfsmönnum fyrirtækisins sem voru við vinnu í verksmiðjunni. Slökkvistarf þótti nokkuð sérstakt þar sem ekki var hægt að ráðast á eldinn með vatni í fyrstu þar sem mjög há rafmagnsspenna er á kísilofninum. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í timbri í veggjum og gólfklæðningu á milli hæða í byggingunni sem telur átta hæðir. Eldurinn logaði í einangrunarrými þar sem rafskaut fara niður. Mikil hætta er í kringum svona ofna en álið sem kemur út er um átján hundruð gráðu heitt og óráðlegt að nota vatn fyrr en slökkt hefur verið á ofninum. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum. „Við erum ekkert allt of ánægðir að fá eld í svona stóra byggingu en við erum búnir að vera hérna í vettvangsferð. Allt liðið okkar er búið að koma og skoða aðstæður þannig að mannskapurinn vissi að hverju þeir voru að ganga,“ sagði Ólafur Ingi Jónsson, stjórnandi á bakvakt Brunavarna Suðurnesja. Sléttar tvær vikur eru síðan eldur kom upp í rusli utan við verksmiðju United Silicon og þá lagði þykkan svartan reyk frá svæðinu. Aðstæður voru aðrar í morgun en lítill reykur kom frá byggingunni þar sem eldurinn var en loftræstikerfi verksmiðjunnar var notað til þess að losa reykinn út. Eldurinn var ekki í þeim hluta þar sem ítrekuð mengun hefur stigið upp frá verksmiðjunni og hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að mikill hiti hafi orsakað reyksprengingu efst í byggingunni, þannig að eldur varð laus í nótt. Um klukkustund tók að ná tökum á eldinum í nótt en slökkvistarfi lauk korter yfir sjö í morgun og fengu þá lögreglan og vinnueftirlitið vettvanginn til rannsóknar. Ekki var búið að leggja mat á tjónið í dag en ljóst er að það er umtalsvert en vegna brunans stöðvast framleiðsla í einhverja daga. Framleidd eru um 65 tonn af áli á hverjum sólarhring. „Við vitum ekki hvað langan tíma það tekur að koma þessu í gang aftur en það er augljóst mál að verksmiðjan stöðvast við þetta,“ sagði Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri United Silicon.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent