Sérstaða Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Sérstaða er lykill að verðmætasköpun á markaði. Ef þú hefur sérþekkingu eða sérkenni sem keppinautarnir hafa ekki þá ertu í sterkri stöðu til að búa til verðmæti og hefur líka meira svigrúm og frelsi við verðlagningu þessara verðmæta. Þetta lögmál á við á næstum því öllum sviðum atvinnulífsins. Í ferðaþjónustu, arkitektúr, verkfræðiþjónustu, lögmennsku, fjölmiðlun. Svona má lengi telja. Þetta lögmál gildir ekki bara um einstaklinga og hæfileika þeirra heldur gildir þetta líka um þjóðríki. Þá er hér vísað til menningararfs þjóðar og síðan áþreifanlegs land- og lífmassa þjóðríkisins. Landsins og gæða þess. Þegar þjóðir markaðssetja sig þá skiptir sérstaða þeirra máli. Neytendur eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir ákveðnar vörur frá tilteknum löndum vegna þess að þau hafa sérkenni sem er ávísun á gæði. Hér má nefna osta frá Hollandi, súkkulaði frá Belgíu, nýsjálenskt lambakjöt og kampavín frá Frakklandi. Neytendur eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir hollenskan Gouda en íslenskan Góðost frá Mjólkursamsölunni. Ekki bara vegna þess að hollenski osturinn er betri á bragðið. Það þykir fínt að reiða fram hollenskan Gouda í matarboði. Vísitala Góðostsins er ekki jafn há. Íslendingar njóta tímabundins umgengnisréttar við íslenska náttúru á meðan þeir lifa. Á grundvelli sáttamála kynslóðanna höfum við skuldbundið okkur þessi 80-85 ár sem við erum hér, ef við erum heppin, til að umgangast íslenska náttúru af virðingu þannig að afkomendur okkar geti einnig notið góðs af. Við eigum einstakar auðlindir sem við höfum borið gæfu til að nýta vel. Það má hins vegar lítið út af bregða, aðeins nokkur ár af röngum ákvörðunum, til að spilla miklum verðmætum. Á þessu ári munu vel á þriðju milljón ferðamanna sækja Ísland heim ef bjartsýnustu áætlanir ganga eftir. Margir þeirra hafa ákveðna ímynd um ósnortna náttúru landsins. Enda hafa þeir fengið að heyra sögu sem þeir trúa um hreinleika landsins og náttúrufegurð þess. Margir þeirra koma hingað til að stunda laxveiði. Það þykir eftirsóknarvert að veiða villtan lax á Íslandi og þeir sem til þekkja segja það einstakt á heimsvísu. Lífríki fyrir villtan lax á Íslandi er magnað. Við höfum eitthvað einstakt, fallegt og verðmætt sem aðrar þjóðir hafa ekki. Á síðustu árum hafa íslensk stjórnvöld gerst sek um mjög alvarleg mistök sem framtíðarkynslóðir munu gjalda fyrir dýru verði. Þetta hafa stjórnvöld gert með því að gefa norskum laxeldisfyrirtækjum nánast frítt spil í uppbyggingu á mengandi stóriðju í fjörðum landsins með laxeldi í sjókvíum. Án þess að fyrir liggi nein stefnumörkun um hvað sé rétt og heilbrigt þegar laxeldi í sjókvíum er annars vegar. Ef ekki verður brugðist við þegar í stað og sett bremsa á uppbyggingu þessarar atvinnugreinar á meðan starfshópur ráðherra skilar skýrslu um stefnu í málaflokknum er hætt við því að tjónið sé óafturkræft og við glutrum niður verðmætum sem við höfum átt farsæla sambúð með í yfir 1.100 ár. Þannig glötum við verðmætri sérstöðu okkar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Sérstaða er lykill að verðmætasköpun á markaði. Ef þú hefur sérþekkingu eða sérkenni sem keppinautarnir hafa ekki þá ertu í sterkri stöðu til að búa til verðmæti og hefur líka meira svigrúm og frelsi við verðlagningu þessara verðmæta. Þetta lögmál á við á næstum því öllum sviðum atvinnulífsins. Í ferðaþjónustu, arkitektúr, verkfræðiþjónustu, lögmennsku, fjölmiðlun. Svona má lengi telja. Þetta lögmál gildir ekki bara um einstaklinga og hæfileika þeirra heldur gildir þetta líka um þjóðríki. Þá er hér vísað til menningararfs þjóðar og síðan áþreifanlegs land- og lífmassa þjóðríkisins. Landsins og gæða þess. Þegar þjóðir markaðssetja sig þá skiptir sérstaða þeirra máli. Neytendur eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir ákveðnar vörur frá tilteknum löndum vegna þess að þau hafa sérkenni sem er ávísun á gæði. Hér má nefna osta frá Hollandi, súkkulaði frá Belgíu, nýsjálenskt lambakjöt og kampavín frá Frakklandi. Neytendur eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir hollenskan Gouda en íslenskan Góðost frá Mjólkursamsölunni. Ekki bara vegna þess að hollenski osturinn er betri á bragðið. Það þykir fínt að reiða fram hollenskan Gouda í matarboði. Vísitala Góðostsins er ekki jafn há. Íslendingar njóta tímabundins umgengnisréttar við íslenska náttúru á meðan þeir lifa. Á grundvelli sáttamála kynslóðanna höfum við skuldbundið okkur þessi 80-85 ár sem við erum hér, ef við erum heppin, til að umgangast íslenska náttúru af virðingu þannig að afkomendur okkar geti einnig notið góðs af. Við eigum einstakar auðlindir sem við höfum borið gæfu til að nýta vel. Það má hins vegar lítið út af bregða, aðeins nokkur ár af röngum ákvörðunum, til að spilla miklum verðmætum. Á þessu ári munu vel á þriðju milljón ferðamanna sækja Ísland heim ef bjartsýnustu áætlanir ganga eftir. Margir þeirra hafa ákveðna ímynd um ósnortna náttúru landsins. Enda hafa þeir fengið að heyra sögu sem þeir trúa um hreinleika landsins og náttúrufegurð þess. Margir þeirra koma hingað til að stunda laxveiði. Það þykir eftirsóknarvert að veiða villtan lax á Íslandi og þeir sem til þekkja segja það einstakt á heimsvísu. Lífríki fyrir villtan lax á Íslandi er magnað. Við höfum eitthvað einstakt, fallegt og verðmætt sem aðrar þjóðir hafa ekki. Á síðustu árum hafa íslensk stjórnvöld gerst sek um mjög alvarleg mistök sem framtíðarkynslóðir munu gjalda fyrir dýru verði. Þetta hafa stjórnvöld gert með því að gefa norskum laxeldisfyrirtækjum nánast frítt spil í uppbyggingu á mengandi stóriðju í fjörðum landsins með laxeldi í sjókvíum. Án þess að fyrir liggi nein stefnumörkun um hvað sé rétt og heilbrigt þegar laxeldi í sjókvíum er annars vegar. Ef ekki verður brugðist við þegar í stað og sett bremsa á uppbyggingu þessarar atvinnugreinar á meðan starfshópur ráðherra skilar skýrslu um stefnu í málaflokknum er hætt við því að tjónið sé óafturkræft og við glutrum niður verðmætum sem við höfum átt farsæla sambúð með í yfir 1.100 ár. Þannig glötum við verðmætri sérstöðu okkar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun