Telur að fólk fái leið á „hálfvitapáskaeggjum“ Sæunn Gísladóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Ekki hugnast öllum nýir málshættir sem leyndust í páskaeggjum landsmanna í ár. Þjóðháttafræðingur segir nýju málshættina ekki eins hnitmiðaða og þá gömlu. Um nýliðna páska vakti það athygli að margir málshættir væru illskiljanlegir og var mörgum þeirra líkt við útúrsnúninga og brandara. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, segir það nýlegt að búnir séu til nýir málshættir. „Ég borða svo lítið af páskaeggjum núorðið að ég fylgist kannski ekki nógu mikið með. En ég hef orðið var við það að fólk er að búa til málshætti á seinustu árum. Ef fólk hefur gaman af því að búa til eigin málshætti er það í lagi, en þau sýnishorn sem ég hef séð af þessum nýju málsháttum finnst mér heldur daufleg, svo ekki sé meira sagt, ekki eins hnitmiðuð og þessir gömlu málshættir voru."Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur Fréttablaðið/GVAÁrni segir að ef fólk á erfitt með að skilja hefðbundna málshætti megi glugga í málsháttasöfn sem hafa verið til í tæpar tvær aldir hér á landi. „Það er eðlilegast að nýta þau og ég held að það sé stundum betra en að fara á netið, því það eru til ágætar bækur." Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segist hafa fundist hann vera svikinn þegar hann fékk fyrir nokkrum árum málshátt sem var algjör útúrsnúningur og brandari. Hann segir að málshátturinn hafi verið eitthvað á borð við „ekki er jakki frakki þó að síður sé." „Ef þú á annað borð ætlar að gefa þig út fyrir að vera með hefðbundið páskaegg, þá ertu með hefðbundinn málshátt í því. Ef þú ætlar að vera með eitthvað grín og fíflaskap þá selur þú þetta sem grínegg. Það er nánast eins og þetta sé svikin vara ef þú færð ekki málshátt heldur aulabrandara."Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju Fréttablaðið/GVADavíð telur að aukið sambandsleysi við hefðir og venjur og aukið virðingarleysi við þær, geti mögulega skýrt þessa breytingu. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að þessir nýju málshættir endist. „Það spretta upp bólur og svo verða allir leiðir á tilbreytingunni eftir mjög stuttan tíma, það er ástæða fyrir að klassík verður klassík. Eftir nokkur ár verða allir orðnir leiðir á hálfvitapáskaeggjum og vilja alvöru málshætti í sín páskaegg og þá leggst þetta af." „Ég held að þetta sé í sjálfu sér ekkert stórt mál, en ef þú ert að safna málsháttunum þínum eða eitthvað svoleiðis þá er ferlega leiðinlegt að fá einhvern aulabrandara en ekki málshátt."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tengdar fréttir Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Um nýliðna páska vakti það athygli að margir málshættir væru illskiljanlegir og var mörgum þeirra líkt við útúrsnúninga og brandara. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, segir það nýlegt að búnir séu til nýir málshættir. „Ég borða svo lítið af páskaeggjum núorðið að ég fylgist kannski ekki nógu mikið með. En ég hef orðið var við það að fólk er að búa til málshætti á seinustu árum. Ef fólk hefur gaman af því að búa til eigin málshætti er það í lagi, en þau sýnishorn sem ég hef séð af þessum nýju málsháttum finnst mér heldur daufleg, svo ekki sé meira sagt, ekki eins hnitmiðuð og þessir gömlu málshættir voru."Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur Fréttablaðið/GVAÁrni segir að ef fólk á erfitt með að skilja hefðbundna málshætti megi glugga í málsháttasöfn sem hafa verið til í tæpar tvær aldir hér á landi. „Það er eðlilegast að nýta þau og ég held að það sé stundum betra en að fara á netið, því það eru til ágætar bækur." Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segist hafa fundist hann vera svikinn þegar hann fékk fyrir nokkrum árum málshátt sem var algjör útúrsnúningur og brandari. Hann segir að málshátturinn hafi verið eitthvað á borð við „ekki er jakki frakki þó að síður sé." „Ef þú á annað borð ætlar að gefa þig út fyrir að vera með hefðbundið páskaegg, þá ertu með hefðbundinn málshátt í því. Ef þú ætlar að vera með eitthvað grín og fíflaskap þá selur þú þetta sem grínegg. Það er nánast eins og þetta sé svikin vara ef þú færð ekki málshátt heldur aulabrandara."Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju Fréttablaðið/GVADavíð telur að aukið sambandsleysi við hefðir og venjur og aukið virðingarleysi við þær, geti mögulega skýrt þessa breytingu. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að þessir nýju málshættir endist. „Það spretta upp bólur og svo verða allir leiðir á tilbreytingunni eftir mjög stuttan tíma, það er ástæða fyrir að klassík verður klassík. Eftir nokkur ár verða allir orðnir leiðir á hálfvitapáskaeggjum og vilja alvöru málshætti í sín páskaegg og þá leggst þetta af." „Ég held að þetta sé í sjálfu sér ekkert stórt mál, en ef þú ert að safna málsháttunum þínum eða eitthvað svoleiðis þá er ferlega leiðinlegt að fá einhvern aulabrandara en ekki málshátt."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tengdar fréttir Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00