Páskar

Fréttamynd

Wow lifir enn góðu lífi í undraheimi Roosevelt Edwards

Michele Roosevelt Edwards sendi páskakveðju frá Wow Air til fylgjenda sinna á LinkedIn í ár eins og hún hefur gert síðustu fjögur ár. Hún endurnýtir eldgamlar myndir og auglýsingar með kveðjunum. Þar að auki virðist hún hafa víkkað starfsemina út í veðreiðar með Wow Equine Services.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vegir lokaðir víða um landið

Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina.

Veður
Fréttamynd

Snjóbylur setur strik í stærstu skíðahelgi ársins

Víða er ófært á Norður- og Austurlandi í dag og þurftu stjórnendur Hlíðarfjalls að loka á einni stærstu skíðahelgi ársins þegar snjóbylur skall á. Þá hafa björgunarsveitir þurft að aðstoða mikinn fjölda ferðalanga.

Innlent
Fréttamynd

Senni­lega þeir einu sem vilja rigningu um páskana

Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana.

Innlent
Fréttamynd

Sárir páskaeggjaleitarar ekki farið með rétt mál

Bæjarins Beztu Pylsur, sem sér um páskaeggjaleit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum gefur lítið fyrir gagnrýni á framkvæmd hennar og segir hana hafa gengið vel. Eggin hafi nær ávallt dugað fram að lokun og rangt að þau hafi eitt sinn verið horfin um hádegisbil. Forstöðukona garðsins segir ungt starfsfólk hafa þurft að þola reiði og skammir að ósekju.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“

Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er opið um páskana?

Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag.

Neytendur
Fréttamynd

Páskarnir - íhugunarhvatning

Páskarnir, stærsta trúarhátíð kristinna manna, eru handan við hornið og sá heimssögulegi atburður er sannarlega tilefni til að skrifa um og upphefja.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­hefð­bundinn páskamatseðill að hætti Sigurðar Laufdal á OTO

Sigurður Laufdal, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins OTO við Hverfisgötu, deilir hér þriggja rétta óhefðbundnum páskamatseðli með lesendum Vísis. Réttirnir eru sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og geta verið skemmtileg áskorun fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í eldamennskunni.

Lífið
Fréttamynd

Súkku­laði frá Nóa hækkar mest á meðan Freyja lækkar

Verð á súkkulaði hefur víða hækkað miðað við janúarmánuð, samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Verð á súkkulaði frá Nóa Síríus hefur hækkað mest, en vörur frá Freyju hafa hækkað minnst í verði. Sumar þeirra hafa raunar lækkað í verði á tímabilinu.

Neytendur
Fréttamynd

Fjandinn laus þegar máls­hættina vantar

Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segir páskaeggjavertíðinni senn lokið hjá fyrirtækinu, og að síðustu egg fari brátt úr húsi á lager fyrirtækisins. Að mörgu þurfi að huga við gerð eggjanna, en mikilvægastir séu málshættirnir. Fjarvera þeirra í eggjum landsmanna geti jafnvel eyðilagt hátíðarnar fyrir einhverjum.

Lífið
Fréttamynd

Undurfagrar páskaskreytingar

Páskarnir eru handan við hornið með tilheyrandi veisluhöldum og samverustundum. Mínímalískar og undurfagrar páskaskreytingar lífga upp á heimilið og er sannkallaður vorboði. 

Lífið
Fréttamynd

Langur föstu­dagur

Nú í dymbilviku undirbúum við okkar páskahátíð sem framundan er. Hún er margvísleg og má vera öðruvísi. Sum okkar fara í frí, á skíði, til Tene eða aldrei suður og hlusta á tónlist. En það þurfa líka margir að vinna um þessa hátíð og sinna mikilvægum störfum sem halda samfélaginu gangandi. En af hverju höldum við pàskahàtið það er góð spurning?

Skoðun
Fréttamynd

Gol­gata er víða

Með pálmasunnudegi er dymbilvikan gengin í garð þegar við minnumst þess er Jesú var fagnað sem hetju þegar hann reið inn í Jerúsalem. En fljótt skipast veður í lofti. Fimm dögum síðar var hann tekinn af lífi með hræðilegustu aftökuaðferð Rómverja, krossfestingu – fyrir upplognar sakir.

Skoðun
Fréttamynd

Kirkjunnar fólk messar yfir Berglindi og Gísla

Innslag Berglindar Festival í spjallþættinum Vikunni með Gísla Marteini, þar sem inntakið er fáviska landans um uppruna páskana, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Kirkjunnar fólk notar píslarsöguna úr Biblíunni til að sýna fram á meinta vitleysu sjónvarpsfólksins.

Innlent
Fréttamynd

Sæl­gætis­gerð sem byggir á ís­lenskri bjart­sýni

Elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, Freyja, var stofnuð árið 1918. Á sögulegum og krefjandi tíma ákváðu nokkrir félagar að nú væri frábær tími til að setja á laggirnar sælgætisgerð. Á þessum tíma var Ísland að öðlast fullveldi frá Danmörku, spænska veikin gekk yfir Reykjavík, fyrri heimsstyrjöldinni var að ljúka og ofan á allt gaus ein stærsta eldstöð landsins, Katla.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ein­föld og fal­leg fermingargreiðsla

Rakel María Hjaltadóttir hársnyrtir, förðunarfræðingur og ofurskvísa sýnir okkur hvernig má töfra fram einfalda hárgreiðslu fyrir fermingardaginn án mikillar fyrirhafnar.

Lífið