Tvær líkamsárásir, festi bíl á grjótgarði við Faxaskjól og þrír í haldi eftir bílveltu Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2017 08:26 Talsverður erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Hari Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar og voru höfð afskipti af nítján einstaklingum sem allir voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Klukkan eitt í nótt handtók lögreglan mann við veitingastað í Austurstræti í Reykjavík. Var maðurinn ölvaður og hafði ráðist á dyravörð. Hann neitaði að veita lögreglu persónuupplýsingar og var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Skömmu síðar voru höfð afskipti af ökumanni bifreiðar í Skeifunni sem var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig með hníf í vasanum sem hann afsalaði til eyðingar. Rétt fyrir klukkan tvö í nótt var tilkynnt um bíl sem var fastur á grjótgarði við Faxaskjól. Ökumaður bílsins var ung kona sem hafði reynt að losa bílinn en þegar lögreglan kom á vettvang var hún í mjög annarlegu ástandi og grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hún var vistuð í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins., Á þriðja tímanum í nótt barst lögreglu tilkynning um bílveltu við Miklubraut, afreið að Reykjanesbraut. Þrír menn voru handteknir grunaðir um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, ásamt vörslu fíkniefna og fleira. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu eftir að hafa fengið aðhlynningu á slysadeild. Þrír ökumenn, einn á Hringbraut, á Egilsgötu, og sá þriðji á Hvaleyrarbraut, voru sviptir ökuréttindum ökuréttindum á staðnum vegna ítrekaðra brota. Rétt fyrir klukkan fimm í morgun var maður handtekinn í Austurstræti grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Sjá meira
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar og voru höfð afskipti af nítján einstaklingum sem allir voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Klukkan eitt í nótt handtók lögreglan mann við veitingastað í Austurstræti í Reykjavík. Var maðurinn ölvaður og hafði ráðist á dyravörð. Hann neitaði að veita lögreglu persónuupplýsingar og var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Skömmu síðar voru höfð afskipti af ökumanni bifreiðar í Skeifunni sem var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig með hníf í vasanum sem hann afsalaði til eyðingar. Rétt fyrir klukkan tvö í nótt var tilkynnt um bíl sem var fastur á grjótgarði við Faxaskjól. Ökumaður bílsins var ung kona sem hafði reynt að losa bílinn en þegar lögreglan kom á vettvang var hún í mjög annarlegu ástandi og grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hún var vistuð í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins., Á þriðja tímanum í nótt barst lögreglu tilkynning um bílveltu við Miklubraut, afreið að Reykjanesbraut. Þrír menn voru handteknir grunaðir um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, ásamt vörslu fíkniefna og fleira. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu eftir að hafa fengið aðhlynningu á slysadeild. Þrír ökumenn, einn á Hringbraut, á Egilsgötu, og sá þriðji á Hvaleyrarbraut, voru sviptir ökuréttindum ökuréttindum á staðnum vegna ítrekaðra brota. Rétt fyrir klukkan fimm í morgun var maður handtekinn í Austurstræti grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Sjá meira