Danir reyna að verjast trukkaárásum með steinsteyptum tálmum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2017 13:00 Miðbær Kaupmannahafnar. vísir/getty Danir hafa stillt upp steinsteyptum tálmum víða um miðborg Danmerkur en tilgangurinn með þeim er að vernda gangandi vegfarendur fyrir hryðjuverkamönnum sem nota stór ökutæki sem drápstæki. Niðurstöður árekstrarprófana hafa þó valdið vonbrigðum. Samkvæmt Jyllands Posten hefur mönnum nú orðið ljóst að tálmarnir veita ekki þá vernd sem þeim er ætlað. Fjórir létust í árás í Stokkhólmi síðustu helgi.vísir/getty39 ára gamall Úsbeki er grunaður um að hafa orðið fjórum að bana með því að hafa ekið vörubifreið inn í mannþvögu á Dronninggatan, stærstu verslunargötu Stokkhólms um síðustu helgi. Þá létust fimm manns í Lundúnum í síðasta mánuði er sama aðferð var notuð á Westminster-brúnni nálægt þinghúsinu. Í desember síðastliðnum ók maður vörubíl á jólamarkað í Berlín og varð tólf manns að bana. 86 létu lífið í Nice síðasta sumar þegar hryðjuverkamaður ók nítján tonna vöruflutningabíl á vegfarendur á Promenade des Anglais, vinsælli göngugötu meðfram ströndinni. Í árekstrarprófununum var tíu tonna vörubifreið ekið á 50 kílómetra hraða á 2,4 tonna þunga tálma. Kom í ljós að þeir færðust að minnsta kosti 25 metra úr stað við áreksturinn. „Ekkert – ekki einu sinni steinsteyptir tálmar á götum úti – getur hindrað óðan mann í að keyra bíl upp á gangstéttir í Kaupmannahöfn,“ sagði Peter Dahl, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn í samtali við Jyllands Posten.Steinsteyptum tálmum komið fyrir á jólamarkaðnum við Breitscheidplatz torg í Berlín er hann var opnaður á ný eftir árásina þann 22. desember.vísir/gettySteinsteypta tálma, á borð við þá sem komið hefur verið fyrir í auknum mæli í Kaupmannahöfn, má víða finna þar sem öryggisgæsla er mikil. Til að mynda er verðbréfahöllin í New York afgirt með massífum tálmum og stæðilega tálma er einnig að finna við þinghúsið í Lundúnum. Árásin á jólamarkaðinn í Berlín í desember síðastliðnum varð til þess að Bretar hrundu af stað áætlun til þess að koma í veg fyrir mannfall ef sambærilega árás bæri að garði. Steinsteyptum tálmum var komið fyrir víða á mannmörgum stöðum, til dæmis á jólamörkuðum í stórum borgum á Bretlandseyjum. Fulltrúi almannaöryggissviðs í Bretlandi fullyrti í samtali við BBC í desember síðastliðnum, eftir árásina í Berlín, að aðgerðir Breta gerðu það að verkum að Bretland væri umtalsvert betur í stakk búið til þess að verjast vörubifreiðaárásum en önnur ríki Evrópu. Aðeins þremur mánuðum síðar var árás gerð við þinghúsið í Lundúnum af ökumanni á vörubifreið. Bifreið ökumannsins stöðvaðist eftir að hann hafði ekið á grindverk umhverfis þinghúsið og hraðaði hann sér þá út úr bílnum og réðst á lögregluþjón með hníf. Eftir árásina við Westminster var steyptum tálmum meðal annars komið fyrir umhverfis Buckingham-höll.Á myndbandinu hér að neðan má sjá árekstrarprófanirnar en þær voru framkvæmdar af þýska fyrirtækinu MDR Umschau. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Lögreglan í London birtir mynd af árásarmanninum Khalid Masood varð fjórum að bana í árás fyrir utan breska þingið á miðvikudag. 24. mars 2017 14:59 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Danir hafa stillt upp steinsteyptum tálmum víða um miðborg Danmerkur en tilgangurinn með þeim er að vernda gangandi vegfarendur fyrir hryðjuverkamönnum sem nota stór ökutæki sem drápstæki. Niðurstöður árekstrarprófana hafa þó valdið vonbrigðum. Samkvæmt Jyllands Posten hefur mönnum nú orðið ljóst að tálmarnir veita ekki þá vernd sem þeim er ætlað. Fjórir létust í árás í Stokkhólmi síðustu helgi.vísir/getty39 ára gamall Úsbeki er grunaður um að hafa orðið fjórum að bana með því að hafa ekið vörubifreið inn í mannþvögu á Dronninggatan, stærstu verslunargötu Stokkhólms um síðustu helgi. Þá létust fimm manns í Lundúnum í síðasta mánuði er sama aðferð var notuð á Westminster-brúnni nálægt þinghúsinu. Í desember síðastliðnum ók maður vörubíl á jólamarkað í Berlín og varð tólf manns að bana. 86 létu lífið í Nice síðasta sumar þegar hryðjuverkamaður ók nítján tonna vöruflutningabíl á vegfarendur á Promenade des Anglais, vinsælli göngugötu meðfram ströndinni. Í árekstrarprófununum var tíu tonna vörubifreið ekið á 50 kílómetra hraða á 2,4 tonna þunga tálma. Kom í ljós að þeir færðust að minnsta kosti 25 metra úr stað við áreksturinn. „Ekkert – ekki einu sinni steinsteyptir tálmar á götum úti – getur hindrað óðan mann í að keyra bíl upp á gangstéttir í Kaupmannahöfn,“ sagði Peter Dahl, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn í samtali við Jyllands Posten.Steinsteyptum tálmum komið fyrir á jólamarkaðnum við Breitscheidplatz torg í Berlín er hann var opnaður á ný eftir árásina þann 22. desember.vísir/gettySteinsteypta tálma, á borð við þá sem komið hefur verið fyrir í auknum mæli í Kaupmannahöfn, má víða finna þar sem öryggisgæsla er mikil. Til að mynda er verðbréfahöllin í New York afgirt með massífum tálmum og stæðilega tálma er einnig að finna við þinghúsið í Lundúnum. Árásin á jólamarkaðinn í Berlín í desember síðastliðnum varð til þess að Bretar hrundu af stað áætlun til þess að koma í veg fyrir mannfall ef sambærilega árás bæri að garði. Steinsteyptum tálmum var komið fyrir víða á mannmörgum stöðum, til dæmis á jólamörkuðum í stórum borgum á Bretlandseyjum. Fulltrúi almannaöryggissviðs í Bretlandi fullyrti í samtali við BBC í desember síðastliðnum, eftir árásina í Berlín, að aðgerðir Breta gerðu það að verkum að Bretland væri umtalsvert betur í stakk búið til þess að verjast vörubifreiðaárásum en önnur ríki Evrópu. Aðeins þremur mánuðum síðar var árás gerð við þinghúsið í Lundúnum af ökumanni á vörubifreið. Bifreið ökumannsins stöðvaðist eftir að hann hafði ekið á grindverk umhverfis þinghúsið og hraðaði hann sér þá út úr bílnum og réðst á lögregluþjón með hníf. Eftir árásina við Westminster var steyptum tálmum meðal annars komið fyrir umhverfis Buckingham-höll.Á myndbandinu hér að neðan má sjá árekstrarprófanirnar en þær voru framkvæmdar af þýska fyrirtækinu MDR Umschau.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Lögreglan í London birtir mynd af árásarmanninum Khalid Masood varð fjórum að bana í árás fyrir utan breska þingið á miðvikudag. 24. mars 2017 14:59 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29
Lögreglan í London birtir mynd af árásarmanninum Khalid Masood varð fjórum að bana í árás fyrir utan breska þingið á miðvikudag. 24. mars 2017 14:59
Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00