NBA: Heimsfriðurinn í aðalhlutverki í fimmta sigri Lakers í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 08:00 Metta World Peace í nótt. Vísir/AP Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks héldu bæði áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt. Oklahoma City Thunder vann líka án Russell Westbrook sem fékk langþráða hvíld eftir þrennuherferð sína.Heimsfriðurinn, Metta World Peace, var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers þegar liðið vann 108-96 sigur á New Orleans Pelicans í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. World Peace skoraði 18 stig í leiknum en þetta var væntanlega líka síðasti heimaleikur hans fyrir Lakers. Metta World Peace, sem hét einu sinni Ron Artest, var í byrjunarliði í 840. sinn í NBA en hann er orðinn 37 ára og er á sínu sautjánda tímabili í deildinni. Heimsfriðurinn setti meðal annars niður fjóra þrista í leiknum og það var mikið klappað fyrir honum í Staples Center í nótt. Cheick Diallo skoraði 19 stig fyrir Pelicans en liðið spilaði án stórstjarnanna Anthony Davis og DeMarcus Cousins. Þetta var líka fimmti tapleikur liðsins í röð.Victor Oladipo skoraði 20 stig og sigurkörfuna 6,3 sekúndum fyrir leikslok þegar Oklahoma City Thunder vann 100-98 útisigur á Minnesota Timberwolves. Thunder-liðið lék án Russell Westbrook sem fékk frí eftir að hafa gulltryggt sér þrennumetið í leiknum á undan. Þetta var fyrsti leikurinn sem Russell missir af á tímabilinu. Domantas Sabonis var með 19 stig og 9 fráköst en hjá Minnesota-liðinu var Karl-Anthony Towns með 26 stig og 12 fráköst.Dwight Howard var með 19 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets auðveldlega 103-76 en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Atlanta-liðið tryggði sér með þessu fimmta sætið í Austurdeildinni og leiki gegn Washington Wizards í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir aðeins viku síðan var Atlanta-liðið búið að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, þar á meðal tveimur á stuttum tíma fyrir Brooklyn Nets sem er versta lið deildarinnar. Leikmönnum Atlanta Hawks tókst hinsvegar að koma sér í gang þegar úrslitakeppnin var komin í hættu og kláruðu deildarkeppnina sannfærandi. Lið Charlotte Hornets hafði samt að engu að keppa en liðið missir af úrslitakeppninni í ár.Buddy Hield skoraði 30 stig og Ty Lawson var með sína fyrstu þrennu á ferlinum, 22 stig, 12 stoðsendingar og 11 fráköst, þegar Sacramento Kings vann Phoenix Suns 129-104 í uppgjör tveggja liða sem hafa marga stórefnilega leikmenn innanborðs. Tyler Ulis skoraði 27 fyrir Phoenix og Marquese Chriss var með 22 stig en unga stórskyttan Devin Booker fékk hinsvegar frí.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 108-96 Sacramento Kings - Phoenix Suns 129-104 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 91-109 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 98-100 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 103-76 NBA Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks héldu bæði áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt. Oklahoma City Thunder vann líka án Russell Westbrook sem fékk langþráða hvíld eftir þrennuherferð sína.Heimsfriðurinn, Metta World Peace, var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers þegar liðið vann 108-96 sigur á New Orleans Pelicans í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. World Peace skoraði 18 stig í leiknum en þetta var væntanlega líka síðasti heimaleikur hans fyrir Lakers. Metta World Peace, sem hét einu sinni Ron Artest, var í byrjunarliði í 840. sinn í NBA en hann er orðinn 37 ára og er á sínu sautjánda tímabili í deildinni. Heimsfriðurinn setti meðal annars niður fjóra þrista í leiknum og það var mikið klappað fyrir honum í Staples Center í nótt. Cheick Diallo skoraði 19 stig fyrir Pelicans en liðið spilaði án stórstjarnanna Anthony Davis og DeMarcus Cousins. Þetta var líka fimmti tapleikur liðsins í röð.Victor Oladipo skoraði 20 stig og sigurkörfuna 6,3 sekúndum fyrir leikslok þegar Oklahoma City Thunder vann 100-98 útisigur á Minnesota Timberwolves. Thunder-liðið lék án Russell Westbrook sem fékk frí eftir að hafa gulltryggt sér þrennumetið í leiknum á undan. Þetta var fyrsti leikurinn sem Russell missir af á tímabilinu. Domantas Sabonis var með 19 stig og 9 fráköst en hjá Minnesota-liðinu var Karl-Anthony Towns með 26 stig og 12 fráköst.Dwight Howard var með 19 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets auðveldlega 103-76 en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Atlanta-liðið tryggði sér með þessu fimmta sætið í Austurdeildinni og leiki gegn Washington Wizards í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir aðeins viku síðan var Atlanta-liðið búið að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, þar á meðal tveimur á stuttum tíma fyrir Brooklyn Nets sem er versta lið deildarinnar. Leikmönnum Atlanta Hawks tókst hinsvegar að koma sér í gang þegar úrslitakeppnin var komin í hættu og kláruðu deildarkeppnina sannfærandi. Lið Charlotte Hornets hafði samt að engu að keppa en liðið missir af úrslitakeppninni í ár.Buddy Hield skoraði 30 stig og Ty Lawson var með sína fyrstu þrennu á ferlinum, 22 stig, 12 stoðsendingar og 11 fráköst, þegar Sacramento Kings vann Phoenix Suns 129-104 í uppgjör tveggja liða sem hafa marga stórefnilega leikmenn innanborðs. Tyler Ulis skoraði 27 fyrir Phoenix og Marquese Chriss var með 22 stig en unga stórskyttan Devin Booker fékk hinsvegar frí.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 108-96 Sacramento Kings - Phoenix Suns 129-104 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 91-109 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 98-100 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 103-76
NBA Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira