Stórveldi hyggjast ekki beita Rússa þvingunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Utanríkisráðherrar Japans, Þýskalands og Bretlands sjást hér á bak við Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. vísir/epa G7 ríkin höfnuðu í gær tillögu Breta um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna stuðnings þeirra við ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi. Var krafan sett fram í kjölfar efnavopnaárásar á bæinn Khan Sheikhoun sem talið er að sýrlenski herinn hafi staðið að. Alls féllu 89 í árásinni. Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands, Japans, Ítalíu, Þýskalands, Frakklands og Kanada, auk Evrópusambandsins, funduðu á Ítalíu í gær. Angelino Alfano, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði ríkin frekar vilja leysa úr deilunni með diplómatískum hætt. „Við teljum Rússa hafa það vogarafl sem þarf til að fá Assad til að standa við vopnahléssamninga sem hafa verið gerðir,“ sagði Alfano. Í kjölfar efnavopnaárásarinnar réðust Bandaríkjamenn á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Talið er að efnavopnaárásarliðið hafi flogið þaðan og til Khan Sheikhoun. Var 59 Tomahawk-eldflaugum skotið á flugvöllinn. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um gagnárásina í gær. Sagði hann að árásin hefði ónýtt töluvert af eldsneytis- og skotfærabirgðum Sýrlandshers, skaðað loftvarnarkerfi þeirra og eyðilagt fimmtung herflugvéla. Á blaðamannafundi í gær sagði Tillerson að sú árás hefði verið nauðsynleg til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. „Við viljum ekki að efnavopnabúr sýrlenska hersins falli í hendur ISIS eða annarra hryðjuverkasamtaka sem gætu viljað ráðast á Bandaríkin eða bandamenn okkar,“ sagði Tillerson. „Bandaríkin sjá ekki fyrir sér að ríkisstjórn Assads geti setið lengur þar sem hún hefur tapað réttmæti sínu með þessum árásum,“ sagði hann enn fremur. Um helgina tók Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í sama streng og sagði Bandaríkin vilja koma Assad frá. Sama dag sagði Tillerson það ekki forgangsatriði. Aðalatriðið væri að sigrast á ISIS. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta virðist því hafa skipt um skoðun. Sjálfur sagði Trump áður en hann tók við embætti að Bandaríkin ættu ekki að standa að því að koma fleiri leiðtogum Mið-Austurlanda frá völdum. Eftir fundinn á Ítalíu hélt Tillerson til Moskvu til fundar við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Greinandi BBC segir ólíklegt að Tillerson takist að fá Rússa til að snúa baki við Assad þar sem Sýrlendingar eru helstu bandamenn Rússa í Mið-Austurlöndum. Einnig hafi Rússar varið miklum tíma og fé í stuðning sinn við Assad. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
G7 ríkin höfnuðu í gær tillögu Breta um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna stuðnings þeirra við ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi. Var krafan sett fram í kjölfar efnavopnaárásar á bæinn Khan Sheikhoun sem talið er að sýrlenski herinn hafi staðið að. Alls féllu 89 í árásinni. Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands, Japans, Ítalíu, Þýskalands, Frakklands og Kanada, auk Evrópusambandsins, funduðu á Ítalíu í gær. Angelino Alfano, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði ríkin frekar vilja leysa úr deilunni með diplómatískum hætt. „Við teljum Rússa hafa það vogarafl sem þarf til að fá Assad til að standa við vopnahléssamninga sem hafa verið gerðir,“ sagði Alfano. Í kjölfar efnavopnaárásarinnar réðust Bandaríkjamenn á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Talið er að efnavopnaárásarliðið hafi flogið þaðan og til Khan Sheikhoun. Var 59 Tomahawk-eldflaugum skotið á flugvöllinn. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um gagnárásina í gær. Sagði hann að árásin hefði ónýtt töluvert af eldsneytis- og skotfærabirgðum Sýrlandshers, skaðað loftvarnarkerfi þeirra og eyðilagt fimmtung herflugvéla. Á blaðamannafundi í gær sagði Tillerson að sú árás hefði verið nauðsynleg til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. „Við viljum ekki að efnavopnabúr sýrlenska hersins falli í hendur ISIS eða annarra hryðjuverkasamtaka sem gætu viljað ráðast á Bandaríkin eða bandamenn okkar,“ sagði Tillerson. „Bandaríkin sjá ekki fyrir sér að ríkisstjórn Assads geti setið lengur þar sem hún hefur tapað réttmæti sínu með þessum árásum,“ sagði hann enn fremur. Um helgina tók Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í sama streng og sagði Bandaríkin vilja koma Assad frá. Sama dag sagði Tillerson það ekki forgangsatriði. Aðalatriðið væri að sigrast á ISIS. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta virðist því hafa skipt um skoðun. Sjálfur sagði Trump áður en hann tók við embætti að Bandaríkin ættu ekki að standa að því að koma fleiri leiðtogum Mið-Austurlanda frá völdum. Eftir fundinn á Ítalíu hélt Tillerson til Moskvu til fundar við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Greinandi BBC segir ólíklegt að Tillerson takist að fá Rússa til að snúa baki við Assad þar sem Sýrlendingar eru helstu bandamenn Rússa í Mið-Austurlöndum. Einnig hafi Rússar varið miklum tíma og fé í stuðning sinn við Assad.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00
Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55