Varaþingmaður Pírata gengur líka í Sósíalistaflokkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2017 15:42 Þór Saari sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og síðar Hreyfinguna á árunum 2009 til 2013. Vísir/GVA Þór Saari hefur svarað kalli sósíalista landsins og er sá 58. til að skrá sig í nýstofnaðan Sósíalistaflokk. Frá þessu greinir hann á Facebook. Þór hefur skipt reglulega um stjórnmálaflokka undanfarin ár en hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og gengdi formennsku hjá þingflokki Hreyfingarinnar. Síðastliðið sumar tilkynnti Þór að hann væri genginn til liðs við Pírata. Nú, níu mánuðum síðar, er hann orðinn Sósíalisti en það sem vekur athygli er að hann er ekki á þeim buxunum að yfirgefa Pírata heldur. Hrannar Björn Arnarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í hennar ráðherratíð, spurði Þór út í breytingarnar. Hrannar: „Ertu hættur í Pírötum? Þór: „Ónei, en það er engin ástæða til annars en að styðja öll góð málefni.“Hrannar: „Ok. Þið eruð svo frjálslega í Pírötum... einhverstaðar hefðu það talist fréttir að varaþingmaður skrái sig sem stofnfélagi í nýjum stjórnmálaflokki... en það er auvðitað enn stærri frétt að þú ætlir að vera í þeim báðum!“Þór: Það er nú sem betur fer félagafrelsi hér á landi og mönnum frjálst að styðja þau málefni sem þeim sýnist. Píratar eru góðir fyrir sinn hatt og eru í raun eina von íslenskra stjórnmála. Hvert það nýtt framboð sem getur hoggið í hina pólitísku yfirstétt landsins, a.k.a. Fjórflokkinn er þó stuðnings vert. Þó Samfó hafi brugðist og sé horfin þá væri núkannski ráð fyrir þig að hætta þessari sút og rýna í af hverju, og ganga svo til lið við Sósíalistaflokkinn, þ.e. hafirðu einhvern tíma verið jafnaðarmaður.Hrannar þakkar Þór hugulsemina en segist klárlega á réttum stað í jafnaðarmannaflokki Íslands.„Við breytum litlu með því að stofna nýja flokka í hvert sinn sem okkur mislíkar eithvað í fari samferðafólksins eða í þjóðmálaumræðunni…“Þór svarar að bragði: „Við breytum kannsi litlu en við breytum engu með því að styðja flokka sem fara fram á fölskum forsendum sem jafnaðarmannaflokkar eins og Samfylkingin hefur gert.“Hvaða flokk Þór mun svo kjósa í næstu kosningum til Alþingis verður að koma í ljós. Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Þór Saari hefur svarað kalli sósíalista landsins og er sá 58. til að skrá sig í nýstofnaðan Sósíalistaflokk. Frá þessu greinir hann á Facebook. Þór hefur skipt reglulega um stjórnmálaflokka undanfarin ár en hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og gengdi formennsku hjá þingflokki Hreyfingarinnar. Síðastliðið sumar tilkynnti Þór að hann væri genginn til liðs við Pírata. Nú, níu mánuðum síðar, er hann orðinn Sósíalisti en það sem vekur athygli er að hann er ekki á þeim buxunum að yfirgefa Pírata heldur. Hrannar Björn Arnarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í hennar ráðherratíð, spurði Þór út í breytingarnar. Hrannar: „Ertu hættur í Pírötum? Þór: „Ónei, en það er engin ástæða til annars en að styðja öll góð málefni.“Hrannar: „Ok. Þið eruð svo frjálslega í Pírötum... einhverstaðar hefðu það talist fréttir að varaþingmaður skrái sig sem stofnfélagi í nýjum stjórnmálaflokki... en það er auvðitað enn stærri frétt að þú ætlir að vera í þeim báðum!“Þór: Það er nú sem betur fer félagafrelsi hér á landi og mönnum frjálst að styðja þau málefni sem þeim sýnist. Píratar eru góðir fyrir sinn hatt og eru í raun eina von íslenskra stjórnmála. Hvert það nýtt framboð sem getur hoggið í hina pólitísku yfirstétt landsins, a.k.a. Fjórflokkinn er þó stuðnings vert. Þó Samfó hafi brugðist og sé horfin þá væri núkannski ráð fyrir þig að hætta þessari sút og rýna í af hverju, og ganga svo til lið við Sósíalistaflokkinn, þ.e. hafirðu einhvern tíma verið jafnaðarmaður.Hrannar þakkar Þór hugulsemina en segist klárlega á réttum stað í jafnaðarmannaflokki Íslands.„Við breytum litlu með því að stofna nýja flokka í hvert sinn sem okkur mislíkar eithvað í fari samferðafólksins eða í þjóðmálaumræðunni…“Þór svarar að bragði: „Við breytum kannsi litlu en við breytum engu með því að styðja flokka sem fara fram á fölskum forsendum sem jafnaðarmannaflokkar eins og Samfylkingin hefur gert.“Hvaða flokk Þór mun svo kjósa í næstu kosningum til Alþingis verður að koma í ljós.
Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58
Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36