Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2017 14:36 Oddný Harðardóttir býður Gunnari Smára og félögum að ganga til liðs við flokkinn. vísir/Anton Brink Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hvetur Gunnar Smára Egilsson og helstu talsmenn nýs Sósíalistaflokks til þess að bíða með að stofna flokkinn. Betra sé að leita ekki langt yfir skammt og styrkja Samfylkinguna. Sameinaðir séu flokkarnir sterkir en sundruð verði áhrifin lítil. „Ég bið ykkur um að bíða aðeins og gera þá tilraun að styrkja Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands með kröftum ykkar. Samfylkingin er með góða innviði út um allt land þar sem borin er uppi nákvæmlega sama stefna og þið boðið. Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir Oddný sem hætti sem formaður Samfylkingarinnar eftir útreiðina sem flokkurinn fékk í kosningunum í haust.Það er líklega að renna upp fyrir fleirum en mér að það þýðir ekkert að tala við auðvaldið um breytingar. Almenningur þarf að rísa upp og fleygja því út úr valdastofnunum samfélagsins, segir Gunnar Smári.alda lóaOddný beinir skilaboðum sínum til Gunnars Smára, Mikaels Torfasonar sem genginn er í flokkinn og sömuleiðis viðskiptafræðingsins og bankastjórans fyrrverandi Ragnars Önundarsonar. „Sameinuð erum við sterk en sundruð höfum við lítil áhrif og höfum ekki afl til að hreyfa við stóru málunum sem hugsjónir okkar brenna fyrir. Verum skynsöm, verum saman og göngum skipulögð til verka!“ Um 500 manns höfðu skráð sig í Sósíalistaflokkinn þegar Vísir ræddi við Gunnar Smára upp úr hádegi í dag. Flokkurinn var stofnaður í gærkvöldi. Var Gunnar Smári, áður „sótsvartur hægri maður“ en nú sósíalisti, afar ánægður með stöðu mála. „Aldrei hefur það gerst í sögu lands og þjóðar að jafn margir landsmenn hafi gengið í nokkurn stjórnmálaflokk á jafn skömmum tíma.“ Var Gunnar Smári spurður að því hvers vegna hann gengi ekki til liðs við einhvern þeirra flokka sem fyrir er á vinstri væng stjórnmála, eins og Samfylkinguna? „Samfylkingin er mesta eyðingarafl vinstursins og varð völd að stórkostlegum skaða. Fólk á ekki að tala sameiningu fram yfir baráttuna, moðið í staðinn fyrir stefnuna og undanhaldið í staðinn fyrir sóknina. Auðvitað má fólk gera það, það fer þá bara í Samfylkinguna. En Sósíalistaflokkurinn verður fyrir hitt fólkið,“ sagði Gunnar Smári í samtali við Vísi. Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23 Gunnar Smári var sótsvartur hægri maður Ótrúleg umturnun í lífi eins manns. 6. apríl 2017 14:30 Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hvetur Gunnar Smára Egilsson og helstu talsmenn nýs Sósíalistaflokks til þess að bíða með að stofna flokkinn. Betra sé að leita ekki langt yfir skammt og styrkja Samfylkinguna. Sameinaðir séu flokkarnir sterkir en sundruð verði áhrifin lítil. „Ég bið ykkur um að bíða aðeins og gera þá tilraun að styrkja Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands með kröftum ykkar. Samfylkingin er með góða innviði út um allt land þar sem borin er uppi nákvæmlega sama stefna og þið boðið. Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir Oddný sem hætti sem formaður Samfylkingarinnar eftir útreiðina sem flokkurinn fékk í kosningunum í haust.Það er líklega að renna upp fyrir fleirum en mér að það þýðir ekkert að tala við auðvaldið um breytingar. Almenningur þarf að rísa upp og fleygja því út úr valdastofnunum samfélagsins, segir Gunnar Smári.alda lóaOddný beinir skilaboðum sínum til Gunnars Smára, Mikaels Torfasonar sem genginn er í flokkinn og sömuleiðis viðskiptafræðingsins og bankastjórans fyrrverandi Ragnars Önundarsonar. „Sameinuð erum við sterk en sundruð höfum við lítil áhrif og höfum ekki afl til að hreyfa við stóru málunum sem hugsjónir okkar brenna fyrir. Verum skynsöm, verum saman og göngum skipulögð til verka!“ Um 500 manns höfðu skráð sig í Sósíalistaflokkinn þegar Vísir ræddi við Gunnar Smára upp úr hádegi í dag. Flokkurinn var stofnaður í gærkvöldi. Var Gunnar Smári, áður „sótsvartur hægri maður“ en nú sósíalisti, afar ánægður með stöðu mála. „Aldrei hefur það gerst í sögu lands og þjóðar að jafn margir landsmenn hafi gengið í nokkurn stjórnmálaflokk á jafn skömmum tíma.“ Var Gunnar Smári spurður að því hvers vegna hann gengi ekki til liðs við einhvern þeirra flokka sem fyrir er á vinstri væng stjórnmála, eins og Samfylkinguna? „Samfylkingin er mesta eyðingarafl vinstursins og varð völd að stórkostlegum skaða. Fólk á ekki að tala sameiningu fram yfir baráttuna, moðið í staðinn fyrir stefnuna og undanhaldið í staðinn fyrir sóknina. Auðvitað má fólk gera það, það fer þá bara í Samfylkinguna. En Sósíalistaflokkurinn verður fyrir hitt fólkið,“ sagði Gunnar Smári í samtali við Vísi.
Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23 Gunnar Smári var sótsvartur hægri maður Ótrúleg umturnun í lífi eins manns. 6. apríl 2017 14:30 Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23
Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58