Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2017 14:36 Oddný Harðardóttir býður Gunnari Smára og félögum að ganga til liðs við flokkinn. vísir/Anton Brink Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hvetur Gunnar Smára Egilsson og helstu talsmenn nýs Sósíalistaflokks til þess að bíða með að stofna flokkinn. Betra sé að leita ekki langt yfir skammt og styrkja Samfylkinguna. Sameinaðir séu flokkarnir sterkir en sundruð verði áhrifin lítil. „Ég bið ykkur um að bíða aðeins og gera þá tilraun að styrkja Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands með kröftum ykkar. Samfylkingin er með góða innviði út um allt land þar sem borin er uppi nákvæmlega sama stefna og þið boðið. Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir Oddný sem hætti sem formaður Samfylkingarinnar eftir útreiðina sem flokkurinn fékk í kosningunum í haust.Það er líklega að renna upp fyrir fleirum en mér að það þýðir ekkert að tala við auðvaldið um breytingar. Almenningur þarf að rísa upp og fleygja því út úr valdastofnunum samfélagsins, segir Gunnar Smári.alda lóaOddný beinir skilaboðum sínum til Gunnars Smára, Mikaels Torfasonar sem genginn er í flokkinn og sömuleiðis viðskiptafræðingsins og bankastjórans fyrrverandi Ragnars Önundarsonar. „Sameinuð erum við sterk en sundruð höfum við lítil áhrif og höfum ekki afl til að hreyfa við stóru málunum sem hugsjónir okkar brenna fyrir. Verum skynsöm, verum saman og göngum skipulögð til verka!“ Um 500 manns höfðu skráð sig í Sósíalistaflokkinn þegar Vísir ræddi við Gunnar Smára upp úr hádegi í dag. Flokkurinn var stofnaður í gærkvöldi. Var Gunnar Smári, áður „sótsvartur hægri maður“ en nú sósíalisti, afar ánægður með stöðu mála. „Aldrei hefur það gerst í sögu lands og þjóðar að jafn margir landsmenn hafi gengið í nokkurn stjórnmálaflokk á jafn skömmum tíma.“ Var Gunnar Smári spurður að því hvers vegna hann gengi ekki til liðs við einhvern þeirra flokka sem fyrir er á vinstri væng stjórnmála, eins og Samfylkinguna? „Samfylkingin er mesta eyðingarafl vinstursins og varð völd að stórkostlegum skaða. Fólk á ekki að tala sameiningu fram yfir baráttuna, moðið í staðinn fyrir stefnuna og undanhaldið í staðinn fyrir sóknina. Auðvitað má fólk gera það, það fer þá bara í Samfylkinguna. En Sósíalistaflokkurinn verður fyrir hitt fólkið,“ sagði Gunnar Smári í samtali við Vísi. Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23 Gunnar Smári var sótsvartur hægri maður Ótrúleg umturnun í lífi eins manns. 6. apríl 2017 14:30 Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Jón segir Guðrúnu eigna sér árangur forvera sinna og gera lítið úr þeim Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hvetur Gunnar Smára Egilsson og helstu talsmenn nýs Sósíalistaflokks til þess að bíða með að stofna flokkinn. Betra sé að leita ekki langt yfir skammt og styrkja Samfylkinguna. Sameinaðir séu flokkarnir sterkir en sundruð verði áhrifin lítil. „Ég bið ykkur um að bíða aðeins og gera þá tilraun að styrkja Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands með kröftum ykkar. Samfylkingin er með góða innviði út um allt land þar sem borin er uppi nákvæmlega sama stefna og þið boðið. Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir Oddný sem hætti sem formaður Samfylkingarinnar eftir útreiðina sem flokkurinn fékk í kosningunum í haust.Það er líklega að renna upp fyrir fleirum en mér að það þýðir ekkert að tala við auðvaldið um breytingar. Almenningur þarf að rísa upp og fleygja því út úr valdastofnunum samfélagsins, segir Gunnar Smári.alda lóaOddný beinir skilaboðum sínum til Gunnars Smára, Mikaels Torfasonar sem genginn er í flokkinn og sömuleiðis viðskiptafræðingsins og bankastjórans fyrrverandi Ragnars Önundarsonar. „Sameinuð erum við sterk en sundruð höfum við lítil áhrif og höfum ekki afl til að hreyfa við stóru málunum sem hugsjónir okkar brenna fyrir. Verum skynsöm, verum saman og göngum skipulögð til verka!“ Um 500 manns höfðu skráð sig í Sósíalistaflokkinn þegar Vísir ræddi við Gunnar Smára upp úr hádegi í dag. Flokkurinn var stofnaður í gærkvöldi. Var Gunnar Smári, áður „sótsvartur hægri maður“ en nú sósíalisti, afar ánægður með stöðu mála. „Aldrei hefur það gerst í sögu lands og þjóðar að jafn margir landsmenn hafi gengið í nokkurn stjórnmálaflokk á jafn skömmum tíma.“ Var Gunnar Smári spurður að því hvers vegna hann gengi ekki til liðs við einhvern þeirra flokka sem fyrir er á vinstri væng stjórnmála, eins og Samfylkinguna? „Samfylkingin er mesta eyðingarafl vinstursins og varð völd að stórkostlegum skaða. Fólk á ekki að tala sameiningu fram yfir baráttuna, moðið í staðinn fyrir stefnuna og undanhaldið í staðinn fyrir sóknina. Auðvitað má fólk gera það, það fer þá bara í Samfylkinguna. En Sósíalistaflokkurinn verður fyrir hitt fólkið,“ sagði Gunnar Smári í samtali við Vísi.
Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23 Gunnar Smári var sótsvartur hægri maður Ótrúleg umturnun í lífi eins manns. 6. apríl 2017 14:30 Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Jón segir Guðrúnu eigna sér árangur forvera sinna og gera lítið úr þeim Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23
Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58