Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2017 14:36 Oddný Harðardóttir býður Gunnari Smára og félögum að ganga til liðs við flokkinn. vísir/Anton Brink Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hvetur Gunnar Smára Egilsson og helstu talsmenn nýs Sósíalistaflokks til þess að bíða með að stofna flokkinn. Betra sé að leita ekki langt yfir skammt og styrkja Samfylkinguna. Sameinaðir séu flokkarnir sterkir en sundruð verði áhrifin lítil. „Ég bið ykkur um að bíða aðeins og gera þá tilraun að styrkja Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands með kröftum ykkar. Samfylkingin er með góða innviði út um allt land þar sem borin er uppi nákvæmlega sama stefna og þið boðið. Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir Oddný sem hætti sem formaður Samfylkingarinnar eftir útreiðina sem flokkurinn fékk í kosningunum í haust.Það er líklega að renna upp fyrir fleirum en mér að það þýðir ekkert að tala við auðvaldið um breytingar. Almenningur þarf að rísa upp og fleygja því út úr valdastofnunum samfélagsins, segir Gunnar Smári.alda lóaOddný beinir skilaboðum sínum til Gunnars Smára, Mikaels Torfasonar sem genginn er í flokkinn og sömuleiðis viðskiptafræðingsins og bankastjórans fyrrverandi Ragnars Önundarsonar. „Sameinuð erum við sterk en sundruð höfum við lítil áhrif og höfum ekki afl til að hreyfa við stóru málunum sem hugsjónir okkar brenna fyrir. Verum skynsöm, verum saman og göngum skipulögð til verka!“ Um 500 manns höfðu skráð sig í Sósíalistaflokkinn þegar Vísir ræddi við Gunnar Smára upp úr hádegi í dag. Flokkurinn var stofnaður í gærkvöldi. Var Gunnar Smári, áður „sótsvartur hægri maður“ en nú sósíalisti, afar ánægður með stöðu mála. „Aldrei hefur það gerst í sögu lands og þjóðar að jafn margir landsmenn hafi gengið í nokkurn stjórnmálaflokk á jafn skömmum tíma.“ Var Gunnar Smári spurður að því hvers vegna hann gengi ekki til liðs við einhvern þeirra flokka sem fyrir er á vinstri væng stjórnmála, eins og Samfylkinguna? „Samfylkingin er mesta eyðingarafl vinstursins og varð völd að stórkostlegum skaða. Fólk á ekki að tala sameiningu fram yfir baráttuna, moðið í staðinn fyrir stefnuna og undanhaldið í staðinn fyrir sóknina. Auðvitað má fólk gera það, það fer þá bara í Samfylkinguna. En Sósíalistaflokkurinn verður fyrir hitt fólkið,“ sagði Gunnar Smári í samtali við Vísi. Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23 Gunnar Smári var sótsvartur hægri maður Ótrúleg umturnun í lífi eins manns. 6. apríl 2017 14:30 Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hvetur Gunnar Smára Egilsson og helstu talsmenn nýs Sósíalistaflokks til þess að bíða með að stofna flokkinn. Betra sé að leita ekki langt yfir skammt og styrkja Samfylkinguna. Sameinaðir séu flokkarnir sterkir en sundruð verði áhrifin lítil. „Ég bið ykkur um að bíða aðeins og gera þá tilraun að styrkja Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands með kröftum ykkar. Samfylkingin er með góða innviði út um allt land þar sem borin er uppi nákvæmlega sama stefna og þið boðið. Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir Oddný sem hætti sem formaður Samfylkingarinnar eftir útreiðina sem flokkurinn fékk í kosningunum í haust.Það er líklega að renna upp fyrir fleirum en mér að það þýðir ekkert að tala við auðvaldið um breytingar. Almenningur þarf að rísa upp og fleygja því út úr valdastofnunum samfélagsins, segir Gunnar Smári.alda lóaOddný beinir skilaboðum sínum til Gunnars Smára, Mikaels Torfasonar sem genginn er í flokkinn og sömuleiðis viðskiptafræðingsins og bankastjórans fyrrverandi Ragnars Önundarsonar. „Sameinuð erum við sterk en sundruð höfum við lítil áhrif og höfum ekki afl til að hreyfa við stóru málunum sem hugsjónir okkar brenna fyrir. Verum skynsöm, verum saman og göngum skipulögð til verka!“ Um 500 manns höfðu skráð sig í Sósíalistaflokkinn þegar Vísir ræddi við Gunnar Smára upp úr hádegi í dag. Flokkurinn var stofnaður í gærkvöldi. Var Gunnar Smári, áður „sótsvartur hægri maður“ en nú sósíalisti, afar ánægður með stöðu mála. „Aldrei hefur það gerst í sögu lands og þjóðar að jafn margir landsmenn hafi gengið í nokkurn stjórnmálaflokk á jafn skömmum tíma.“ Var Gunnar Smári spurður að því hvers vegna hann gengi ekki til liðs við einhvern þeirra flokka sem fyrir er á vinstri væng stjórnmála, eins og Samfylkinguna? „Samfylkingin er mesta eyðingarafl vinstursins og varð völd að stórkostlegum skaða. Fólk á ekki að tala sameiningu fram yfir baráttuna, moðið í staðinn fyrir stefnuna og undanhaldið í staðinn fyrir sóknina. Auðvitað má fólk gera það, það fer þá bara í Samfylkinguna. En Sósíalistaflokkurinn verður fyrir hitt fólkið,“ sagði Gunnar Smári í samtali við Vísi.
Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23 Gunnar Smári var sótsvartur hægri maður Ótrúleg umturnun í lífi eins manns. 6. apríl 2017 14:30 Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23
Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58