Lífið

Gæsin sem Sindri stríddi selur á 75 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þóra er að flytja.
Þóra er að flytja. myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Það muna eflaust allir eftir því þegar Þóra Sif Friðriksdóttir var gæsuð í Heimsóknarþætti og þegar Sindri Sindrason gekk gjörsamlega fram af henni með dónaskap.

Sjá einnig:Þegar Sindri gekk gjörsamlega fram af Þóru: „Í sjónvarpi er alltaf betra að mála sig aðeins“

Nú er þessi fallega íbúð við Aflagranda komin á sölu. Um er að ræða bjarta, vandaða og glæsilega 137,3 fermetra fjögurra til fimm herbergja íbúð með gluggum í þrjár áttir.

Lofthæðin fer upp í allt að fimm metra og er eignin á mjög eftirsóttum stað í vesturbæ Reykjavíkur.

Húsið var byggt árið 1989 og er heildastærð eignarinnar um 160 fermetrar. Ásett verð er 74,9 milljónir króna en fasteignamatið er 51 milljón. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdri myndir innan úr íbúðinni og neðst í fréttinni má síðan sjá brot úr Heimsóknarþættinum.

Glæsileg eign við Aflagranda.
Borðstofan og eldhúsið hið glæsilegasta.
Smekklegt hjónaherbergi.
Stílhreint baðherbergi.
Fallegt barnaherbergi
Æðislegt fataherbergi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×