„Við erum oftast sammála og þemað er svart og grátt,“ segja þessir miklu fagurkerar. Í stiklunni neðst í fréttinni kemur í ljós að parið er með ótal listaverk af nöktum karlmönnum inni á heimilinu og eins og Daníel orðar það svo skemmtilega þá segir hann að; „hér eru bara eintómir limir.“
Þessir meistarar verða næstu viðmælendur Sindra í Heimsókn á miðvikudagskvöldið klukkan 19:45 á Stöð 2.