Trump ekki kátur með eldflaugatilraunir Norður-Kóreu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. apríl 2017 08:00 Donald Trump hefur reynt að glíma við Norður-Kóreu að undanförnu. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við eldflaugatilraun Norður-Kóreu sem gerð var í gærkvöldi. Hann segir að með tilrauninni hafi Norður-Kórea vanvirt Kína, það sé slæmt. „Norður-Kórea vanvirti óskir Kínverja og háttvirts forseta ríkisins þegar það framkvæmdi tilraunina, þó án árangurs. Slæmt!“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sinni. Gríðarleg spenna er á Kóreuskaga um þessar mundir og miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu segja að tilraun Norður-Kóreu hafi misheppnast og að flugskeytið hafi sprungið örfáum sekúndum eftir að því var skotið á loft. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Alþjóðasamfélagið hefur á undanförnum árum reynt að stemma stigu við þessari þróun, þar á meðal með viðskiptaþvingunum, án teljandi árangurs. Líklegt þykir að enn frekari þvinganir verði settar á Norður-Kóreu í kjölfar tilraunarinnar og mögulegt er að bandaríkjaher sendi fleiri skip og flugvélar á svæðið en nú þegar er herinn með töluverðan viðbúnað á svæðinu.North Korea disrespected the wishes of China & its highly respected President when it launched, though unsuccessfully, a missile today. Bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 28, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. 28. apríl 2017 23:36 Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21 Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju. 27. apríl 2017 23:32 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við eldflaugatilraun Norður-Kóreu sem gerð var í gærkvöldi. Hann segir að með tilrauninni hafi Norður-Kórea vanvirt Kína, það sé slæmt. „Norður-Kórea vanvirti óskir Kínverja og háttvirts forseta ríkisins þegar það framkvæmdi tilraunina, þó án árangurs. Slæmt!“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sinni. Gríðarleg spenna er á Kóreuskaga um þessar mundir og miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu segja að tilraun Norður-Kóreu hafi misheppnast og að flugskeytið hafi sprungið örfáum sekúndum eftir að því var skotið á loft. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Alþjóðasamfélagið hefur á undanförnum árum reynt að stemma stigu við þessari þróun, þar á meðal með viðskiptaþvingunum, án teljandi árangurs. Líklegt þykir að enn frekari þvinganir verði settar á Norður-Kóreu í kjölfar tilraunarinnar og mögulegt er að bandaríkjaher sendi fleiri skip og flugvélar á svæðið en nú þegar er herinn með töluverðan viðbúnað á svæðinu.North Korea disrespected the wishes of China & its highly respected President when it launched, though unsuccessfully, a missile today. Bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 28, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. 28. apríl 2017 23:36 Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21 Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju. 27. apríl 2017 23:32 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Sjá meira
Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. 28. apríl 2017 23:36
Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21
Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju. 27. apríl 2017 23:32