Trump ekki kátur með eldflaugatilraunir Norður-Kóreu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. apríl 2017 08:00 Donald Trump hefur reynt að glíma við Norður-Kóreu að undanförnu. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við eldflaugatilraun Norður-Kóreu sem gerð var í gærkvöldi. Hann segir að með tilrauninni hafi Norður-Kórea vanvirt Kína, það sé slæmt. „Norður-Kórea vanvirti óskir Kínverja og háttvirts forseta ríkisins þegar það framkvæmdi tilraunina, þó án árangurs. Slæmt!“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sinni. Gríðarleg spenna er á Kóreuskaga um þessar mundir og miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu segja að tilraun Norður-Kóreu hafi misheppnast og að flugskeytið hafi sprungið örfáum sekúndum eftir að því var skotið á loft. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Alþjóðasamfélagið hefur á undanförnum árum reynt að stemma stigu við þessari þróun, þar á meðal með viðskiptaþvingunum, án teljandi árangurs. Líklegt þykir að enn frekari þvinganir verði settar á Norður-Kóreu í kjölfar tilraunarinnar og mögulegt er að bandaríkjaher sendi fleiri skip og flugvélar á svæðið en nú þegar er herinn með töluverðan viðbúnað á svæðinu.North Korea disrespected the wishes of China & its highly respected President when it launched, though unsuccessfully, a missile today. Bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 28, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. 28. apríl 2017 23:36 Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21 Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju. 27. apríl 2017 23:32 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við eldflaugatilraun Norður-Kóreu sem gerð var í gærkvöldi. Hann segir að með tilrauninni hafi Norður-Kórea vanvirt Kína, það sé slæmt. „Norður-Kórea vanvirti óskir Kínverja og háttvirts forseta ríkisins þegar það framkvæmdi tilraunina, þó án árangurs. Slæmt!“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sinni. Gríðarleg spenna er á Kóreuskaga um þessar mundir og miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu segja að tilraun Norður-Kóreu hafi misheppnast og að flugskeytið hafi sprungið örfáum sekúndum eftir að því var skotið á loft. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Alþjóðasamfélagið hefur á undanförnum árum reynt að stemma stigu við þessari þróun, þar á meðal með viðskiptaþvingunum, án teljandi árangurs. Líklegt þykir að enn frekari þvinganir verði settar á Norður-Kóreu í kjölfar tilraunarinnar og mögulegt er að bandaríkjaher sendi fleiri skip og flugvélar á svæðið en nú þegar er herinn með töluverðan viðbúnað á svæðinu.North Korea disrespected the wishes of China & its highly respected President when it launched, though unsuccessfully, a missile today. Bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 28, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. 28. apríl 2017 23:36 Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21 Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju. 27. apríl 2017 23:32 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Sjá meira
Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. 28. apríl 2017 23:36
Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21
Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju. 27. apríl 2017 23:32