Vilja banna fjallajeppa í miðbænum Benedikt Bóas skrifar 29. apríl 2017 07:00 Bannið gildi fyrir stærri og minni hópbifreiðar með ferðamenn og sérútbúnar jeppabifreiðar með yfir 36” dekk. Svona bílar myndu því hverfa úr miðborginni. vísir/eyþór Jeppabifreiðum sem hefur verið breytt til að aka með ferðamenn um jökla og fáfarnar slóðir og eru með stærri en 36 tommu dekk verður bannað að aka á ákveðnum svæðum í miðborginni gangi tillögur starfshóps Reykjavíkurborgar eftir. Við þetta eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónustu á breyttum jeppum mjög ósátt. FETAR, Félag eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, sem eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónustu á breyttum ferðaþjónustubifreiðum, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem sem fyrirhuguð boð og bönn eru hörmuð.„Fullkomið sinnuleysi hefur ríkt hjá borgaryfirvöldum hvað samgöngumál ferðamanna varðar. Ljóst er að lítilli gestrisni er fyrir að fara hjá borgaryfirvöldum hvað þetta varðar, svo lítilli að í raun stappar nærri tillitsleysi og dónaskap,“ segir meðal annars. Samtökin segja að tillagan haldi ekki vatni í nokkru samhengi. „Jafnframt má benda meðlimum stýrihópsins á að 36" dekk sjást varla á nokkrum jeppabifreiðum í dag, sérstaklega ekki á jeppabifreiðum í farþegaflutningum. Ólíklegt er að sú dekkjastærð eigi við í því tilviki þar sem verið er að fjalla um akstur með ferðamenn, og því virðist sem stýrihópurinn hafi freistast til að teygja sig lengra en erindi hans nær hvað þetta varðar.“ Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, skipar hópinn og segir að búið sé að vinna mjög vel með hagsmunaaðilum og íbúasamtökum. „Í þeim tillögum sem verða lagðar fram í næstu viku er gert ráð fyrir meiri takmörkunum en nú eru þegar í gildi um mjög stóra og breytta jeppa. Þá mun bannið gilda fyrir þá bíla sem eru stækkaðir fyrir ferðamennsku en ekki þá sem eiga sinn fjallabíl fyrir sig og sína.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Jeppabifreiðum sem hefur verið breytt til að aka með ferðamenn um jökla og fáfarnar slóðir og eru með stærri en 36 tommu dekk verður bannað að aka á ákveðnum svæðum í miðborginni gangi tillögur starfshóps Reykjavíkurborgar eftir. Við þetta eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónustu á breyttum jeppum mjög ósátt. FETAR, Félag eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, sem eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónustu á breyttum ferðaþjónustubifreiðum, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem sem fyrirhuguð boð og bönn eru hörmuð.„Fullkomið sinnuleysi hefur ríkt hjá borgaryfirvöldum hvað samgöngumál ferðamanna varðar. Ljóst er að lítilli gestrisni er fyrir að fara hjá borgaryfirvöldum hvað þetta varðar, svo lítilli að í raun stappar nærri tillitsleysi og dónaskap,“ segir meðal annars. Samtökin segja að tillagan haldi ekki vatni í nokkru samhengi. „Jafnframt má benda meðlimum stýrihópsins á að 36" dekk sjást varla á nokkrum jeppabifreiðum í dag, sérstaklega ekki á jeppabifreiðum í farþegaflutningum. Ólíklegt er að sú dekkjastærð eigi við í því tilviki þar sem verið er að fjalla um akstur með ferðamenn, og því virðist sem stýrihópurinn hafi freistast til að teygja sig lengra en erindi hans nær hvað þetta varðar.“ Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, skipar hópinn og segir að búið sé að vinna mjög vel með hagsmunaaðilum og íbúasamtökum. „Í þeim tillögum sem verða lagðar fram í næstu viku er gert ráð fyrir meiri takmörkunum en nú eru þegar í gildi um mjög stóra og breytta jeppa. Þá mun bannið gilda fyrir þá bíla sem eru stækkaðir fyrir ferðamennsku en ekki þá sem eiga sinn fjallabíl fyrir sig og sína.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira