Uppsafnaður fjárskortur á innanlandsflugvöllum víða um landið 28. apríl 2017 07:00 Með 200 milljón króna fjárveitingu er tryggt að rekstur flugvalla, eins og Ísafjarðarflugvöllur sem hér sést, verði óbreyttur. vísir/pjetur Uppsöfnuð þörf á viðhaldi og framkvæmdum á innanlandsflugvöllum er um 800 milljónir króna í mikilvægar aðgerðir og 320 milljónir í brýnar aðgerðir. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Ara Trausta Guðmundssonar um rekstur innanlandsflugvalla. Þar kemur fram að fjárveitingar til reksturs innanlandsflugvalla, viðhalds þeirra og uppbyggingar hafa verið skornar niður árlega frá árinu 2008. Fjárveitingar ársins duga aðeins til að standa straum af rekstrarhluta þjónustusamningsins við Isavia um rekstur flugvalla innanlands. Fjárveitingin nægir til að tryggt sé að flugvallakerfið verði rekið og að ekki komi til uppsagna starfsfólks á árinu. Ekki er til peningur til að fara í neinar aðgerðir. Við afgreiðslu fjárlaga vantaði um 10 milljarða og með hliðsjón af leiðbeiningum Alþingis varð ljóst að ekki var hægt að bæta í rekstur og viðhald flugvalla innanlands. 400 milljóna fjárveiting var felld niður og varanlegar heimildir auknar um 200 milljónir. Fjárveitingar í ár eru því um 200 milljónum lægri en í fyrra. Í vinnu starfshóps innanríkisráðuneytisins með þátttöku Isavia og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem hafði það hlutverk að skoða hvort ná mætti meiri skilvirkni og hagræði í rekstri innanlandsflugsins, var m.a. skoðað að styrkja flugleiðirnar í stað flugvallanna og færa minni flugvelli í umsjá Vegagerðarinnar auk fleiri atriða sem leitt gætu til aukinnar hagræðingar við rekstur flugvallakerfisins. Skýrsla hópsins er til skoðunar og hafa ákvarðanir um breytingar ekki verið teknar að svo stöddu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Uppsöfnuð þörf á viðhaldi og framkvæmdum á innanlandsflugvöllum er um 800 milljónir króna í mikilvægar aðgerðir og 320 milljónir í brýnar aðgerðir. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn Ara Trausta Guðmundssonar um rekstur innanlandsflugvalla. Þar kemur fram að fjárveitingar til reksturs innanlandsflugvalla, viðhalds þeirra og uppbyggingar hafa verið skornar niður árlega frá árinu 2008. Fjárveitingar ársins duga aðeins til að standa straum af rekstrarhluta þjónustusamningsins við Isavia um rekstur flugvalla innanlands. Fjárveitingin nægir til að tryggt sé að flugvallakerfið verði rekið og að ekki komi til uppsagna starfsfólks á árinu. Ekki er til peningur til að fara í neinar aðgerðir. Við afgreiðslu fjárlaga vantaði um 10 milljarða og með hliðsjón af leiðbeiningum Alþingis varð ljóst að ekki var hægt að bæta í rekstur og viðhald flugvalla innanlands. 400 milljóna fjárveiting var felld niður og varanlegar heimildir auknar um 200 milljónir. Fjárveitingar í ár eru því um 200 milljónum lægri en í fyrra. Í vinnu starfshóps innanríkisráðuneytisins með þátttöku Isavia og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem hafði það hlutverk að skoða hvort ná mætti meiri skilvirkni og hagræði í rekstri innanlandsflugsins, var m.a. skoðað að styrkja flugleiðirnar í stað flugvallanna og færa minni flugvelli í umsjá Vegagerðarinnar auk fleiri atriða sem leitt gætu til aukinnar hagræðingar við rekstur flugvallakerfisins. Skýrsla hópsins er til skoðunar og hafa ákvarðanir um breytingar ekki verið teknar að svo stöddu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira