Björk segist vera Tinder fyrir tækni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2017 14:53 Vísir/Getty Söngkonan Björk telur að tíu stærstu tæknifyrirtæki heims ættu hvert að leggja milljarð dollara í púkkið til þess að hreinsa upp mengun í sjónum. Í ítarlegu viðtali við Red Bullettin lýsir Björk sér sem „Tinder fyrir tækni“. „Ég er að reyna að byggja brú á milli tækninnar og tónlistarinnar. Í sífellu koma ný tól fram sem hafa áhrif á líf þitt, sama hvort þér líkar við það eða ekki. Með list minni er ég að reyna að skilja þessi tók. Ég er eins og Tinder fyrir tækni,“ segir Björk. Tinder er stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann og er afar vinsælt. En hvað á Björk við þegar hún segist vera Tinder fyrir tækni? „Ég er stefnumótapp. Þegar ný tækni kemur út fæ ég strax hugmynd í kollinn. Þegar ég fékk mína fyrstu fartölvu árið 1999 vissi ég um leið að hún myndi koma í stað hefðbundinna upptökuvera að vissu leyti,“ segir Björk. Þá segir hún að það sama hafi gilt um þegar spjaldtölvur komu út, hún hafi um leið áttað sig á því að slík tæki gætu verið frábært kennslutól.Býður Zuckerberg og félögum til Íslands Björk fer um víðan völl í viðtalinu áður en að talið berst að lokum að umhverfinu en Björk er mikill umhverfisverndunarsinni og hefur meðal annars barist fyrir friðun hálendis Íslands.Segir hún að tæknin og náttúruan geti vel lifað saman og gott betur, nýta þurfi tæknina til þess að vernda umhverfið. „Í framtíðini þurfum við að leggja áherslu á að tengja þetta tvennt saman. Ímyndaðu þér heim þar sem leiðandi tæknifyrirtæki fjárfesta af alvöru í umhverfisvernd. Það væri auðveldlega hægt að hreinsa höfin af mengun“ segir Björk. Leggur hún til að Apple, Facebook, Google og aðrir risar á tæknimarkaði leggja milljarð dollara í sjóð til þess að hreinsa höfin. Verði það gert sé vel hægt að hreinsa þau fyrir árið 2020. Býðst Björk meðal annars til þess að hýsa forsvarsmenn þessara fyrirtækja til þess að koma hjólunum af stað. „Ég skal bjóða öllum þessum tækni milljarðamæringum í litla húsið mitt á Íslandi. Ég skal útbúa drykki handa þeim. Og kannski elda fyrir þá.“ Tónlist Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Söngkonan Björk telur að tíu stærstu tæknifyrirtæki heims ættu hvert að leggja milljarð dollara í púkkið til þess að hreinsa upp mengun í sjónum. Í ítarlegu viðtali við Red Bullettin lýsir Björk sér sem „Tinder fyrir tækni“. „Ég er að reyna að byggja brú á milli tækninnar og tónlistarinnar. Í sífellu koma ný tól fram sem hafa áhrif á líf þitt, sama hvort þér líkar við það eða ekki. Með list minni er ég að reyna að skilja þessi tók. Ég er eins og Tinder fyrir tækni,“ segir Björk. Tinder er stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann og er afar vinsælt. En hvað á Björk við þegar hún segist vera Tinder fyrir tækni? „Ég er stefnumótapp. Þegar ný tækni kemur út fæ ég strax hugmynd í kollinn. Þegar ég fékk mína fyrstu fartölvu árið 1999 vissi ég um leið að hún myndi koma í stað hefðbundinna upptökuvera að vissu leyti,“ segir Björk. Þá segir hún að það sama hafi gilt um þegar spjaldtölvur komu út, hún hafi um leið áttað sig á því að slík tæki gætu verið frábært kennslutól.Býður Zuckerberg og félögum til Íslands Björk fer um víðan völl í viðtalinu áður en að talið berst að lokum að umhverfinu en Björk er mikill umhverfisverndunarsinni og hefur meðal annars barist fyrir friðun hálendis Íslands.Segir hún að tæknin og náttúruan geti vel lifað saman og gott betur, nýta þurfi tæknina til þess að vernda umhverfið. „Í framtíðini þurfum við að leggja áherslu á að tengja þetta tvennt saman. Ímyndaðu þér heim þar sem leiðandi tæknifyrirtæki fjárfesta af alvöru í umhverfisvernd. Það væri auðveldlega hægt að hreinsa höfin af mengun“ segir Björk. Leggur hún til að Apple, Facebook, Google og aðrir risar á tæknimarkaði leggja milljarð dollara í sjóð til þess að hreinsa höfin. Verði það gert sé vel hægt að hreinsa þau fyrir árið 2020. Býðst Björk meðal annars til þess að hýsa forsvarsmenn þessara fyrirtækja til þess að koma hjólunum af stað. „Ég skal bjóða öllum þessum tækni milljarðamæringum í litla húsið mitt á Íslandi. Ég skal útbúa drykki handa þeim. Og kannski elda fyrir þá.“
Tónlist Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira